Færsluflokkur: Bloggar

Gengur bara vel... c",)

    Hæ hæ kæru vinir,jú ég er búin að vera í viku að henda út óhollu og inn með hollt,og gengur bara þokkalega vel,var mjög svöng á kvöldin fyrstu dagana,en er að lagast og mér líður líka miklu betur á morgnana,og hlakkar mjög mikið til að fá mér að borða um leið og ég vakna.  Ég var nefnilega stundum ekki að byrja að borða fyrr en klukkan 3,4 eða 5 á daginn,og hætti svo ekki fyrr en rétt áður en að ég fór að sofa Óákveðinn sem er auðvitað alveg hræðilegt. En allt er þetta á réttri leið og vonandi spring ég ekki í þetta skiptið...   Og auðvitað hefur þessi dagur ekki farið fram hjá mér eins og ykkur öllum,ég man alveg hvar ég var stödd þennan dag,þegar að Olga vinkona sendi mér á smsi um þennan hræðilega atburð,sem breytti öllu heiminum um leið,hugsið ykkur,það eru komin 5 ár síðan,rosalega er þetta fljótt að líða... það er eins og þetta hafi gerst í gær.. Hissa    En Gaua vinkona er nú flutt til Akureyrar,og getum við því vonandi hisst oftar núna, ca,einn og hálfur klst. á milli núna,í staðin fyrir 6-8 klst. vestur,en vonandi hittustum við ekki bara sjaldnar núna,vegna þess að það er svooo stutt á milli núna,það væri alveg tíbíst ká...Öskrandi  en,nei nei,við gerum okkar besta að svo fari ekki he he he....  En annars er ég að bíða eftir hringingu á hverjum degi núna,já eða hvenær sem er,en Sigga vinkona er að verða amma og ég get ekki beðið,en ég bað Hönnu dóttir hennar að koma alls ekki með stelpuna í dag,frekar í gær eða á morgun,og hún ætlar greinilega að hlusta á mig Ullandi ha ha ha...... en elsku Hanna Björg mín,gangi þér vel og ég hlakka til að heyra frá ykkur,þegar að þetta er allt búið. En ég er að spá í að hætta þessu í bili,kv.megrunardruslan......

Elsku talvan mín.....

Hæ hæ kæru vinir,ég hef verið netlaus í dágóðan tíma,en hún er komin aftur jibbííí !!!! ég var alveg að verða vitlaus að vera svona án hennar,en allt er gott sem enda vel og ég er komin aftur Brosandi en ég og mín fjölskylda fórum vestur á Ísó um síðustu helgi til hennar elsku múttu minnar,og allra hinna, fórum í afmæli til hans litla frænda Magnúsar Freyrs,sem varð 1 árs gamall þann 1 september, og snæddum okkur á ljúffengum kökum hjá  Laufey og Tobbu,namminammmm... takk fyrir okkur Hlæjandi    Já við hittum auðvitað alla þá sem okkur langaði til að hitta,og fórum til Rósu og Guðbjarts og fengum okkur í glas með þeim,og Magga Þór og Auði kærustuni hans,og enduðum svo á langa manga,hittum þar fullt af fólki og mikið drukkið og mikið spjallað,enda var líðan okkar eftir því á Sunnudaginn ojojoj.....  en byrjaði á því að fá mér hamraborgahamborgara um leið og ég vaknaði nammi,uppáldsborgarinn minn.  Við enduðum svo á Sauðárkróki um miðnætti,og allt þetta venjulega byrjaði aftur Óákveðinn Jú,á mánudeginum byrjaði ég svo á því skipta út óhollu í hollt og byrjaði að hreyfa mig,en samt ekki mikið,ég ætla bara að gera þetta  í rólegheitunum núna,en ekki á hnefanum,eins og svo oft áður og springa svo Gráta og enginn árangur,búin að fá nóg af því..... og líka búin að fá nóg af því,að þurfa að kaupa mér stór föt og þurfa alltaf að hafa áhyggjur af rassgatinu og að fitan velli ekki upp úr buxnastrengnum,hafa allar buxur víðar að ofan,vera í stórum bol og svo framvegis,og geta ekki klætt mig eins og mig langar til,finna sér einhverjar kellingabuxur,sem engum 34 ára gamalli konu langar  til að ganga í,og hana nú,mér skal takast þetta núna,ég keypti mér flottar gallabuxur,en númeri minni en ég þarf,og ég skal komast fljótlega í þær Ullandi ég skal,ég skal,og ég skal...... takk fyrir að lesa þetta væl,en ég þurfti þess,þið eruð sko vinir mínir,sem nennið að klára niður þetta vælblogg,thengs...  en núna þessa helgina er ég að vinna,þannig að ég skrifa ykkur meira á mánudaginn, sjáumst kæru vinir,kv.megrunardruslan Glottandi

 En mig langar til að segja ykkur frá því ,að litla hetjan okkar allra Íslendinga hún Bryndís Eva,fallega prinsessan,sem ég er búin að fylgjast með í dágóðan tíma,kvaddi þennan heim þann 6 september s.l. ég á eftir að sakna hennar mikið, og foreldra hennar sem eru búin að standa sig eins og hetjur,og eru svo frábærir foreldrar og svo ung og þroskuð,þau hafa kennt mér svo margt um að virða það sem maður á og hefur,takk fyrir að leyfa okkur að vera með og læra af ykkur,gangi ykkur sem allra allra best í framtíðinni,og guð veri með ykkur í sorginni,megi hún Bryndís Eva hvíla í friði og ró.  


Alveg andlaus....

Hæ hæ kæru vinir,já ég hef bara ekki nent að skrifa nokkurn skapaðan hlut,SORRÝ....  ég hef bara haft í nógu að snúast með unglinginn á heimilinu,því hún er með unglingaveikina á háu stigi og ýmislegt búið að ganga á,sem ég kannski nefni ekki akkúrat hér,en ég er búin að vera að bregðast við henni á viðeigand hátt og eftir bestu getu og þurft að gefa mér góðan tíma með henni.   Svo er nú skólinn byrjaður og nóg að gera í sambandi við hann,kaupa skóladót og föt,nýta sér þar af leiðandi útsölurnar :) og allir mjög glaðir með það...  við fórum til Akureyris með tengdamömmu(Dísu Dóru) sem kom og var hjá okkur í nokkra daga,og kauptum allt skóladótið þar og ég bauð að sjálfsögðu tengdó upp á köku og kaffi,áður en  heim var haldið.

Fórum svo í jeppaferð upp á fjall með hana og litlu snúlluna mína á Laugardeginum og skemmtum okkur alveg konunglega,þar sem litlan mín fékk að hlaupa um eins og henni sýndist og fékk góða útrás ásamt mömmu sinni sem söng hástöfum fyrir hana og kindurnar ha ha ha.....  þar sem ég var einhvernstaðar í óbyggðum þá lét ég bara allt gossa og fékk góðan hausverk á eftir,en á leiðinni til baka,þá sáum við hjón ekki svo langt frá oó... og hafa þau örugglega heyrt í mér gólið he he...æjæj... ég var ekki sátt við þetta.... :( leið  hálf asnalega á eftir,en hvað um það,fórum svo á kántrýhátið í Nasville (Skagaströnd) þar sem hellingur var um að vera,við Gunnar ætluðum að skella okkur í veltibílinn,en vorum aðeins of sein,því að hann var á leiðinni á Krókinn,en svo vorum við bara í rauninni að eltast við hana Örnu mína,þar sem hún  getur aldrei verið kjurr,þá er ekki hægt að dúllast með hana í rólegheitum neinsstaðar,ég er reyndar orðin vön því og geri ráð fyri því allstaðar ha ha ha....  en ég hef bara ekki komið mér ennþá að því að byrja aftur í megruninni,en við fjölskyldan erum að fara vestur um helgina,og ætlum að hitta allt liðið og fá okkur í glas með honum Magga Þór mínum :) hlakka mikið til,en ég er að fara að sækja hana Örnu mína er orðin of sein,sjáumst vonandi fljótlega aftur,kv. Dóra.


Erfitt að kveðja :(

Við öll saman.

Hæ hæ kæru vinir,þá eru allir búnir að koma og fara aftur til sín heimaGráta en þetta var mjög skemmtilegur tími fyrir okkur öll,og Svenni og Tobba og strákarnir þeirra og ekki má gleyma hundinum þeirra mola,sem komu á fimmtudeginum og gistu heima hjá  tengdapabba,en pabbi,Berit og co. komu um klukkan átta um kvöldið,en Svenni og pabbi voru þá ekki búnir að hittast í ca. 34 ár og voru þetta miklir fagnaðarfundir og höfðu þeir gaman afBrosandi en auðvitað var líka gaman að sjá Hermann og fjölskyldu hans,en þau var ég ekki búin að hitta áður,það var æðislegt að sjá pabba og Berit,og það fór vel á með okkur,og náðum að tala heilmikið saman,yfirleitt vorum við pabbi og Hallgrímur að spjalla, bara 3 saman langt fram eftir nóttu,alveg yndislegt,við fórum með þau inn að Grettislaug og fengum mjög gott veður,þeim fannst þetta alveg frábært,en fóru nú samt ekki ofan í,en með tærnar samtSvalur enda var laugin örlítið of heit,en við grilluðum bæði kvöldin,og þeim þótti það bara æði,við fengum æðisleg kvöld,þar sem við sátum við kamínuna og drukkum rauðvín og annað sterkara með, gat ekki orðið betra,en svo fylgdum við þeim úr bænum og til Akureyrar,og kíktum til Binna,sem tekið var viðtal við, í sambandi við óþarfa bylgjur og fleyra,og skoðuðum hjá honum steinana sem hann á,Hermann var að leita af sérstökum steinum,sem hann safnar og leituðum þar af leiðandi til hans,sem vara mjög skemmtilegt,og laumaði hann í vasa minn einum steini sem hann sagði að ég þyrfti til að koma lagi á orkuna mína,mjög skrítið en frábærtHlæjandi en svo lá leið okkar í Hagkaup og versluðum svolítið þar,og enduðum svo á kaffihúsi,en þar fengum við okkur kaffi og kökur,og enginn var að spá neitt nema fyrir sjálfan sig,en þegar á borðið var komið,þá vorum við pabbi þau einu sem vorum með allt alveg eins hahahaaha.... og öllum fannst þetta nú bara fyndið,sjaldan fellur eplið langt frá eikinniHlæjandi en svona er þetta,við erum líka bæði alltaf aðeins of sein,alveg sama hvert við eigum að mæta,þetta fannst okkur öllum ógeðslega fyndið hahaha...... en eftir kaffihúsið,þá var komið að kveðjustund,sem var sú allra allra erfiðust,allra tíma,ég var alla leiðina til Sauðárkróks að ná mérGráta mér var það þá mjög ljóst,hvað mér er farið að þykja alveg rosalega vænt um hann pabba minn og Berit,og vorum heldur ekki búin að hittast í 5 ár, og þau stoppuðu ekki nema í 3 daga,en við ætlum til þeirra á næsta ári,strax eftir skóla,nú er bara að gera plan og láta vaða,hlakkar strax til. Það fór líka vel á með þeim og krökkunum,smá feimni fyrst en svo kom þetta bara allt,og þið fjölskylda mín frá Noregi- takk æðislega fyrir komuna og okkur,og tíminn með ykkur var æðislegur,og gleymist aldrei,takk takk og verið vekomin aftur Brosandi  jæja verð að kveðja í dag,bæjó ykkar pabbastelpa :)


Pabbi minn er komin :)

Ég sjálf..

Hæ hæ kæru vinir,já það er satt,ég á víst pabba eins og allir,en ég sé hann bara miklu sjaldnar en gengur og gerist Óákveðinn þeir sem hafa þekkt mig í mörg herrans ár,finnast mjög skrítið að heyra mig tala um pabba minn,því að öll mín æskuár,þá var eins og ég væri eingetinnGlottandi og kynntist honum ekki fyrr en árið 1996,og komst að því þá,að ég ætti bróðir sem heitir Ögmundur,jú þetta er allt mjög skrítið en gaman að fá tækifæri til að kynnast hinum helmingnum og föðurfjölskyldunni í Noregi,erum að fara að hitta hann í 3ja sinn eftir ca. 9 daga,ohh ég get bara ekki beðiðUllandi hef ekki hitt hann núna í 5 ár,og pabbi og Berit konan hans,hafa aldrei hitt hana Örnu mína,en Gunnar var eins og hálfs árs,Guðrún Ásta var 9 ára,og hvað mig varðar,jú þá var ég ca. 15 kg. léttari,djö.. Gráta hann fær sjokk kallinn hehehe... en sona er þetta bara,stefnum á að fara til þeirra næst sumar,strax eftir skóla Hlæjandi en til að geta það,þá verðum við að hætta að reykja,og það verður gert.

En svona til að segja ykkur,þá er ég byrjuð á brettinu mínu góða aftur og er búin að fara ca. 10 km.á 2 dögum,og held áfram strax klukkan eitt á morgun,skelli júróvision á og hækka vel og svittna svo um munar,því um helgina ætlum við að baka og baka,til að eiga í frystir,gera garðinn flottann og þrífa heimilið vel,og gera allt klárt,vegna þess að Herman bróðir hans pabba og konan hans Lív og dóttir þeirra Ranveig,koma með þeim til okkar,og þau hef ég aldrei hitt,bara talað við hann í síma og fengið löng jólakort frá þeim á hverju ári síðan 1996Brosandi  en allavega þá verður þetta annasöm helgi og spenningurinn alveg magnaður hahaha..... Gunnar minn,er búin að æfa sig og æfa að segja morfar í staðinn fyrir afi og mormor í staðinn fyrir ammaHlæjandi hann er algjör gullmoli þessi drengur minn,honum er mikið í mun að gleðja þau með þessu,vel upp alið ha.....  svo kemur hún Guðrún mín norður á föstudaginn eftir vinnuna sína fyrir vestan,til að hitta þau,þá verðum við öll hér,og Hallgrímur minn ætlar að fá sér smá frí á meðan,og fá sér eitthvað sterkt með tengdapabba á kvöldinTala af sér kannski  hann  byðji kallinn um hönd dótturinnar,nei,maður spyr sig???  hehehhehe.... ætli þaðÓákveðinn  en ég er að spá í að láta þetta gott heita í kvöld og heyrumst kannski á morgun,ef ekki þá bara þegar að ég fæ lausan tíma til þess,kv.pabbastelpa... Glottandi 

P.S.  Sigga mín,alltaf tekst þér að koma mér á óvart, og gaman að fá að sjá Hönnu Björg svona myndarlega,þetta var mjög óvænt og skemmtilegt kvöld með ykkur mæðgum,takk fyrir komuna,komið  fljótlega aftur,ég á alltaf til kaffi,mundu bara að hringja næst í heimasímann hehehehe.... sjáumst Ullandi


Rigningin er góð... C",)

Arna,Alma og Gunnar.
Hæ hæ kæru vinir,jú rigningin getur alveg verið góð og skemmtileg,komst að því í dag með púkunumBrosandi,við örkuðum inn í litlaskóg í dag og skemmtum okkur í lækjunum og lítilli á,sem er í raununni bara lítilll pollur,og Gunnar minn var orðinn einn pollur eftir ca. klukkutíma,og var orðin haugur af skít og ískalt,en Arna og Alma héldu sig meira á mottunni,og voru ekki orðnar eins kaldar og Gunnar,þannig að við fórum heim til Krisínar og fengum okkur heitt bananabrauð,sem Kristín bakaði namminamm.., og heitt kakóUllandi,það var bara æðislegt,við vorum heldur gráðugar,ég og KristínÓákveðinn,hefðum þurft að taka smá lúr,til að líða betur eftir allt helv.. átið í okkur,en börnin okkar leyfðu það auðvitað ekki,þau þurfa sittGlottandi,þessar elskur,en fórum svo bara heim eftir alla skemmtunina,settum öll blautu og drullug föt í þvottavélina og höfðum það bara næs,en fengum okkur léttan kvöldmatKoss. En svo var hún Anna196,að hjálpa okkur að gera heimsíður krakkana minna,alveg rosalega flottar,ég er mjög ánægð með það,mér fannst líka síðurnar flottar sem Ragga gerði fyrir börnin mín(þær sem voru) en langaði að breyta til,sorrý Ragga,ekki illa meintHlæjandi,en elsku Ragga,Viktor og Ísak,innilega til hamingju með 2 ára töffarann í dag,sjáumst í veislunni á morgun :) En ef það verður gott veður á morgun,þá ætla ég að fara með krakkana í sund,snemma á morgun,svo er líka 13 Júlí á morgun,sem er fyrsti dagur hundadaga,það er sagt að ef hann verður góður,þá helst veðrið þannig fram á höfudag,sem er 29 Júlí,þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að það verði ekki rigning alla hundadaganaÖskrandi,svo á hún Olga vinkona líka afmæli á morgun,ég má lls ekki gleyma því,það er svooo leiðinlegt að gleyma vinum sínum á svona dögum,elsku Olga mín,heyrumst á morgunHlæjandi, en ég held bara að þetta sé komið nóg hjá mér í dag,knús í krús til ykkar,kv. Drullupolladruslan......

Já, blessuð börnin :)

3 falleg börn.

Hæ hæ kæru vinir,ég var að hugleiða í dag,hvað maður væri eiginlega að gera,ef maður ætti ekki börninÓákveðinn veit ekki..... kannski væri maður bara einhvernsstaðar á fyllerýi (róni) eða vinnualki,eða ég bara hreynlega veit ekki hvað???? en þau gera bara svo margt fyrir mann,gefa manni tilefni til að vakna á morgnana,þrífa heimilið og þau,næra og leika við þau,og aga þauGlottandi eða maður reynir það allavega,en eitt er víst,að ég kynni allavega ekki við lífið og tilveruna án þeirra,bara hreinlega kynni það ekki og langar alls ekki að læra það,þau eru jafn yndisleg og þau geta verið erfiðHlæjandi,samt er ekkert barn svo yndislegt,að foreldrum þykir ekki gott að þau sofni á kvöldin,því maður þarf víst tíma fyrir sjálfan sig líka,ekki satt? nei,nei,ég var bara að spá í þetta í dag,þegar að ég var að þrífa og hugsa um litlu krílin mín í dag,hvað þau eru að gera manni mikinn greiða með að vera til fyrir mann og elska mann alveg skilyrðislaust,og því miður,þá eru til svooo vondir foreldrar í heiminum,sem fara alveg virkilega illa með börnin sín og aðrir sem ekki geta átt börn,en þrá það svo heitt,og þurfa að ættleiða börn og borga heilann helling fyrir það.   Það er svoo margt sem er svo óréttlátt í lífinu,að maður þakkar aldrei of oft, fyrir heilbrygð börn, og að geta átt börnin sjálfur,það er alls ekki sjálfgefið,þetta er eitt af því í lífinu sem maður má aldrei gleyma.  

En svo er ég bara að spá í að byrja ekki á átakinu mínu fyrr en eftir helgina,vegna þess að þetta er síðasta frívikan hennar Örnu minnar á leikskólanum,ætla bara að njóta hennar með henni og Gunnari, fara í sund og út og stappa í pollunum með þeim í rigningunni,það ætlum við að gera á morgun,með Kristínu vinkonu og Ölmu dóttir hennar,það er eins gott að það verði rigning,en ekki sól,þá verð ég brjáluðFýldurGlottandi he he he... jiiiiii..... hvað maður er skrítinn,maður er að kvarta yfir sólarleysi alla aðra daga ha ha ha......Hissa  Hey,en Imba mín,allavega er í lagi með símalínuna mín megin,eins og þú mannst í dag,veit ekki með símalínuna þín meginHlæjandi þú kannski kannar það einhvern daginn,er það ekki????  en annars er ég að spá í að kveðja að sinni og segja knús í krús til ykkar,kv. drullupolladruslan...Koss


Búin að flytja mömmu c",)

flottust :)

Hæ hæ kæru vinir,það er komið alltof langt síðan að ég skrifaði síðast,það er bara búið að vera brjálað að gera. Ég var að vinna alla síðustu helgi í sundlauginni,og það var bara klikkað að gera,vegna þess að það var landsmót hestamanna,venjulega eru 70-120 manns á dag,en um helgina voru 406 á föstudaginn og 550 manns á laugardaginn og enginn pása frá klukkan 10 um morguninn til klukkan 18:30,sem betur fer vorum við 4 á vakt,annars væruð þið búin að koma á jarðarförina mína :(  Mánudagsmorguninn lögðum við af stað vestur og vorum komin klukkan 17:00 á áfangastað og við fórum beint í það að sækja lyklana af flutningabílnum og koma Örnu í pössun til Andreu,dóttir Gauu vinkonu,en Gaua ætlaði að passa fyrir mig,en ákvað að vera lengur í sveitinni hjá mömmu sinni og pabba,þannig að hún reddaði mér dóttur sinni,sem betur fer og mæðgur, takk æðislega fyrir það :) ég veit ekki hvernig við hefðum getað þetta öðruvísi. En við vorum að flytja til klukkan 22:30,og daginn eftir þrifum við mamma hina íbúðina og Rósa og Tobba komu svo að hjálpa okkur að raða upp,þetta gekk alveg rosalega vel :) það er alltaf gott að eiga góða að :) segi ég alltaf.....  en svo var bara klárað það mesta,Hallgrímur að setja upp hillur og ljós fyrir mömmu,lögðum svo af stað norður á miðvikud.kvöld kl.20:00 og vorum komin kl.02:00 um nóttina,svo var ég að vinna daginn eftir(fimmtud.kvöldið) og hálfgerð slökun bara í dag :) þannig að ég er bara búin að vera alveg á fullu í viku :) og ekkert komist á brettið,en ég er sko með strengi fyrir því,um allan líkaman :) ég reyndar fór á trampólín,í smá stund og gat varla gengið eftir það... ógislega skrítið....hmmm.....  það er sagt að það sé rosalega góð líkamsrækt að vera á því,5 mín. á dag, dóttir mín ætlar að kaupa sér trampólín,ég fæ kannski að fara á það öðru hvoru ????? hver veit....hmmmm...... Guðrún mín,er það ekki ???  en ég verð að koma mér af stað á brettið á morgun og ekkert hángs meira,mamma gaf mér 2 lóð,þannig að ég ætti að getað tekið á því,almennilega :) og Berglind frænka var að fá sér svona bretti,frábært hjá henni,núna verðum við bara að vera duglegar saman,en samt í sitthvoru landshorninu hehehe..... við förum létt með það,bæði í tölvusambandi og símsambandi hahahhaah..... ættum að getað fylgst með hvoru annarri ????  en þetta er komið nóg í bili,knús og kossar til ykkar,kv.svitadruslan :)


Í nógu að snúast....

Prinsessuherbergið.
Hæ hæ kæru vinir,ég er ekkert búin að fara á brettið í dag,en ætla seinnipartinn eða í kvöld. Ég var að laga herbergið hennar Örnu til klukkan að verða eitt í nótt,og fórum í Gunnars herbergi þegar að við vöknuðum. Svo erum við að flísuleggja bílskúrinn(eða réttara sagt Hallgrímur) og ég að klára þvottinn og fer svo út með Örnu á eftir og tek svo á móti Elsu,Silla og Jóa litla og grillum eitthvað gott í kvöld,þannig að hjá okkur er í nógu að snúast þessa dagana. Núna ættu Sigga Tóta og co. að vera lent og komin á áfangastað á Benidorm,og kannski komin á ströndina :) skemmtið ykkur vel kæra fjölskylda.  En svo að ég rjúki úr einu í annað,þá ætla ég og Hallgrímur að hætta að reykja eftir að við komum að vestan,og ætlum að fara næsta vor út eitthvert fyrir reykinkarpeningana :) bara tvö og hafa það gott og rómantískt :) þessa ferð ætla ég að hugsa um ef mér langar í sígó,það væri gott að fá stuðning ykkar ????  takk takk :) En núna ætla ég að drífa mig út með litlu skottu,í fótbolta eða eitthvað.. :) sjáumst hress,kv. Dóra :) 

Mig verkjar svo....

Gunnar og Jói litli.
Hæ hæ kæru vinir,jamms og jæja,ég fór 5,4 km. í gær í ca. 45 mín. og ég er með svooo mikla verki út um allann líkaman,ég er að spá í að hvíla mig í dag,vegna þess að þegar að ég var búin á brettinu í gær,fórum við Arna í langan göngutúr með Kristínu vinkonu og Ölmu dóttir hennar og fór svo í vinnuna,þannig að líkaminn er bara þreyttur í dag,ég ætla bara að þrífa heimilið og taka á móti gestum í kvöld. Elsa,Silli og Jói litli eru að koma í dag,en þau gista hjá tengdó. Þannig að ég ætla að hafa heimilið hreint,þá líður mér svo miklu betur :) En Sigga Tóta vinkona er að fara til Spánar næstu nótt...ohhh ég öfunda hana svooo mikið,þetta er auðvitað bara æði að vera úti á Benidorm,fór þangað árið 1996,og var í 3 vikur og skemmti mér rosalega vel,þetta er æðislegur staður í alla staði,en Sigga mín og co. góða ferð út og njótið ferðarinnar. Ég var að tala við Berglindi frænku í gær,og við erum að spá í að byrja á danska kúrnum,þegar að ég er komin aftur frá Ísafirði,við erum að fara vestur til að hjálpa mömmu að flytja í íbúðina sem hún var að kaupa sér,og mamma,til hamingju með íbúðina :) vonandi að þér eigi eftir að líða vel þarna :) þannig að þá verður tekið vikilega á því,og ekki slæmt,ef Berglind kaupir sér svona bretti :) En það þýðir ekki að hanga hér í allann dag,verð að þrífa,bless í bili,kv. verkjadruslan :)  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband