Er ekki kominn tími á fréttir ???

Jú nú er títt,við fjölskyldan höfum ákveðið að flytja vestur á firði,nánar tiltekið í Hnífsdalinn. Við fengum íbúð í blokk sem við ætlum að leigja og sjá til með hvernig okkur líkar þar,annars er stefnt til Reykjavíkur ef ekkert gengur fyrir vestan,mér er annars alveg sama hvort ég bý fyrir sunnan eða fyrir vestan,en mig langar að gefa því tækifæri og vera nálægt þeim ættingjum og vinum sem ég er búin að sakna mjög mikið,mér hefur einhvernveginn aldrei líkað hér fyrir norðan og ég vil ekki vera hér lengur,en ég er búin að vera hér þó í 6 -7 ár og er komin með nóg...... sorrý skagfirðingar !!

Börnin eru spennt og hlakka til að takast á við nýtt líf og þykir honum Gunnari mínum þetta mjöög spennandi en Arna mín er ekki alveg að fatta þetta enda er hún ekki nema 4 ára,en hana hlakkar til að fara í nýjan leikskóla með henni vinkonu sinni Isobel svo sjáum við til hvernig gengur Cool Ég er kannski búin að fá vinnu hjá þjónustuveri símans og vonast ég til að geta byrjað þar sem fyrst,ég er orðin svooo pirruð á því að vera heimavinnandi og hlakkar mikið til að fara út að vinna,enda er ekki hægt fyrir einn mann að vinna fyrir 6 manna fjölskyldu.

Svo er ég búin að fá inngöngu í Háskólasetri vestfjarða og ætla ég að fara í nám sem eru raungreinar og er það 2ja ára nám,verð fyrstu önnina í fjarnámi og tek svo hinar 3  annirnar í staðarnámi með því að taka það á námslánum.. jessss... aftur í skóla eftir 20 ára fjarveru og ég hlakka svo mikið til að takast á við það.. loksins !!!  og sjá hvort heilasellurnar séu nokkuð alveg dauðar Tounge 

Þannig að núna er ég bara að pakka og pakka og mér gengur það ekki nógu vel,því að ég hef verið að bíða eftir fasteignasalanum til að taka myndir hér inni og setja húsið mitt á sölu,en það fer líklegast til leigu fyrst eins og markaðurinn er nú í dag.. allt steindautt...  en hann kemur víst á morgun klukkan 5 og verð ég að hafa allt svona nokkurnveginn í lagi en það er samt ekki auðvelt með fullt hús af börnum hehehe....  en eftir að það er búið þá get ég farið að ráðast á allt af fullum krafti Wink kallinn er að hjálpa systur sinni að mála og ég verð ein að þessu í bili en þetta á eftir að ganga allt vel hef ég trú á.... með hörkunni !!!!  en við ætlum að fara héðan með allt heila draslið um verslunarmannahelgina og gangi okkur vel !!!! hahahaha..... ef einhverjir vestfirðingar eru að lesa þetta þá er öll hjálp vel þegin  takk takk....  en núna er ég að spá í að fara að halla mér og safna kröftum fyrir morgundaginn eða já bara næstu daga hehehe og ekki veitir af Smile allavega þá veit ég ekki alveg hvenær ég hef tíma til að blogga næst,en ég reyni að leyfa ykkur að fylgast með... góða nótt,kv. Dóran í pappakössunum Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þín verður nú sárt saknað  engin Dóra til þess að fá senso kaffibolla og spjall. Ég er búin að redda mér tölvu svo það verður msn og kaffibolli á kvöldin þegar börnin verða sofnuð. Ef það er eitthvað sem þú getur notað mig í endilega hringdu 8561812

Kveðja í pappakassaflóðið

Þorgerður

Þorgerður 24.7.2008 kl. 09:30

2 identicon

Ómg loksins loksins hjá þér. Ég er glöð fyrir þína hönd að þú sért að fara loksins vestur. Gangi þér vel í flutningunum.

Imba 24.7.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Já, þú segir aldeilis fréttir góða. Og það er ekki eftir neinu að bíða..... Alltaf sami krafturinn á þessum bæ.

'Eg verð á ferðinni í kringum versló svo við hittumst kannski bara í firðinum góða...

Gangi þér vel með þetta allt saman mín kæra.

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:35

4 identicon

Hæ  hæ Dóra frábærar fréttir að þið séuð að flytja HEIM, hlakka til að sjá þig. og gangi þér vel með að koma öllu í pappakassa  Hér í firðinum góða er sól og blíða.

kveðja Hanna M.

Hanna Mjöll 25.7.2008 kl. 09:04

5 identicon

IIIIIIIIIIIIIIIIIIIhaaaaaaaaaaaaaaaaaa vertu velkomin

Gunna Sigga 25.7.2008 kl. 15:59

6 identicon

Gangi þér vel í pappakössunum ég er í sama gír hérna í Köben erum að koma heim um miðjan ágúst.......

Kv Kata.

Kata Melstað 27.7.2008 kl. 19:19

7 Smámynd: Linda litla

Ok.... frábært, home sweet home.

Ég vona samt að þið eigið eftir að enda í Rvk, þá ertu komin nær mér og þá myndi ég sko alveg örugglega koma í heimsójn til þín, ekki spurning. En alla vega gangi þér vel að pakka niður og vonandi verður lífið í Hnífsdal gott hjá ykkur.

Linda litla, 29.7.2008 kl. 10:06

8 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Hnífsdalur er flottur. Gangi þér vel með pakkið.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 29.7.2008 kl. 10:34

9 identicon

Til lukku með flutninginn, líst vel á þig skvís.......

Harpa Hall 30.7.2008 kl. 15:43

10 identicon

Hæ hæ

Þetta eru aldeilis fréttir, það er ekkert eins gott og að alast upp í Hnífsdal vona að ykkur eigi eftir að líða vel þar.

Inga Bjarnadóttir 31.7.2008 kl. 18:33

11 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Flott hjá þér að skella þér í skóla - það er svo góð tilfinning þegar maður er búin að taka þessa ákvörðun sem hefur jafnvel tekið MMMÖÖÖÖÖÖRRRRRGGGGGG ár að taka.  Þú rúllar þessum skóla upp skvís :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.8.2008 kl. 03:20

12 identicon

Ekkert að afsaka sig góða...  sumir finna sig hér aðrir ekki :)   hehe veist hvað ég meina.    Vona að allt gangi upp og vona bara að þú hættir ekki að blogga.   verður svo sem nóg að gera hjá þér á næstunni...  hlakka til að heyra frá þér þegar að þú ert búin að koma þér fyrir... eins gott að ég kom í kaffi um daginn...   verðum í spotta:)

Freyja Rós 6.8.2008 kl. 23:54

13 identicon

Hæ hæ. Veit ekki hvort þú manst eftir mér en við vorum bekkjarsystur í fyrstu bekkjunum á Ísafirði. Datt óvart inná bloggið útfrá Stínu mágkonu :) Rosalega ertu dugleg að skella þér aftur í skóla,gangi þér vel.  Kær kveðja Anna Margrét.

Anna Margrét 7.8.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 746

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband