Augnlæknirinn ....

Við Hallgrímur fórum með Örnu til augnslæknis í dag,og út úr því kom að hún þarf væntanlega að fara í augnaðgerð,ganga með gleraugu og leppmeðferð,því augu hennar eru 10 gráður í skekkju,sem þýðir að hún sér pottþétt illa líka,og að annað augað er alveg skakkt og hægra augað er letiauga,það þarf að færa til augað sem er skakkt,því hún er alveg að verða rangeygð.

Það er ekki langt síðan að ég fór að taka eftir þessu,síðan þá hefur þetta versnað og versnað  og þær á leikskólanum tóku líka bara allt í einu eftir þessum breytingum,en samt er enginn úr minni fjölskyldu með þetta sem barn og ekki úr Hallgríms fjölskyldu heldur,ég er alla ekki að skilja hvaðan Gunnar og Arna fá þetta,ég hefði haldið að þetta væri ættgengt,en svo er ekki,ekki er Guðrún Ásta með þetta heldur.... Wink ég skil þetta ekki....

En maður má samt vera þakklátur fyrir það,að þetta er samt eitthvað sem hægt er að laga,þetta gæti verið verra,þannig að við hættum þessu væli og verum jákvæð og gerum okkar besta.  Hallgrímur fer hugsalega í leiseraugnaðgerð til að losna við gleraugun,það er frábært að eiga þennan möguleika,þessi aðgerð kostar 300 þúsund,og stéttafélagið tekur þátt og borgar 25 þúsund á augað.    En ég er að vinna alla helgina og ég skrifa meira eftir helgina.....  Góða helgi Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The suburbian

Hej darling. Hvað er þetta......einhver landlæg "leti" þarna á Króknum??? Nei bara djók, þetta er auðvitað bara hundleiðó að standa í þessu en skárra en eitthvað annað og alvaró!!!

Besta kveðja úr Breiðó :o)

The suburbian, 27.1.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband