9.2.2007 | 16:23
Um síðustu helgi.....
Fórum við fjölskyldan til Reykjavíkur til að versla föt á bumbulínu og keyptum líka afmælisgjöfina hennar Örnu frá okkur,og fengum við handa henni borð og 2 stóla í herbergið hennar og hillusett í stíl,hún er alveg rosalega ánægð með þetta allt og dundar sér nú helling við að púsla latabæjarpúsluspilið sitt og hlustar á músik,ægilega dugleg
Jú og auðvitað fór ég í tvö líf og fékk mér óléttuföt sem var orðið heldur betur þarfaþing,endaði að vísu 21 þúsundum fátækari í staðin,en lít líka betur út í flottari fötum hehehe....
Við lentum í flottu og ógislega góðu fjölskyldumatarboði að hætti Vigdísar mágkonu,ekkert smá góður matur á laugardagskvöldinu,og fór svo í heimsókn til Vallýar vinkonu og töluðum þar og möluðum fram á nótt,enda ekki búnar að hittast í marga marga mánuði
Eftir gott spjall við flesta úr fjölskyldum okkar höfum við komist að því að kannski eru augun á henni Örnu svona eftir að hún datt úr kojunni hjá Gunnari,við erum mikið búin að vera að spá í þetta og ég er búin að tékka á barnalandssíðunni hennar fyrir og eftir 4 nóv. þegar að slysið átti sér stað að augun í henni fóru að vera svona eftir að hún datt út úr kojunni,enda var þetta ekkert smá högg,og ég er búin að tala við læknirinn sem tók á móti henni og hann er skoða þetta,núna er ég bara að bíða eftir því að hann hringi aftur í mig og sjá svo hvort hægt sé að láta hana í sneiðmyndatöku og kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í fallinu,þannig að við bara bíðum og sjáum hvernig þetta fer,en annars er ég að vinna þessa helgina og blogga bara meira eftir helgi,og þá kannski kem ég með eina bumbumynd,en þangað til hafið það gott......
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott óléttuföt sem þú keyptir
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 11.2.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.