18.1.2007 | 16:46
Allt að koma......
Jamms og jæja.... nei ég er ekki alveg hætt að reykja,en ég er komin úr einum pakka á dag í 3-5 sígarettur á dag,og ég er alveg að fara að sleppa þessum fjanda,kannski á morgun eða hinn mun ég hætta alveg.
En annars er bara allt gott að frétta og hún mútta mín á afmæli í dag,og TIL HAMINJGU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU MAMMA,AMMA OG TENGDÓ í dag,og þú ert bara orðin 40 og eitthvað ára gömul...er það ekki ???? segjum ekkert meira um það hehehehhe....... en vonum að dagurinn verði skemmtilegur hjá þér dúllan mín.
En klukkan ellefu í fyrramálið förum við Hallgrímur í fyrstu mæðraskoðun og ætlum að láta tékka á því hvort það séu fleyri en eitt barn í vændum,ég er komin með kúlu og ekki komin lengra en 14 vikur á leið,kannski er þetta aldurinn eða kannski mikið legvatn eða að ég sé komin eitthvað lengra en ég held,það hefur ekki séð á mér hingað til fyrr en á 4-5 mánuði,þetta er svolítið skrítið allt saman,en við sjáum hvað kemur út úr þessu á morgun
Annars er allt við það sama,ég er núna að blogga í vinnunni og ekkert að gera,jú reyndar fæ ég frið til að lesa bókina umkomulausi drengurinn,hún er alveg rosalega góð og maður á bara ekki til orð um það hvað hægt er að fara illa með blessuð börnin
jæja þá er ég að spá í að hætta núna og ég kem kannski með einhverjar fréttir á morgun frá mæðrakoðuninni,en þangað til´kveð ég......
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guuð Dóra..
Verður nú að skrifa það hér inn strax i fyrramál ef það eru 2.
Það er tilkynningarskyldan sko
Eva Sigurrós Maríudóttir, 18.1.2007 kl. 19:53
Jæja Dóra hvort eru það eitt eða tvö ?
Kveðja Hafrún
Hafrún 20.1.2007 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.