Gafst upp á hinni blogsíðunni......

Já kæru vinir,mér finnst ´hitt bloggið bara hundleiðinlegt,meiriháttar mál að setja inn myndir,(eins og mér finnst það nú gaman :) )  þannig að ég ætla bara að gefa skít í hitt draslið he he he.....  Hvernig líst ykkur á það? En mig langa að segja ykkur í framhaldi af hinni síðunni,þeir sem hana hafa lesið,en þá er ég búin að missa 1 kg. jibbííí..!!!! á 3 dögum og búin að losa mig við 1411 caloríur... jesssss......   en samt er þetta nú bara byrjunin,og vonandi gefst ég ekki upp,en ég ætla að hafa þetta bara stutt í dag,vegna þess að ég er að setja þessa síðu í gang :)  sjáumst hress á skemmtilegra bloggi :)  knús í krús.....   :)

Dugleg !!!!

Já kæru vinir,ég fór sko aftur á brettið í dag og þar af leiðandi búin að losa mig við 1000 caloríur á 2 dögum,sem mér þykir nú bara gott,en ég þori ekki á viktina strax,vegna þess að ef ég hef ekki misst nein grömm,þá á ég það til að henda þessu bara upp í geymslu, og beint í ísskápinn,neibb...!!!  það gengur nú ekki 0 en ég er með svoooo mikla strengi allstaðar,en þeir eru góðir 0  en annars er bara gott af mér og mínum að frétta,við púkarnir fórum í grillveislu á leikskólanum Furukoti í dag,í roki og rigningu 0 ekki beint besta veðrið,og við komum hundblaut heim og beint í bað. En á morgun verð ég að vinna og ekkert hlaup fyrr en annað kvöld 0 heyrumst þá kannski bara á föstudaginn,bæjó.... og knús í krús allir.... 0

Nú á að taka á því......

Hæ hæ kæru vinir,já núna á ég enga afsökun lengur,ég keypti mér hlaupabretti,sem á ekki að fara í geymsluna,eins og bumbubaninn ha ha ha.... ég skal ná þessu af mér núna,í eitt skipti fyrir öll 0 ég fór á brettið í dag í ca.40 mín. en ég ætla ekki að byrja of skart,þá eru líkurnar orðnar ansi mikilar fyrir geymsluna0 en ef maður er duglegur að fara í klukkutíma á dag og kannski einn góðan göngutúr á kvöldin,þá er maður í góðum gír,drekka mikið vatn og borða sig ekki saddan,verð þá orðin grönn í haust....við skulum sjá til...VONANDI. 0     En um helgina var ég að vinna,og vaktirnar orðnar ansi langar,eða frá 8:45-18:30 það er ansi langt,en maður tórir,þetta er sem betur fer bara um sumartímann,og um helgina kom hún Olga mín og fjölskylda hennar í heimsókn til okkar,það var æðislega gaman hjá okkur,horfðum mikið á video og fórum í Grettislaugina,sem var mjög skemmtilegt,en það vantaði samt sólina,og jú við grilluðum í fyrsta skiptið á nýja grillinu okkar,þetta var örugglega besti grillmatur ewer 0 og takk fyrir æðislega helgi Olga og Rolando og co. en núna er ég bara eins og alein í heiminum,allt í einu eru 7 manns farin af heimilinu 0 sakna ykkar....  en jæja þetta er komið gott í bili... bæjó 0 p.s. Ég sakna svoooo mikið hennar Guddu minnar,sem er á Ísafirði og er byrjuð að vinna.... dugleg stelpa...0

ferðin vestur... :)

Hæ hæ,og takk fyrir síðast,þeir sem ég hitti á Ísafirði 0 þetta var ógeðslega skemmtileg ferð og fullt um að vera á Ísó.kosningarnar fóru reyndar ekki eins og ég hefði viljað sjá en,samt gaman. Ég fékk Gauu vinkonu til að koma með okkur Hallgrími út á djammið og við skemmtum okkur konunglega,þrátt fyrir smá vatnsgusu á Hallgrím minn,sem endaði sem betur fer, betur en á horfðist 0 allt er gott sem endar vel(það segir mamma mín að minnsta kosti) 0  kom svo heim vel í glasi og sagði mömmu fullt af bröndurum  0 fékk mér mjólk og kex,þannig að það var enginn þynka daginn eftir,fékk mér Hamraborgarhamborgara nammi nammm.... með osti og lauk,þá var ég orðin hress,á meðan að Hallgrímur ældi,og reyndar Gaua líka hahaha... en Gunna Sigga mætti á svæðið og djammaði feitt með okkur,ógeslega gaman.... En svo gerðum við fullt fleira,t.d. hittum Olgu og co,en sa´litla prinsinn eiginlega ekkert,því að hann er svo vær að hann sefur bara og sefur,en þau koma til okkar um næstu helgi,þá get ég kannski dúllað mér með hann,vonandi.. 0 hlakka svo mikið til... !!!! Hallgrímur fór í sund með börnin,og á meðan fór ég á Langa manga og fékk mér kaffi með Írisi vinkonu,eftir að ég var búin að ráfa um allann bæ að leita af Olgu,sem kom aðeins seinna en hún ætlaði,en við fengum okkur þá bara kosningarkaffi,þegar að hún loksins birtist  hahaha.... 0 mjög gaman...  svo fórum við í grillveislu til Rósu frænku og Guðbjarts og skemmtum okkur rosalega vel,eins og það er alltaf heima hjá þeim.... þar smökkuðum við mjög sérstakt brugg,sem að þau bjuggu til,í þessu bruggi er rabbabari,krækiber og banani,mjög spes en venst alveg ótrúlega vel 0 fórum einnig til Tobbu minnar og hún bauð okkur líka í mat 0 mjög  gott gaman allt sman,ferðin var semsagt mjög góð og allt gekk þetta vel og kem aftur eftir c.a. mánuð að hjálpa mömmu að flytja,sjáumst þá hress og kát,er farin að sofa...geisp..... og knús.....

Sumar..!!! hvað meinarðu ???...:(

Hæ hæ,alltaf sama blíðan hér á sumrin...eða? hvað er að gerast,maður spyr sig?,ég og fjölskyldan mín erum búin að hlakka svo til að fara vestur til mömmu,og taka eina laanga helgi,fara á miðvikud. og koma aftur á sunnud. neiiiiii.... ekki grunaði manni það, að í endaðan maí að maður þyrfti að spá í það, að komast kannski ekki vestur vegna veðurs og snjó 0 , ég er bara ekki að gúddera þetta, það eina góða við þetta þó,er að kannski verða bara engvir geitungar í staðinn0 jibbííí.... það væri þó bót í máli. þá gæti maður verið í friði úti á svölum og grillað og borðað matinn sinn í FRIÐI!!!!   það væri næs,ef snjórinn fer þá, áður en sumarið klárast 0 en annars er ekkert merkilegt að gerst hjá okkur,nema að mér gengur bara mjög vel á töflunum(slimstyles) komin hreyfing á helv... fituna 0 jú,,!!! auðvitað,ég fór til tannlæknis í dag,og það var engin tönn skemmd jibbííí.. eftir 9 ára trassaskap,alveg ótrúlegt,ég var búin að halda það að allt væri skemmt upp í mér og var búin að kvíða alveg rosalega fyrir því að fara til tannsa,og myndi kosta okkur ca. 100.000 kall,en þetta voru sko fréttir í lagi. 0 bursta tennurnar 2-3svar á dag og tygg mikið tyggjó(extra) kannski að það hjálpi til,veit ekki...???  en ég hef ekki frá meiru að segja í bili,farin í háttinn..geisp... knús og kossar... 0   

ok,ég verð að bæta mig :)

Hæ hæ,loksins loksins... jú það er alveg satt hjá ykkur,ég er ekkert smá léleg að skrifa ykkur kæru lesendur,en hjá mér er bara svooo brjálað að gera að það hálfa væri bara hellingur,sko börnin mín eru svooooo að rifna úr frekju þessa dagana0 og þegar að þau sofna þá sest ég bara fyrir framan imbann og er þar bara....en það gerir víst vorið og skólinn alveg að verða búin jibbbbíííí !!!!! þannig að það ætlar bara allt að verða vitlaust,en ég fékk óvænta heimsókn um þarsíðustu helgi,mætti Sigga Tóta ekki bara til mín í vinnuna með Elísubet með sér og gistu hjá mér eina nótt,eða ég krafðist þess auðvitað 0 og við Sigga skelltum okkur á kaffihús,ef kaffihús mætti kalla,því það var lokað klukkan hálf ellefu og við vorum svo heppnar að kokkurinn var ennþá í vinnuni,annars hefðum við ekki getað fengið okkur gott kaffi,því að enginn kann það nema hann;( furðulegt (sviss mokka) en við fórum þá bara heim og fengum okkur snakk og horfðum á videó,og við skemmtum okkur mjög vel.0 En núna er ég búin að kaupa mér vinsælu töflurna(slimstyles) og þær eru bara að virka fínt byrjaði á 2 og er komin í 4,3x á dag núna, og mig langar bara ekki í neinn sykur,né gos og borða bara mátulega mikið og drekk þokkalega mikið af vatni,svo verð ég að fara að drífa mig að synda á hverjum degi,þá hlýtur nú eitthvað að gerast VONANDI..... svo er vinkona mín(Olga) búin að eignast strák og búin að nefna hann Isaac Loga og hann er alkjör dúlla 0 eins og þið sjáið þá er bara allt gott að frétta af mér og mínum og við ætlum að skreppa vestur ,og mig hlakkar svo mikið til að ég get bara ekki beðið 0 hef ekki farið vestur síðan um jólin,það er sko too much.. og er að spá í það að skella mér eitthvað út á lífið,og skemmta mér með mínu liði(vestfirðingum) en ég held að þetta sé komið í bili og best að skella sér í háttinn..geisp...  bæjó...knús 0


Um helgina,ferming dóttur minnar.

Hæ hæ,jæja nú er dóttir mín fermd og allt gekk að óskum,þrátt fyrir ofsa stress móður hennar,og það ekkert smá 0 . En ég verð að segja ykkur það,að ef ég hefði ekki fengið allt þetta fólk til að hjálpa okkur,þá hefði örugglega ekki verið nein fermingarveisla,eða allt keypt út.0 En ég var alveg rosalega stolt af minni stelpu um helgina,og hún var alveg glæsileg og til fyrirmyndar0 og maturinn hjá Rósu og Guðbjarti var alveg hreint frábær og takk æðislega fyrir okkur 0 , en núna á þriðjudegi er ég ekki ennþá búin að jafna mig,stressið sem ég var komin í,verður örugglega marga daga að fara úr mér 0 þetta er bara eins og eftir margra daga fyllerí,en nóg um það og stelpan fékk alveg fullt af fallegu dóti og er alveg alsæl með þetta allt saman 0 en annars er um við fjölskyldan bara hress og förum bara að undirbúa ferðalag vestur á Ísafjörð (heim) sem verður örugglega núna í endaðan Maí 0 en jæja,ég er að spá í að fara að sofa,bæjó.......0

Pælingar um megrun og fl.

Hæ hæ,ég er svo mikið að spá,af hverju er svona erfitt að megra sig,þegar að maður er orðin eldri???? sjáum nú til,það er ekki eins og ég sé að tala um að við þessar sem erum orðnar 34 ára gamlar,séum einhvejar gamalmennakellingar,við erum tiltölulega ungar ennþá,en samt er aldurinn alltaf tekin fyrir0  AF HVERJU???0  Ég er búin að reyna allt,en ég gefst alltaf upp,vegna þess að mér finnst bara svo gott að borða0  jú jú,ég er alltaf svo dugleg kannski allann daginn,drekk mikið vatn og er á þeyting við að þrífa og ganga frá þvotti,og labba þar með sagt alveg helling(ekki gerir maður þetta sitjandi) 0 en svo kemur að kvöldmatnum,þá missir maður sig svo svakalega,að maður er orðin í rauninni PAKKSADDUR0 og líður svo illa,en þetta endurtekur maður samt alltaf aftur og aftur HVAÐ ER AÐ ???? og auðvitað gerist ekkert,en þetta er alkjörlega óskilt aldrinum. En maður felur sig samt alltaf á bak við það hahaha.... við erum stundum svo SKRÍTIN 0...  Og ég á mér þann draum að verða aftur grönn,en ég geri samt alltaf sömu mistökin aftur og aftur0 mig vantar svo hjálp við þessu,kannski er mér ekki bjargandi,veit ekki... hvað haldið þið????  En þetta er samt ekki aldurinn,svo ætla ég að hætta að reykja,hvað gerist þá,ég ætla EKKI að flytja lögheimilið mitt  inn í ísskáp 0   En nóg með það,ég er búin að vera að vinna alla helgina,og er komin í vikufrí 0   Tobba,Fannar og Svenni litli komu til okkar á laugardaginn s.l.og gistu og fóru svo til Seyðisfjarðar á sunnudaginn en koma aftur 2 dögum fyrir ferminguna til að aðstoða mig,ásamt mömmu,Rósu og Guðbjarti,sem er alveg frábært,annars væri ég komin á hæli ef ég ætti að gera þetta allt ein,það er gott að eiga góða að..... en þetta er komið nóg í bili 0   bæjó......


Ný síða :)

Hæ hæ gott fólk,nú loksins er ég komin í bloggheiminn 0  eftir margra mánaða pælingu.... 0 veit ekki ennþá hvað ég nenni,en kemur bara í ljós...0 hér mun ég tala um allt milli himins og heljar... og auðvitað að deila með ykkur mæ life...og núna á að fara að taka á bæði reykingum og megrun,endilega,ATH...gott væri að fá pínu pemp op ...0 heheheh...

-Dóra .. 0


« Fyrri síða

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband