22.1.2007 | 16:57
Eitt barn á leiðinni :)
Jæja þá er ég búin í fyrstu mæðraskoðum og bað ég ljósmóðurina að kíkja hvort börnin væru tvö,en ég geng með eitt barn,sem hreyfði sig fyrir tilvonandi mömmu og pabba í fyrsta sinn,og við sáum litla hjartað slá,þetta er alltaf jafn spennandi og jafn mikið kraftaverk,hvort sem þetta er fyrsta barn eða fjórða barn,núna verðum við bara að vona það besta og vonum að allt verði í lagi,og okkur er strax farið að hlakka til næsta sónar og sjá hvað krílið hefur stækkað síðan síðast og kannski hvort þetta sé stelpa eða strákur,við ætlum líka að leyfa Guðrúnu og Gunnari að koma með þá
En Arna og Hallgrímur eru að fara til augnlæknis á föstudaginn n.k. Hallgrímur að láta tékka á sjóninni hjá sér og Arna er komin með letiauga og þarf trúlega að vera með lepp fyrir heilbrigða auganu til að þjálfa hitt,Gunnar minn var með lepp í eitt ár,en það bólar ennþá á letiauganu hjá honum á kvöldin þegar að hann er þreyttur,sjáum til hvernig þetta verður hjá henni Örnu minni
En annars hélt ég upp á 3 ára afmælið hennar Örnu í gær og þetta vra bara annsi skemmtilegt afmæli,og takk fyrir komuna allir sem mættu og takk fyrir stelpuna,en hún verður samt ekki 3 ára fyrr en á fimmtudaginn 25 janúar,ég verð að vinna um næstu helgi,og kláraði þetta bara núna,en ég verð að fara,er að vinna sjáumst......
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.