Flutt í heiðardalinn !!!!

Jæjs loksins loksins ! þá erum við flutt og mikill erill og gauragangur.... segi ekki meira,en það er sko mikið puð að flytja 6 manna fjölskyldu á milli staða... úfff.... ég er búin að vera í svitabaði við þetta allt og geggjað veður í þokkabót.... ekki beint óskaveðrið við fluttninga,allann tímann á meðan að ég var að pakka fyrir norðan og allann tímann á meðan að ég var að taka upp úr kössum Cool En allt gekk þetta nú vel og núna er ég loksins farin að finna fyrir því að ég eigi aftur heimili hehehe...  og þetta er bara orðið verulega kósý hjá okkur og við höfum fengið alveg frábærar móttökur hér fyrir vestan og geggjað veður upp á hvern einasta dag og við börnin erum búin að vera dugleg að nýta okkur það Happy förum í hjólatúra,í sund,í labbitúra,á róló og fleyra og fleyra......   bara æðislegt. en við Arna förum í okkar fyrstu heimsókn á leikskólann hennar á föstudaginn og henni hlakkar mikið til, þá byrjar hún líklegast í aðlögun á mánadaginn,en ég á eftir að fá pláss fyrir hann Adrían minn og vonast ég til að það skýrist fljótlega svo að ég geti byrjað að vinna,en ég fór í atvinnuviðtal hjá símaverinu og gekk það bara vel og það eru góðar líkur á því að ég geti fengið þá vinnu en það er ekki alveg staðfest en ég fæ að vita það fljótlega.. vona ég Tounge 

Adrían minn varð eins árs þann 5 Ágúst og ég óska honum innilega til hamingju með afmælið Wizard litli minn !!!

vá...  hvað tíminn er fljótur að líða,hann er farinn að hlaupa um allt og á morgun verður hann kominn með vinnu hehehe...  eða það liggur við !!! 

En svona ykkur að segja þá líður mér alveg rosalaga vel hérna og hlakka til að byrja að vinna aftur og að byrja í skólanum,þó að ég byrji nú ekki á fullu strax,en það kemur bara og gott að venjast skólanum aftur og að læra það að vera í skóla eftir 20 ára frí.

Eg vil endilega þakka öllum þeim sem hjálpuð okkur með fluttningana,við fengum mjög góða hjálp fyrir norðan og hér fyrir vestan... takk takk kæru vinir !!!

Illa gekk nú að tengja heimasímann og netið,en það kom bara í gær og ég var orðin verulega pirruð á þessu öllu og mér finnst þetta mjög slök þjónusta hjá símanum,verð að segja það og ég mun reyna að fá einn mánuð frían í staðinn.. finnst ykkur það ekki rétt ???  en nú er komin háttatím hjá mér og ég blogga fljótlega aftur,kv.´Daladrottninginn Hearteins árs töffari !!!  fallega peysan sem Maríanna prjónaði... takk kærlega fyrir :)

flottur !! Adrían ánægður með hjólið sem við gáfum honum í afmælisgjöf :)

Arna pæja :) Arna tilbúin í hjálatúr :) í góða veðrinu !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með nýja heimilið ykkar í dalnum.

Kv.

Þórdís

Þórdís Einarsdóttir, 14.8.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Adrían flottur í peysunni frá Mariönnu

Kristín Guðbjörg Snæland, 14.8.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Linda litla

Vertu velkominn á staðinn og vonandi eigið þið eftir að hafa það gott á Hnífsdal.

Á myndinni af Adrían á hjólinu sínu nýja, þar er hann alveg ofsalega líkur pabba sínum. Ég get eiginlega ímyndað mér að Halgrímur hafi verið svona þegar hann var lítill.

Bestu kveðjur til ykkar.

Linda litla, 14.8.2008 kl. 12:03

4 identicon

Sakna þín mikið.

Gaman var nú að heyra í þér áðan. Hlakka til i september að kíkja á nýja heimilið þitt.

Kveðja!Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær 2.ára í dag

Þorgerður 14.8.2008 kl. 13:30

5 identicon

Til lukku með nýja heimilið og til hamingju með drenginn,þetta er aldeilis fljótt að líða.

Kv Hafrún 

Hafrún 14.8.2008 kl. 21:49

6 identicon

Til hamingju með nýja heimilið, það að vera flutt aftur vestur og litla prinsinn þinn...kveðja úr Mosó..Systa

Systa 16.8.2008 kl. 13:35

7 identicon

Kærar kveðjur vestur til ykkar!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 20.8.2008 kl. 09:39

8 identicon

Til hamingju að vera komin á vestfirðina Dóra mín.

Imba 20.8.2008 kl. 13:44

9 identicon

Til hamingju að vera komin aftur vestur (það hefur verið svona gaman a hittningnum að min hefur bara fengið heimþrá:) )og flott hjá þér að byrja aftur i skóla

LindaJ 25.8.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband