5 Sætið !!!

Gunnars lið lennti í 5 sæti og hann er ekki hress með það,hann átti mjög erfitt eftir tapaða leiki,en hann er nú búin að jafna sig á því drengurinn og eftir eru allavega 2 mót núna í sumar,Króksmótið og Nikulásarmótið.

Ég er búin að vera mjög dugleg og það stoppar mig ekkert,mér er farið að líða svoooo vel þegar að ég er búin að vera á brettinu í 45 mín,gera magaæfingar,taka lóðaræfingar,armbeyjur og teyja,ég bara veit ekki betri líðan,ég er líka farin að finna aftur fyrir rassinum,handleggjunum,maganum,þegar að ég reyndi ekkert á mig í marga mánuði þá einhvernveginn hætti ég að finna líkamanum,maður var bara....  alveg stórskrítið !!!  með þessu áframhaldi held ég að kílóin fjúki fljótt,ég var reyndar  búin að ákveða það  hehehe.... og þá stendur það Cool   ég nenni einhvernveginn ekki að halda töflu hér á blogginu,ég er með bók sem ég skrifa allt í,en ég leyfi ykkur að fylgjast með í grófum dráttum hahaha.....  

Allt er nú óákveðið með suðurferð í augnablikinu sem fyrirhuguð var um næstu helgi,en það skýrist fljótlega,jú og litli frændi fékk nafnið Sindri Rafn um síðustu helgi,til hamingju með það kæra fjölskylda !!!  Smile  flott nöfn....

Jæja.... þá er ég að spá í að fara að sofa og safna kröftum fyrir morgunpúlið,hafið það gott og takk fyrir skemmtileg comment,kv. Dóran. Heart

P.S. ég ætla að láta mynd af mér fylgja með á blogginu sem tekin er fyrir um 11 árum síðan á Reyniggrundinni í Kópavogi,svona vil ég verða aftur !!!


Fótboltamótið um helgina !!!

Þá er komið að smábæjarleikunum á Blönduósi og Gunnar minn keppir þar og er spenningurinn hér í hámarki. Á síðasta móti unnu þeir alla sína leiki og Gunnar  skoraði helling af mörkum,það verður gaman að sjá hvernig gengur þetta árið Tounge  hann keppti líka á Króksmótinu í fyrra,en þá var hann án okkar vegna þess að ég var bara á fæðingardeildinni þá,en þá töpuðu þeir öllum leikjunum og Gunnar var ekkert smá reiður þá og kennir því um að ég hefði ekki verið til staðar og saknað þess að heyra ópin í mér til að hvetja hann,ég nefnilega missi mig alveg hehehe....  brjáluð mamma Cool en hann þarf líka að læra að tapa án þess að verða alveg geggjaður Devil því að svoleiðis er bara lífið,maður vinnur ekki alltaf,því fyrr því betra fyrir hann að læra það.. ekki satt ???   en ég var svona sjálf og er svona ennþá Blush það mun örugglega ekki breytast úr þessu hehe....  við Gunnar fórum í gær í mátun á nýjum búningi sem ég var að kaupa handa honum og núna fær hann nafnið sitt á hann og númer aftan á,á uppáhaldsleikmanninum sínum sem er Ronaldo í manchester united og hann er númer 7....

Svo um næstu helgi er stefnan tekin til Reykjavíkur og ætlunin er að fara í keilu,bíó og sitthvað fleyra og örugglega á pizza hut,að mínu mati bestu pizzur ever nammmm.....   og brauðstangirnar fylltar osti.. omg... ég missi mig gjörsamlega,en núna verð ég bara að passa mig og borða bara minna og fara svo í ræktina einhversstaðar um helgina Tounge þá missi ég ekki mikið úr af hreyfingunni,en ég viktaði mig í dag og tók málband og mældi allt helv... draslið á mér í dag og mun gera það aftur eftir hálfan mánuð,svo ætla ég að setja mynd af mér hér á blogginu á mánaðar fresti,þannig að önnur mynd hér eftir mánuð... þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili og kem ég með fréttir af mótinu eftir helgina, svo er einn lítill frændi( sonur Begga bróðir hennar Berglindar ) að fá nafn um helgina og hlakka mig mikið til að vita hvað hann á að heita... góða helgi !!!  kv. geggjaða mamman Heartvið mæðginin :)

P.S. Ég verð að segja þaÐ... OKKUR ER KENNT HVERNIG VIÐ EIGUM AÐ BREGÐAST VIÐ Í JARÐSKJÁLFTUM.. GOTT MÁL !!!   EN HVERNIG VÆRI NÚ ÞAÐ AÐ KENNA OKKUR FYRSTU VIÐBRÖGÐ VIÐ ÍSBJÖRNUM ???    NEI.. MAÐUR SPYR SIG HEHEHE.....


Tækið mitt er æði !!!

Jæja, þá er tækið komið komið inn í stofuna og verður þar þangað til að ég er orðin MJÓ AFTUR !!!   ég sakna svo tímabilsins þar sem ég var 67 kg. og ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinum keppum í flottum fötum og gat farið inn í allar búðir og fengið mér föt,núna á ég mér eina búð í Reykjavík sem heitir zikzak og keypt mér föt og ég er ánægð og örugg með mig í þeim,því að þær í zikzak segja mér alltaf frá því hvort fötin passi mér eða ekki og skiptir engu máli hvort þeirra eru dýrari,það er traust og góð þjónusta þykir mér.

Ég er búin að vera mjög dugleg á tækinu mínu og ég er sko að púla og púla og svitna alveg þvílíkt og ég er núna eins og gömul kelling að labba,þvílíkir strengir omg....  skelltum okkur yfir á Akureyri á laugardaginn og þar var labbað og labbað og fórum svo með púkana á Bautann að borða og enduðum daginn á heimsókn til Elínar og Mumma, alltaf gaman að heimsækja þau, mikið grín og mikið gaman ...... takk fyrir okkur !!!  komum ekki heim fyrr en klukkan ellefu um kvöldið,þá var farið beint í fínu fötin og beint í útskriftarpartýið hennar Röggu  og fékk mér einhver glös af bollunni þeirra hjóna og mikið spjallað og mikið hlegið....  til hamingju með daginn og takk fyrir mig !!!  náði nú ekki að verða neitt full og skreið gellan heim um klukkan tvö í nótt. hæstánægð með daginn.....

Í dag var tekinn út hvíldardagurinn á púlinu og fór Hallgrímur út með púkana á meðan að ég þreif kofann hátt og lágt og með músikina mína á milljón og tók ég þar einhverjar aríur með á meðan að ég þreif.... ógisslega gaman,það er svooo gaman að vera ein heima að þrífa með músik í botn á meðan,það er bara gaman !!!   en núna ætla ég að hverfa af blogginu í kvöld og fara að setja nýja músik inn á mp3 spilarann minn fyrir morgunpúlið,það er ekki hægt að púla án mp3 spilarans míns.... hafið það reglulega gott !!!  kv. Dóran í smækkun Heart 

P.S. læt eina mynd fylgja með,ég á tækinu mínu alveg gjörsamlega búin á því, og eina mynd af Gunnari mínum í gallanum sínum tilbúin í sumarið að keppa í fótbolta og hann ætlar sko að vinna bæði mótinn í þetta sinn. Grin  Hann er með allt á hreinu hvað  atvinnumennirnir í fótbolta eru að fá fyrir hvert mark sem þeir skora og hvað mikið fyrir flott skoruð mörk hehehe...... minn maður !!! hann ætlar nefnilega að verða atvinnufótboltamaður þegar að hann verður stór....alveg búin að því hehe..

tilbúin í fjörið !!!   

töffarinn !! og litli töffarinn minn !!

litla skvísan !!! og litla skvísan mín !!

stóra skvísan og vinir !! og stóra skvísan ásamt vinkonum sínum,en hún er sú fyrsta í röðinni !!

 


Þrif og aftur þrif !!!

ohhh.... þessi blessuðu þrif eru auðvitað af hinu góða en það er svoo lýjandi þegar að  maður sér varla högg á vatni eftir ca. 1-2 daga með 4 börn á heimilinu,ég veit ekki hvernig þetta væri ef maður þrifi aldrei hehehe.....   þó maður hugsi oft, til hvers er maður að þessu  ????   nú ef maður gerði það  ekki,þá guð minn góður....  hvernig liti þá heimilið mitt út ??  en er þetta ekki svona hjá ykkur ?? er þetta ekki sama sagan hjá öllum ???   en ég er bara sú típa að það fer svo ó taugarnar á mér þegar að allt er í óreiðu... drasl hér og drasl þarna enda fer ég yfirleitt ekki að sofa fyrr en að ég er búin að taka allt barnadótið til,ganga frá öllum þvotti og  gengið frá öllu í vaskinum,það er hending er svo er ekki,enda þá daginn eftir verð ég alveg svakalega pirruð yfir öllu draslinu og þá finnst mér allt inn á heimilinu ógeðslegt,en svona er ég bara,það er endalaust hægt að tala um þessi blessuðu þrif,ég hef bara ekki frá neinu að segja í augnablikinu en það kemur. Tounge

En hey !! nýja æfingatækið mitt virkar núna jiiibbbíí !!! loksins.. og núna stefnir maður á mjónuna, ekki spurning og upp með ermar og agann og allt á fullt...  núna fer Dóran minnkandi og aldrei í stækkun aftur Grin 

 Í dag kom Gaua mín í heimsókn og núna er hún komin með spangirnar í efri góm og hún fær svo líka spangir í neðri góm og svona verður hún næstu 2-3 árin.. gaman gaman,en hún var nú ekki pherhrifin af skrautinu sem fylgdi með á spöngunum,hún fýlaði sig eins og unglingarnir sem fá spangir,dóttur minni þótti þetta geggjað flott,en ekki Gauju minni og ekkert furðulegt við það !! 

núna er ég að spá í að ganga frá þvottinum og koma mér í bólið... góða nótt Heart  kv. þrifgellan Dóra.


Er ég óheppin eða hvað ????

Já ég meina það.. sko alltaf þegar að ég kaupi mér eitthvað tæki sem þarf að setja saman og prófa og eitthvað þvílikt vesen við,þá þarf ég undantekningarlaust að skila því vegna galla,alveg gjörsamlega óþolandi Devil og núna keypti ég mér þetta fína æfingartæki eins og þið bloggvinir mínir vita,nei nei ég slapp nú ekki við það frekar en fyrri daginn... var búin að láta Hallgrím bogra við að setja þetta allt saman í marga klukkutíma og ég var náttla ægilega hamingjusöm með þetta þegar að allt var nú komið og var  bara að prófa mig áfram við tölvuheilann og skoða prógrömminn á tækinu og byrja nú aðeins á prógrammi nr. eitt   plasss.. ansk... þá fer reimin af og við þurftum nú að opna tækið til að komast að reiminni sem var ekkert smá mál.. trúið mér !!! hálftími eða meira í það og tækinu lokað og Dóra byrjar að brosa út af eyrum og hugsaði með mér... ég kannski slepp núna í þetta sinn við að þurfa að skipta og sona vesen.... jibbííí.. og Dóra fer aftur á hjólið og aftur þetta helv.. plasss... ónei !!! ég trúði þessu ekki og ég hringdi nú í vörutorgið og spurði þá út í blessaða tækið... og svarið sem ég fékk var að þetta á bara ekki að gerast og þeir hafa kannski verið að fá 100 hvert tæki aftur til baka... nohh.. hugsaði ég með mér AUÐVITAÐ ÞURFTI ÉG AÐ LENDA Á ÞVÍ !!!!  og tækið aftur suður og annað tæki kemur í kvöld og margir klukkutímarnir fara í það að setja tækið saman,ég vona að það gangi eins og það á að ganga,ef ekki þá lít ég á það sem köllun mína að vera bara áfram feit Crying  eða hvað ?? nei, maður má alls ekki gefast upp þó á móti blási,það er nú bara gangur lífsins annars væri ég bara alls ekki stödd hér við tölvuna og skrifa um óheppni mína í hnotskurn,það er nú bara þannig.

Ætli ég eigi ekki eftir  að mæta einum ísbirninum í þokkabót,bankar upp á hjá mér einn góðan veðurdag og býður mér góðan daginn,það verður það næsta Tounge sjaldan er ein báran stök...  ég er alveg viss um að það eru fleyri ísbirnir hér einhvernstaðar í nágrenninu,þeir eru örugglega að spá í það hvar ég eigi heima hehehe...    ég er svooo bjartsýn kona þessa dagana að það hálfa væri það nóg Wink  þið eruð örugglega búin að heyra fréttirnar af ísbirninum sem fannst hér upp á þverárfjalli og var drepinn. greyið.. en svona er þetta bara.. engir sénsar teknir og  sem betur fer Woundering  en allavega þá er tækið komið í hús og best að hefjast handa... hafið það gott og takk fyrir frábær comment....kv. sú óheppna Heart


Aukakílóin offff.....

Já núna er blákaldur veruleikinn tekinn við og núna verður tekið á því enn betur,mér hefur tekist að halda mataræðinu svona nokkuð góðu en alltaf má gera betur,en núna er komið að þeim partinum að svitna og púla og er ég komin með tækin til þess.  Ég keypti mér bumbubanann frá vörutorginu sem er algjör snilld,því að ég fékk grindargliðnun á síðustu meðgöngu og það er ennþá að hrjá mig og þetta tæki hjálpar mér að halda hryggnum beinum á meðan að ég geri magaæfingar og tek hliðarnar... algjör snilld Tounge svoooo fékk ég mér líka cross trainerinn ( stig-vélin) sem hjálpar mér að grennast og stikjast á sama tíma,ég talaði við gaur (þann sem afgeiddi mig) sem er einkaþjálfari og bauðst til að hjálpa mér með þetta í gegnum símann og að gefa mér spark inn á milli.... verulega góð þjónusta og hann er búin að segja mér hvað ég á að gera næstu 4-8 vikurnar,bara æðislegur !!!   ég á að byrja á því að borða bara ávexti í 2 daga og ekkert annað,hann segir það mjög hollt og gott fyrir okkur að gera þetta annað slagið,eins mikið af ávöxtum eins og við viljum á hvaða tíma sem er,bara ef það heitir ávöxtur, og á morgun byrja ég með ávextina en trainerinn er komin í hús en ég þarf hjálp við að setja þetta saman... milljón skrúfur og þvílíkt vesen.. ekki fyrir þann sem enga þolinmæði hefur hehehe.....        Á Sauðárkróki er þessi fína líkamsræktarstöð en enginn barnapössun þar,sem margir hér hafa kvartað yfir en enginn beyting þar á,  þá verður maður bara að eiga þetta til heima hjá sér og ekkert mehe með það, og ekki bíða með það að hlutirnir gerist af sjálfum sér eða bíða þar til börnin eru orðin nógu stór til að geta verið heima,því þá versnar þetta bara og versnar,það er alveg öruggt mér er alvara og mér liggur á og hana nú.. !!!!!     eruð þið mem ???? ég hef verið löt við að setja inn hollar uppskriftir en það lagast og ég kem fljótlega með meira.. LOFA !!!!!   

Enívei þá er ég búin að ná mér eftir þetta brjálaða stuð þarna fyrir vestan og ég fékk póstkort frá nefndinni í dag sem að mínu mati er hreinasta snilld,mynd af okkur öllum saman og með þakkir og kveðju frá nefndinni,þið eruð alveg ótrúlega flottir á því strákar og takk kærlega fyrir sömuleiðis !!!  og ég er búin að setja inn myndir frá helginni frábæru í albúmið,gerið svo vel að kíkja og sjá hvað við skemmtum okkur vel,en mig vantar svooo myndir frá því þegar að við vorum í kirkjugarðinum og þegar að við vorum í fjörunni á Holti í Önundarfirði í sandkastalakeppninni eða á maður að segja snjókastalakeppninni hahahaha......  haaaa  Bjarni ????   vill einhver senda mér einhverjar myndir frá þessu ?? netfangið mitt er: fylling@simnet.is   takk takk einhver !!!!   ég nefnilega gleymdi myndavélinni minni hjá mömmu  Devil    takk fyrir commentin allir !! það er alltaf gaman að fá skemmtileg comment frá vinum sínum og að sjá hverjir eru að lesa bloggið mitt Cool jæja hef þetta ekki lengra í bili,kem fljótlega með hollar uppskriftir en á morgun byrja ég á ávöxtunum í 2 daga,gangi mér vel !!!!  kv. Dóran.


Frábær helgi !!!!!

Kominn heim eftir æðislega helgi í alla staði,náði að kúppla mig útúr mömmuhlutverkinu og "konan" hlutverkinu eina helgi og hafði ekki mikinn tíma til að hugsa til barna og karls vegna anna hjá árgangi "72 alla helgina. Við Guðrún Ásta ( sú elsta ) ferðuðumst saman vestur og við skemmtum okkur mjög vel saman tvær :) á leiðinni,en við tók kaffisopi með mömmu, fataskipti og bjór....  þetta var mjög vel skipulögð helgi hjá nefndinni þeim Kristó,Kristmanni og Bjarna... OG TAKK FYRIR ÞAÐ STRÁKAR !!!!!   ÞIÐ ERUÐ AGJÖRIR GULLMOLAR :):):)   og Ísafjörður minn fallegi tók vel á móti okkur og var logn alla helgina og spegilsléttur pollurinn,það gerist bara ekki betra......  Það sem mér þótti best við þetta allt var að nefndin skipti okkur skemmtilega upp í hópa og vorum við í keppni alla helgina,byrjuðum að vísu á því að fara með rósir á leiðið hennar Álfhildar skólasystur okkar sem lést þann 8 mars 2008 og var það mjög falleg athöfn hjá okkur og sérstök... að mínu mati,blessuð sé minning hennar. Heart

Við gerðum marga skemmtilega hluti t.d. fórum við í sandkastalakeppni á Holti sem var bara gaman og langt síðan að maður gerði þetta hehehe....  súpa í tjöruhúsinu og djamm í Edenborgarhúsinu,hef reyndar aldrei komið þangað inn áður en mjög skemmtilegur staður Grin í hádeginu á laugardeginum fórum við heim til Þóru okkar Karls í brunch mjög gaman að hitta hana og slapp ég við að fá S eða  F í kladdann hehe... aldrei slíku vant,því að ég mætti reglulega of seint í skólann,en ég hef víst eitthvað vaxið upp úr því Tounge úps..... TAKK FYRIR OKKUR ÞÓRA MÍN !!!  eftir það var haldið af stað í radleik sem vara með eindæmum skemmtilegt,hlaup og húkkka bíla,ótrúlegt hvað fólk var duglegt að hjálpa til og ekkert mál og alveg tilbúið að leggja skirteinið í hættu fyrir okkur hahaha.....  ég held barasta að ég hafi misst alveg næstum tvö kíló eftir þessa helgi Grin um kvöldið var mætt í Edenborgarhúsið og fengum við þar 3 rétta máltíð og myndasyrpa höfð af okkur frá um 20 árum síðan og myndir af helginni,ekkert smá flott.... svo var besti hópurinn valinn og verðlaunaður og auðvitað.. UNNUM VIÐ APPELSÍNUGULI HÓPURINN !!!! HÚRRRRRAAA.....  þó að það hafi nú ekki verið hægt að velja það sérstaklega því að allir lögði sig fram við að gera þetta allt vel og okkur öllum tókst það en við eiginlega sleiktum okkur upp við nefndina með því að gefa þeim rósir og bjór í restina og það gerði útslagið hehehehe.....  OG TAKK FYRIR HELGINA ÖLLSÖMUL !!!!! 

En ég verð samt að viðurkenna það að ég var samt  hálf  smeik við það að hitta árganginn minn og ég fór örlítið til baka þegar að ég sá alla fyrst á torginu,ég datt óvart í þá gömlu Dóru Maggý bara rétt í byrjun og ég ætlaði ekki að þora að tala við þá sem ég þekkti eiginlega ekki neitt á mínum skólaárum,en ég reif mig svo upp úr því fljótlega því  ég hugsaði að við erum núna fullorðið fólk og ef ég ætla einhverntímann að taka af skarið og klára þetta dæmi við sjálfa mig þá skildi ég bara hætta þessu og hafa bara gaman og kynnast bara árgangnum núna eða sleppa því þá bara alveg,og ég sé ekki eftir því og ég er bara alveg sátt núna loksins að fullu 36 ára gömul,enda núna þykir mér bara mjög vænt um þennan hóp og hlakka til að hitta þau aftur eftir 5 ár,en ég væri nú alveg til í það að  ef áhugi er fyrir  því að halda svona einstöku sinnum smá hitting bara í Reykjavík bara svona upp á það  að missa ekki alveg svona tengslin við hópinn eftir svona frábæra helgi,hvernig líst ykkur á það ????  bara uppástunga..... Grin Tounge  enívei,þá er ég bara alsæl eftir helgina keyrði heim með bros á vör og hálf raddlaus eftir NÍNUSÖNG !!!!  HEHEHEHE.....    gerist bara ekki betra,en hafið það reglulega gott og TAKK FYRIR FRÁBÆRA HELGI ÁRGANGUR 1972 !!!!!   gaman væri nú að fá comment frá ykkur sem lesið bloggið.. og ég veit af ykkur !!!!  kv. raddlausa Dóra. HeartInga,Dagrún og ég :)  við vorum ekki búnar að hittast í mörg ár,og við skemmtun okkur mjög vel,gaman að hitta ykkur :)

Bjarni ræðukóngur !! Besti fulli og alvarlegi ræðumaður sem ég hef hitt,þú ert laaaangflottastur,gaman að sjá þig aftur :)

Nefndin 2008. Nefndin okkar frábæra : Bjarni,Kristmann og Kristó,það verður erfitt að toppa ykkur,takk fyrir vel unnið starf og gaman að sjá ykkur :)

Árgangur 1972. Hér erum við hópurinn saman kominn og var haft orð á því hvað við værum samrýmd og miklir vinir :) hlakka til að hitta ykkur aftur !!!

Þóra Karls. Hér er einn besti kennari sem völ er á,takk fyrir frábærar móttökur Þóra okkar :) æðilega gaman að hitta þig,sjáumst eftir 5 ár !!!!

grettukeppni. vinkonur mínar, Gunna og Berglind til margra ára og var komin tími til að djamma saman,en þær tóku þátt í grettukeppninni minni hehehe.... takk fyrir það og heyrumst við áfram eins og alltaf !!! knússs..

Gústi og Saga Líf. Þessi hópur á líka fullt af börnum, Gústi með sína dóttur,gaman að sjá börnin líka :) og takk fyrir frábærar myndir og skemmtilega samvinnu !!!


Allt að gerast !!!!

Jæja þá er vesturferðin á nemendmótið að skella á og fðringurinn kominn á fullt og ég er búin að fara suður og kaupa mér föt enda langt síðan að ég gerði það,við Berglind fórum í zik zak og verslaði ég feitt þar og komin á hausinn hehehehe..... og kemst ekki á mótið... hehe... NOT !!!    en ferðin suður var nú kannski ekki beint skemmtiferð,þurfti aðeins að koma Guðrúnu minni á bugl og gisti hún þar um helgina,þetta þunglyndi hjá unglingum er víst frekar algengt nú á dögum,enda ekki skrítið,það er svo margt opið fyrir þau í dag en það var fyrir um 20 árum síðan og erfiðara að vera uppalandinn í dag en þá,ég man allavega ekki eftir þunglyndi á mínum unglingsárum en þau eru það svo mörg í dag,mér leyfist að segja sc. annar hver unglingur,þau eru bara ekki að höndla allann þennan hraða og allt þetta sem er í boði,allir verða að eiga tölvu,flott föt,síma og fl.  annars ertu bara ekki með og mér finnst líka ekki margir  taka þátt í útivistarreglunum,ég hef reynt að fylgja þeim eftir en það er mjög erfitt þegar að hinir vinirnir mega vera lengur,en ég hef samt haldið þeim,sem gerir það að verkum að ég er semsagt sú "vonda"  en svona er þetta nú bara....

en hvað um það þá er ég að pakka og klára að þvo,svo að ég verði nú ekki fatalaus þarna fyrir vestan,það borgar sig nú ekki,og við Berglind,Kristján og strákarnir verðum í samfloti vestur á föstudaginn og við verðum að vera komin c.a. 4,þannig að ég geti nú fengið mér kaffi með mömmu og farið í ríkið og haft mig til fyrir kvöldið,þvílíkur spenningur í gangi,búin að gera handa mér 2 diska af minni tónlist sem ég get svo hlustað á eins hátt og ég vil og sungið með hástöfum,já það verður ekki leiðinlegt í mínum bíl á leiðinni hehehe.....    en núna verð ég að klára þvottinn og svo fer ég í litun og plokkun í fyrramálið,þÁ ER MAÐUR KLÁR Í SLAGINN !!  kem svo með fréttir af mótinu eftir helgi og kannski einhverjar myndir Tounge  góða helgi,kv. Dóra vesturfari Heart


Nemendamót !!

Senn líður að nemendamótinu og ég er farinn að hlakka mikið til,ég ætla alein vestur en það verður örugglega mjög skrítið og erfitt þar sem ég hef ekki farið neitt án barnanna síðan að Berglind og Kristján giftu sig og það eru að verða kominn 4 ár síðan,en þá fór ég bara frá í einn sólarhring,en núna fer ég eina helgi.... veit ekki hvernig ég fer að þessu,kann ekki að vera án barnanna ég verð örugglega alltaf hringjandi og nýt mín ekkert Wink jújú..þetta er líka nauðsynlegt að gera bæði fyrir mig og börnin,kem bara til þeirra með endurhlaðin batterý og miklu betri í skapinu og æðisleg mamma í alla staði hehehe....  og allir græða !! er það ekki ??  en Þóra karls ætlar að taka á móti árgangnum í hádeginu á laugardeginum,mjög rausnarlega boðið og hlakka mikið til að hitta hana Þóru mína,þetta verður heljarmikil skemmtun hjá okkur og öll helgin er gjörsamlega fullbókuð......... GEGGJAÐ !!!!

Ég fór í klippingu og strípur í dag og lille manninn minn ætlaði bara ekki að þekkja mömmu sína,ég lét nefnilega klippa mig nánast stutt og ég er alveg hæstánægð með þetta,þvílíkur léttir að losna við allt þetta hár sem var að gera mig geðveika og ég meina það,ætla aldrei aftur að safna hári... ALDREI ALDREI !!!!    svo fór ég í ljós á eftir..... bara æðislegt og afslappandi.....

En ég verð að segja ykkur.... þetta er svo fyndið,ég er nefnilega með frípakkann frá skjánum sem er ekki frásögu færandi nema hvað.....  jú einn morguninn ætlaði ég að horfa á One three Hill á skjáheiminum,og ég kemst ekki inn og ég er búin að taka kortið út og inn aftur nokkrum sinnum,slökkva  í 30 sec. og athuga með allar tengingarnar aftur og aftur en ekkert gekk,nú ég hringi þá í þjónustuna hjá símanum.. og símsvarinn segir - þú ert númer 5 í röðinni og ég bíð og bíð,svo kemur þú ert númer 4 í röðinnni og ég hugsa,á ég að nenna að bíða þetta og svo er komið að þú ert númer 2 í röðinni og ég skoða betur það sem stendur um myndlykilinn á skjánum og leiðbeiningarnar og ég fer yfir þetta og jú ég er búin að gera þetta og þetta og þetta og var orðin svoooo pirruð að ég ætlaði að hætta hjá símanum og fara bara í hive því þetta helv... drasl væri bara ekkert að virka.. Devil .. og svo heyrist þú ert númer 1 í röðinni,þá les ég.. tékkið á adsl tengingunni og ég lít á tölvuna mína og´sé að ég´er ekki búin að kveikja á henni og kveiki svo á perunni þegar að ég heyri... já þjónustuverið góðann daginn og ég segi  shit.. og skelli á,nei nei þá fattaði ég það að það er slökkt á helv.. rádernum hehehe.... þvílíkur asni,búin að æsa mig og rugla með þetta allt í ca klukkutíma.. allt til einskis...  hvað maður etur gjörsamlega lokað,en ungligurinn var farinn að vera í tölvunni langt fram á nætur að ég var farin að slökkva alltaf á rádernum og bara gleymdi því auðvitað svona get ég verið seinheppinn ,en ég farin að sofa.. góða nótt....Heart kv. Dóran


ýmislegt brallað :)

Jú jú þó að það sé nokkuð að gera bara hér heima,þá fór maður auðvitað með börnin á sýningar hjá Guðrúnu Ástu og Gunnari og tók því Örnu mína með og höfðum við gaman af því,bæði leikritin voru mjög skemmtileg,Guðrún lék í Skilaboðaskjóðunni og þar lék hún úlfinn og fór hún alveg á kostum og mætti þar mikilli lukku á meðal áhorfenda,og sumir segja að hún sé Helga Braga 2,sel það ekki dýrara en ég keypti það Grin og hennar starfssvið í lífinu að mínu mati og annarra er að hún ætti að nýta sér þennan hæfileika og fara í leiklistina,þar á hún heima.... en Gunnar lék Jón í leikritinu Sámur blundar,það var líka mjög skemmtilegt og við skemmtum okkur alveg konunglega,hann er nú samt ekki nema 8 ára og ekki fullséð hvernig þetta verður með hann uppi á sviðinu,of snemmt að spá um það,en bæði leikritin voru frábær og við Arna vorum hæstánægðar með þetta allt saman LoL 

En nú líður að ferðalaginu ( 13 maí ) hennar Guðúnar með skólanum til Danmörk og verður hún þar í 5 daga,ég verð að viðurkenna það að mig kvíður svolítið fyrir því að senda hana svona án mín út fyrir landssteinanna, þó að ég treysti alveg þeim kennurum sem með hópinn fara,en ég verð nú bara að krossa putta og vona það besta Tounge ég vona bara að hún verði til sóma og skemmti sér bara vel,þetta er semsagt 10 ára afmælisferð og er víst gert meira í þessari ferð en í öðrum ferðum... gaman gaman....  

Ég hef ekki farið aftur á viktina og ætla ekki að fara nema einu sinni í viku og mér þykir það bara alveg nóg,annars verður maður bara þreyttur á þessu og þið vitið.. þetta á nottla bara að gerast allt í hvelli FootinMouth hehehe... eða þannig viljum við hafa það....  

ég fór í dótabúð um daginn,sem ég geri nú kannski stundum en það var búð að hætta hér og fór ég á rímingasöluna og keypti einhver dót handa ungunum á ógisslega góðu verði hehehe.... en ég var alveg að verða brjáluð yfir því að ná helv... dótinu úr dótakössunum,sko maður þarf að hafa skrúfjárn og vera lipur í höndunum og til að nenna að ná dótinu úr kössunum,þetta pirrar mig ekkert smá... maður á semsagt ekki að geta stolið dótinu úr kössunum.. það er sko alveg á heynu...Devil

en allavega þá er ég bara langtkomin fram yfir minn háttatíma og er orðin frekar sibbinn.. látið ykkur líða vel og stórt knússss.. kv. Dóran HeartGunnar minn með afróflétturnar sínar :)   Gunnar minn kominn með afróflétturnar sínar...ekkert smá flottur Grinapríl 2008 032


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband