Orðin svo löt við að blogga !!

Þetta er nú ekki að ganga hjá mér með elskulega bloggið mitt,maður er bara á fullu allann daginn,svo þegar að börnin sofa á kvöldin,skelli ég mér á facebook og gleymi mér þar :(  ekki gott mál,því að ég var alltaf svo dugleg að blogga en ég verð nú að bæta úr því hið snarasta.

Ég er semsagt í skrifstofuskólanum á daginn,sem ég er búin að vera í síðan 23 mars og verður til 5 júní,Guðrún mín er að passa fyrir mig :)  mjög dugleg,því án hennar gæti ég þetta ekki....  en það er svooo gaman í skólanum og núna langar mig svo í skrifstofubrautina í fjölbrautarskólanum sem eru tveggja ára nám,og þetta sem ég er að gera núna er metið sem sagt þar upp í :)  ohhhh.. mig langar svo mikið,en ég kemst það ekki ef skólinn er ekki námslánahæfur,ég er að kanna það og ef svo er þá ætla ég að byrja á því strax í haust :)  krossum fingur !!!

En ég er sem sagt alveg á haus alla daga,eftir skóla er barasta allt eftir,börnin,taka til,þvottur,versla,elda,ganga frá,baða, læra og svo framvegis..... úfff... ekkert smá,en skólinn er nú bráðum búin og allir geta andað léttar,þó að ég eigi eftir að sakna skólans mjög mikið !!   svo er maður að reyna að vera í ræktinni líka og taka sig í gegn,sem gengur nú ekkert sérlega vel þessa dagana en ég ætla samt ekki að gefast upp....  og tek betur á því í sumar en ég að taka mataræðið í gegn og fer reglulega í mælingu og viktun til Ástu minnar :)  og núna er ég hætt að borða nammi og alla óhollustu þar til 17 júní :) ég get,ætla og skal !!!  

en jæja það er komið nóg af blaðri í bili og skóli á morgun :) hafið það gott elskurnar,kv: Dóran HeartApríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 003

Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 011

Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 014

Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 017

Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 021

Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 066

Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030

Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071


6 mars 2009 :)

í  dag á hann pabbi minn afmæli !!!

INNINLEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU BESTI PABBI MINN :)  ÉG VONA AÐ DAGURINN HAFI VERIÐ SKEMMTILEGUR OG AÐ ÞÚ HAFIR FENGIÐ DEKUR Í TILEFNI DAGSINS :) LOVE YOU !!!!Wizard Heart   KÆR KVEÐJA FRÁ OKKUR HÉR........   


Verð að blogga meira :)

Jú þetta er komið gott af bloggleti,enda er pabbi farin að kvarta yfir þessu því núna þarf hann að hringja svo oft frá Noregi til að fá fréttir af okkur hér hehehe.....  djók !!! :)

En eins og allir vita orðið þá erum við flutt á Krókinn aftur í húsið okkar,mikið var gott að koma heim,en við áttum alveg ágætis tíma fyrir vestan og við sjáum ekki eftir neinu :) 

En hér á Króknum ríkir atvinnuleysi eins og annarsstaðar og er ég því atvinnulaus og krakkarnir ekki komnir á leikskóla,enda eru 50 börn á biðlista og nýr leikskóli væntanlegur árið 2010,en Arna byrjar í kór fljólega og hlakkar hana mikið til þess,hún er svo lagvís og er fljót að læra alla texta og ekki hægt annað en að prófa þetta :) og gott að hafa eithvað fyrir stafni.. er það ekki ???  :)

En hvað mig varðar þá er ég komin á fullt í ræktina búin að kaupa mér  mánaðar kort og fer stundum 2var á dag.. geri aðrir betur hehehe.......   ég ætla að verða grönn aftur hvað sem það kostar !!!!!!

En öskudagurinn er nýbúinn og fór ég með börnin uppklædd og sungum hástöfum og söfnuðum nammi í poka.....  og fórum við Kristín saman með hópinn og vorum ca 2 tíma að og höfðum ekki mnna gamna af en börnin,en mikið helv... vorum við þreyttar eftir þetta allt.   Gunnar lék ninja,Arna lék prinsessu og Adrían spiderman,það er mynd af þeim á feykir .is  það vantar að vísu Gunnar á þá mynd því að hann var með Ísak vini sínum að maska og þeir stungu okkur af....

Svo var hringt í okkur frá tal og við ákváðum að skipta frá símanum í tal og prófa þetta ódýra dæmi og sjá til hvernig þða virkar,það er þá hægt að skipta aftur yfir í símann ef okkur líkar þetta ekki,þannig að netfangið mitt eftir ca viku verður þá    fylling@talnet.is    hva... það er nú einu sinni kreppa og ég er á fullu við það að reyna að vera hagsýn húsmóðir hehehe....  en núna er Guðrún og Berta vinkona hennar búnar að poppa á gamla mátann og ætla ég að horfa á mynd með þeim.. hafið það gott :) kv. Dóra skvís !!!

 


Ca. 10 mín. í jólin !!!!

Jú það má segja að jólin komi eftir 10 mín því að tíminn gjörsamlega flýgur áfram,allir að stússast í jólaundirbúningnum og gleymir að njóta tímans fram að jólum..... jól eftir jól segi ég alltaf...  ég ætla sko að vera snemma í því næstu jól,en ekkert gerist fyrr en á síðustu stundu hehehe...... alveg ótrúlegt !!!!  ég á ennþá eftir nokkrar gjafir sem ég sé mér ekki fært um að klára fyrr en á þollák :) en svona er þetta bara,þessi jólin er maður að reyna að finna ódýrt en samt ekki drasl... hummm.... sem er frekar erfitt þessa dagana í kreppunni Tounge þar sem allt hækkar liggur við daglega,ég á líka eftir að kaupa jólamatinn og ég á líka eftir að ákveða forréttinn,ég hlýt að finna út úr því á morgun Grin  en af okkur hér er bara allt gott að frétta og allir að komast í almennilegt jólastuð.

Adrían fór á fyrstu litlu jólin sín í dag og var hann frekar  hræddur við jólaveinanna og vantaði mömmu sína til að passa sig,en góðu konurnar á bakkaskjóli gerðu það bara í staðinn fyrir mig og gerðu það vel..... takk takk....  

Arna fór á litlu jólin á sólborg og var hún alveg hæstánægð með jólasveinanna og mandarínuna sem hann færði henni,en hún mamma hennar (ég) sá ekki upplýsingartöfluna vegna flýti á hinn leikskólann til að sækja Adrían minn,því að ég hef bara korter til að sækja börnin tvö á báða staðina og ég semsagt  sá ekki auglýsinguna og setti því Örnu bara í gallabuxur og peysu á litlu jólin æjæj... frekar mikið klúður Blush 

En svona eru nú þessi jólin hjá mér,lítið skreytt,minni gjafir,engin jólakort en mikil jólagleði og ég ætla ekki að detta í þunglyndi út af þessri blessaðari kreppu og njóta þess að vera með fjölskyldu minni og vera glöð og hamingjusöm og hafa mjög gaman með börnunum,taka svo þátt í lottóinu og vinna fullt af peningum hehehehe........  jæja þetta er komið nóg í bili og ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og njótið þeirra  !!!!!

litli töffarinn !!! bara flottastur :)

prinsessan mín :) fallega prinsessan mín :)

fótboltaprinsinn minn :) flottur fótboltastrákur :)

systkinahópurinn :) fallegur hópur :)

Unglingurinn :) fallega stóra prinsessan mín :)


Allt eða ekkert :)

Jæja... er ekki komin tími á smá blogg ????    já annað hvort er ekkert að gera hjá manni eða barasta allt,eins og lífið er búið að vera hjá mér síðustu vikur,ég er byrjuð að vinna í gamla bakaríinu frá 8-4 á daginn,vöknuð kl hálf sjö á morgnanna og kem okkur öllum á áfangastað,í hádeginu fer ég í ræktina og er þar í klukkutíma og korter á hverjum degi.. ógisslega dugleg :)  keypti mér 3 mánaða kort í studíó Dan og mun ég kaupa mér annað slíkt 8 jan "09  ég er svo innilega komin í gírinn og ég er komin í GALLABUXUR AFTUR !! jessssss......    þannig að allt er byrjað að gerast hjá mér,og svona eru dagarnir í ræktinni ----  1- hita upp,tek efri hlutann og 100 magaæfingar.2- brennsla í 45 -50 mín og 100 magaæfingar,3 hita upp,tek neðri hlutann og 100 magaæfingar og svo kolli af kolli.....  ég er svoooo  stolt af mér og ég er líka farin að finna fyrir árangri eftir rétt rúman mánuð..hlakka svo til að geta klætt mig eins og manneskja og að komast aftur í leðurjakkana mína og kaupa mér smart föt og losna við helv.. undirhökuna.. hehehehehe......  já svo sæki ég krakkana klukkan rúmlega 4 og kem heim eða fer að versla, leika aðeins með þeim og spjalla um daginn,þvotturinn, fer svo að huga að mat og elda,baða Örnu og Adrían,Guðrún gengur frá á meðan :) haha....  svæfa Adrían,koma Örnu í rúmið,láta Gunnar læra,þá er klukkan yfirleitt orðin tíu um kvöldið,þá langar manni að eiga einhvern tíma fyrri sjálfan sig og þá skelli mér í tölvuna og ætla að blogga en þá dett ég á facebook og allt í einu er kl. á milli tólf og eitt hehehe.. orðin alveg húkt á facebook og er búin að taka öll völd frá bloggi,en ég verð bara að reyna ð koma með smá blogg inn á milli :)  en facebook er bara æði og maður er búin að finna marga gamla vini og skólafélaga sem maður hefur ekki heyrt í í ca. 20 ár.  og  það er svoo gaman,en svona er lífið hjá mér í dag og stundum fer ég  að vinna á kvöldin í símaverinu,auka tekjurnar hehehe.... og Guðrún mín sér þá um börnin og heimilið á meðan og stendur sig eins og hetja...  takk Guðrún mín....

Þrátt fyrir kreppuna þá líður mér og börnunum mjög vel og öllum gengur mjög vel,eins og ég hef sagt þá ætla ég að halda áfram að vera bjartsýn og njóta lífsins með þeim sem mér þykir vænt um. Ég ætla ekki að leggjast í þunglyndi út af kreppunni og ég hugsa alltaf sem svo.. að öll erum við heilbrygð og það er ekki nein farsótt á ferðinni,þetta eru  bara peningar,þó svo að við getur auðvitað ekki verið án þeirra,en við þurfum ekki að eyða eins við höfum gert síðustu misseri,kaupa bara það nauðsynlegasta og njóta lífsins með þeim sem standa manni næst og gera eitthvað skemmtilegt með þeim og labba kannski bara meira úti með börnin,það kostar ekki neitt,og allir eru glaðir og þreyttir á eftir.. tilgangnum náð.. ekki satt ??  við verðum að vera bjartsýn barnanna okkar vegna...... og hana nú... úffff....

En Guðrún og Gunnar áttu afmæli 1 og 2 nóvember... innilega til hamingju með afmælin elsku dúllurnar mínar !!!! 16 og 9 ára gömul orðin..... váá..

Ég skrapp suður í brúðkaup 6 september hjá Elísabet og Ingimundi,æðislegt brúðkaup í alla staði og þau voru svoo falleg og veislan var haldin á Grand hótel og æðislegur matur !! takk fyrri mig elskurnar.....

Núna sit ég reyndar heima með uppúr og niðurúr en er að jafna mig og ætla að fara í vinnuna á morgun... en hafið það gott og farið vel með ykkur í kreppunni,kv. Dóran Heartseptember og oktober 08 020 litli krullinn minn... fallegur :O)  

 september og oktober 08 055  ´þrír fallegir og fjörugir demantar :o)

september og oktober 08 101 Ég og Elísabet daginn fyrir brúðkaupið.....  laaangflottastar :)


Fríið búið og skólar byrja !!!

Já,við skoðuðum skólann í síðustu viku og hittum nýja kennarann hans Gunnars,og hún heitir Kristín Oddsdóttir og honum líkar hún vel og hlakkar til að byrja í nýja skólanum og að eignasr nýja vini,það er komin ný vibygging við skólann og er þetta fyrsti veturinn sem sú álma er tekinn í notkun,Gunnari til mikillar gleði og tilhlökkunnar,flottur skóli og flottar stofur sem hann á eftir að vinna í hehehhe.. geggjað !!!  Í dag var svo skólasetning og skólinn byrjar klukkan 8:00 í  fyrramálið og Gunnar ætlar að fara með strætó með Guðrúnu systur sinni og með engann miða honum til mikillar gleði,því að það er frítt í strætó hér,bara frábært !!! Tounge 

Arna byrjaði í leikskólanum Sólborg þann 15 Ágúst,hún var svo tilbúin í þetta að ég hefði getað skilið han eftir strax á fysta degi,það er eins og að hún hafi alltaf verið þarna hehehe.... en hún tók samt út sinn aðlögunartíma og hún er bara mjög ánægð með nýja leikskólann sinn,æðislegt bara !!! Tounge

Gurún er komin í menntaskólann á ísafirði og ég held barasta að henni líki þetta bara aðeins betur eftir fyrsta daginn sinn í dag,hún var bara alls ekki sátt við þennan skóla vegna þess að það er ekki boðið upp á leiklistarnám hér,sem að mínu mati er frekar lélegt miða við hvað þessi skóli er stór,e nhún vedrður bara að einbeita sér að einu í einu og gera þetta þá bara vel og skoða bara einhvern annann skóla næsta vetur ef hún stendur sig vel í vetur,gott mál !!!!  Tounge

Adrían er komin með leikskólapláss hér í Hnífsdal og hann byrjar í sinni aðlögun þann 15 september ekki nema 13 mánaða gamall,þau hin hafa aldrei byrjað svona snemma í leikskóla eins og Adrían hehehe... mjög skrítinn tilfinning vegna þess að hann er bara litla barnið mitt sem ætti bara að vera að byrja hjá dagmömmu núna  Cool en þetta venst eins og allt annað, æðislegt bara !!!! Tounge

En annars líður okkur bara vel hér og öllum hlakkar til að sinna sínu starfi í vetur og vona bara að allt eigi eftir að ganga vel hjá okkur Cool svo er að koma systkinasíða með börnunum mínum á barnalandi mjög fljótlega,þannig að í fframtíðinni verður bara ein síða fyrir alla krakkana,eitt albúm og ein vefdagbók,úffff... nenni ekki lengur að gera í 3 albúm og 3 vefdagbækur,því að við erum nánast að gera það sama alla daga,en ég set linkinn hér  til hliðar á blogginu mínu  þegar að hún er tilbúin,en núna er ég farinn í háttinn og vonandi verður ekki svona langt á milli blogga aftur hjá mér,sæl að sinni og farið vel með ykkur í kuldanum og rigningunni,kv. Daladrottninginn Heart


Flutt í heiðardalinn !!!!

Jæjs loksins loksins ! þá erum við flutt og mikill erill og gauragangur.... segi ekki meira,en það er sko mikið puð að flytja 6 manna fjölskyldu á milli staða... úfff.... ég er búin að vera í svitabaði við þetta allt og geggjað veður í þokkabót.... ekki beint óskaveðrið við fluttninga,allann tímann á meðan að ég var að pakka fyrir norðan og allann tímann á meðan að ég var að taka upp úr kössum Cool En allt gekk þetta nú vel og núna er ég loksins farin að finna fyrir því að ég eigi aftur heimili hehehe...  og þetta er bara orðið verulega kósý hjá okkur og við höfum fengið alveg frábærar móttökur hér fyrir vestan og geggjað veður upp á hvern einasta dag og við börnin erum búin að vera dugleg að nýta okkur það Happy förum í hjólatúra,í sund,í labbitúra,á róló og fleyra og fleyra......   bara æðislegt. en við Arna förum í okkar fyrstu heimsókn á leikskólann hennar á föstudaginn og henni hlakkar mikið til, þá byrjar hún líklegast í aðlögun á mánadaginn,en ég á eftir að fá pláss fyrir hann Adrían minn og vonast ég til að það skýrist fljótlega svo að ég geti byrjað að vinna,en ég fór í atvinnuviðtal hjá símaverinu og gekk það bara vel og það eru góðar líkur á því að ég geti fengið þá vinnu en það er ekki alveg staðfest en ég fæ að vita það fljótlega.. vona ég Tounge 

Adrían minn varð eins árs þann 5 Ágúst og ég óska honum innilega til hamingju með afmælið Wizard litli minn !!!

vá...  hvað tíminn er fljótur að líða,hann er farinn að hlaupa um allt og á morgun verður hann kominn með vinnu hehehe...  eða það liggur við !!! 

En svona ykkur að segja þá líður mér alveg rosalaga vel hérna og hlakka til að byrja að vinna aftur og að byrja í skólanum,þó að ég byrji nú ekki á fullu strax,en það kemur bara og gott að venjast skólanum aftur og að læra það að vera í skóla eftir 20 ára frí.

Eg vil endilega þakka öllum þeim sem hjálpuð okkur með fluttningana,við fengum mjög góða hjálp fyrir norðan og hér fyrir vestan... takk takk kæru vinir !!!

Illa gekk nú að tengja heimasímann og netið,en það kom bara í gær og ég var orðin verulega pirruð á þessu öllu og mér finnst þetta mjög slök þjónusta hjá símanum,verð að segja það og ég mun reyna að fá einn mánuð frían í staðinn.. finnst ykkur það ekki rétt ???  en nú er komin háttatím hjá mér og ég blogga fljótlega aftur,kv.´Daladrottninginn Hearteins árs töffari !!!  fallega peysan sem Maríanna prjónaði... takk kærlega fyrir :)

flottur !! Adrían ánægður með hjólið sem við gáfum honum í afmælisgjöf :)

Arna pæja :) Arna tilbúin í hjálatúr :) í góða veðrinu !!


Er ekki kominn tími á fréttir ???

Jú nú er títt,við fjölskyldan höfum ákveðið að flytja vestur á firði,nánar tiltekið í Hnífsdalinn. Við fengum íbúð í blokk sem við ætlum að leigja og sjá til með hvernig okkur líkar þar,annars er stefnt til Reykjavíkur ef ekkert gengur fyrir vestan,mér er annars alveg sama hvort ég bý fyrir sunnan eða fyrir vestan,en mig langar að gefa því tækifæri og vera nálægt þeim ættingjum og vinum sem ég er búin að sakna mjög mikið,mér hefur einhvernveginn aldrei líkað hér fyrir norðan og ég vil ekki vera hér lengur,en ég er búin að vera hér þó í 6 -7 ár og er komin með nóg...... sorrý skagfirðingar !!

Börnin eru spennt og hlakka til að takast á við nýtt líf og þykir honum Gunnari mínum þetta mjöög spennandi en Arna mín er ekki alveg að fatta þetta enda er hún ekki nema 4 ára,en hana hlakkar til að fara í nýjan leikskóla með henni vinkonu sinni Isobel svo sjáum við til hvernig gengur Cool Ég er kannski búin að fá vinnu hjá þjónustuveri símans og vonast ég til að geta byrjað þar sem fyrst,ég er orðin svooo pirruð á því að vera heimavinnandi og hlakkar mikið til að fara út að vinna,enda er ekki hægt fyrir einn mann að vinna fyrir 6 manna fjölskyldu.

Svo er ég búin að fá inngöngu í Háskólasetri vestfjarða og ætla ég að fara í nám sem eru raungreinar og er það 2ja ára nám,verð fyrstu önnina í fjarnámi og tek svo hinar 3  annirnar í staðarnámi með því að taka það á námslánum.. jessss... aftur í skóla eftir 20 ára fjarveru og ég hlakka svo mikið til að takast á við það.. loksins !!!  og sjá hvort heilasellurnar séu nokkuð alveg dauðar Tounge 

Þannig að núna er ég bara að pakka og pakka og mér gengur það ekki nógu vel,því að ég hef verið að bíða eftir fasteignasalanum til að taka myndir hér inni og setja húsið mitt á sölu,en það fer líklegast til leigu fyrst eins og markaðurinn er nú í dag.. allt steindautt...  en hann kemur víst á morgun klukkan 5 og verð ég að hafa allt svona nokkurnveginn í lagi en það er samt ekki auðvelt með fullt hús af börnum hehehe....  en eftir að það er búið þá get ég farið að ráðast á allt af fullum krafti Wink kallinn er að hjálpa systur sinni að mála og ég verð ein að þessu í bili en þetta á eftir að ganga allt vel hef ég trú á.... með hörkunni !!!!  en við ætlum að fara héðan með allt heila draslið um verslunarmannahelgina og gangi okkur vel !!!! hahahaha..... ef einhverjir vestfirðingar eru að lesa þetta þá er öll hjálp vel þegin  takk takk....  en núna er ég að spá í að fara að halla mér og safna kröftum fyrir morgundaginn eða já bara næstu daga hehehe og ekki veitir af Smile allavega þá veit ég ekki alveg hvenær ég hef tíma til að blogga næst,en ég reyni að leyfa ykkur að fylgast með... góða nótt,kv. Dóran í pappakössunum Heart


Bloggleti eða hvað !!

Jú ég var bara ekki að nenna að blogga,það eru allir púkar í fríi og brjálað að gera,á kvöldin er ég bara sofnuð frekar snemma og orkan búin,en maður má samt ekki gleyma að eiga einhvern tíma fyrir sjálfan sig.

Síðan að tækið gaf sig hef ég bara dottið úr megrunargírnum og ég er að reyna að manna mig upp í gírinn aftur sem ég veit að gerist um leið og tækið er komið aftur í hús,þeir hjá vörutorgi vildu gera tækið mitt upp og senda mér það aftur og er það væntanlegt seinnipartinn í vikunni,þá er ekki annað í boði en að rífa sig í gírinn og byrja aftur,en ég skellti mér suður með púkana og fór nú í ræktina með Berglindi en það er komin rúm vika síðan og finn ég það að maður slappast um leið niður og maður hættir í ekki lengri tíma en þetta,en við gerðum nú helling með krökkunum,við fórum í keilu og var það fyrsta skiptið okkar allra og ég er gjörsamlega heilluð,þetta var svooo gaman,í bíó á myndina kung fu panda,og hún er bara mjög skemmtileg og svo fórum við í fjölskyldu-og húsdýragarðin og þeim þótti það geggjað,og auðvitað fórum við í kringluna og ég labbaði þangað næstum því á hverjum degi með krakkana,mjög góður göngutúr og við fengum mjög gott veður alla dagana Cool ég fór í Hagkaup og fékk mér 2 dvd diska með Ágústu Johnson,sem ég ætla að nota annað slagið með tækinu,hafa einhverja tilbreytingu svo að ég gefist ekki upp,en svona er þetta bara og núna er ég að spá í fara vestur og vera þar eitthvað með krakkana og gera eitthvað skemmtilegt með þeim og njóta sumarsins áður en að skólarinr byrja aftur og ekki er nú langt í það,alveg ótrúlegt hvað sumarið er fljótt að líða Woundering

En núna ætla ég að láta myndina fylgja með sem átti að koma um daginn,en svona vil ég verða aftur og ég ætla mér það,hún er tekinn fyrir um 11 árum síðan þegar að ég ,Berglind og Hafrún bjuggum saman á Reynigrundinni í Kópavogi og þessi mynd er á ísskápnum í dag hehehe....  kveð í bili og fsrinn í háttinn Gasp  kv. Dóran á leiðinni í gírinn..... Heartaftur svona !!!


Ég er brjáluð og allt !!!

Hvar endar þessi helv... óheppni hjá mér !!!!  það ætlar að reynast mér erfitt að grennast,það virðist allt standa í vegi fyrir því að það sé mögulegt.. jú jú búin að eiga tækið í ca. mánuð,fór á það í dag og splasssss...... aftur fór reimin,og ég gjörsamlega gargaði !!!!  ég trúi þessu helvíti ekki !!!!   og þegar að ég var búin að jafna mig þá hringdi ég auðvitað beint í vörutorgið og þá allt í einu voru þeir búnir að fá nokkur tæki til baka og kenndu því um að tækin væru vitlaus uppsett af fólki..auðvitað má alltaf kenna einhverjum um og allt í einu voru fleyri að senda inn tækin en 100 hver maður,spáið í það að þeir breyta bara þegar að þeim hentar og buðu svo mér það í kjölfarið að taka tækið og gera við það,skila tækinu og fá peninginn til baka eða að fá annað tæki í staðinn án ábyrgðar frá þeim Devil  og það mega enginn fyrirtæki gera,það er í landslögum að fyrirtæki mega ekki láta frá sér vöru án ábyrgðar,ég var svo hissa að ég gleymdi að fræða þá um þetta,ég hélt að allir fyrirtækja eigendur vissu þetta,en ekki vörutorg.is Shocking  og ég ákvað að skila tækinu og fá peninginn til baka,ég kannaði svo nokkur fyrirtæki sem selja svona tæki.. og vaááááá !!!! hvað þessi tæki geta verið dýr,alveg frá 77.000 upp í hálfa milljón og algengast er fannst mér 300-500.000 kr. og ef ég spurði um þessi ódýrari þá koma þau ekki fyrr en í haust nema í  intersport,þar fann ég tæki sem kostar 77.000 kr. og mér líst alveg ágætlega á það,ég get bara ekki verið að gefast upp núna og líka það að ég er komin í gírinn og vil ekki fara til baka og ég get alls eki beðið eftir öðru tæki þangað til í haust,það bara kemur ekki til greina !!  þá bara missi ég mig í ís og fleyra úffff... ekki gott.  En ég held að ég versli ekki oftar svona tæki hjá vörutorginu það er alveg öruggt og ég vara ykkur við hér með.

Þorgerður vinkona er í átakinu líka og kemur til mín á tækið sem er mjög gott mál og ég fæ nudd hjá henni í staðin ( ef ég fæ einhverntímann tíma til þess ) en hún er að læra nudd og ég hlakka mikið til að komast í dekur til hennar hehehe... eftir allt erfiðið Tounge  en hún kom í dag með disk sem inniheldur brennslu með gömludansasporunum,helvíti góður diskur,en fullt af sporum og það verður dágóður timi sem fer í það að læra þetta allt,en við prófuðum í dag og bara í smá stund þó svitnaði maður helling,en þetta verður alveg geggjað þegar að maður er búin að ná þessu og gott að nota þetta með.

En annars verð ég bara að fara út að labba á meðan og ekki gefast upp,en svona er þetta hjá mér og vonandi fer þetta að lagast,og ég kveð ykkur þá í bili og eigið góða helgi,kv. Dóran í brjáluðu skapi.

P.S. fyrigefið þetta með myndina sem kom ekki með á síðustu færslu,tæknin er eitthvað að stríða mér líka Crying hún kemur kannski næst !!!


Næsta síða »

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband