21.2.2007 | 13:57
Öskudagurinn !!
Jæja loksins komst ég inn,það er búið að vera þvílíkt vesen að komast inn á síðuna til að blogga,en vegna nýrrara uppfærslu hjá blog.is og mistaka vegna lykilorða hjá notendum blog.is,þá er maður búin að vera að bíða og bíða eftir svari hjá þeim og svo loksins fékk maður svarið og lausnina til að getað bloggað til ykkar,og enn og aftur þá kom hún Sigga mín til sögunnar og hjálpaði mér með þetta allt saman,þú ert ómissandi mín kæra... takk takk !!!!!
En svo að við snúum okkar að deginum í dag,þá byrjaði ég á því að fara með Örnu í leikskólann á grímuball og Gunnar í árvist til að syngja með krökkunum í fyrirtækjunum í morgun og allt gekk þetta vel og Gunnar kom með fullann poka af sælgæti heim til okkar og hélt okkur veislu... æði !!!! Gunnar leikur svarthöfða í dag og Arna beib leikur ljón.... ægilega flott... myndir verða settar inn á síðurnar þeirra á barnalandi
Ég er nú samt vön því að það sé maskað á bolludagskvöld í heimahús heima á Ísafirði og ég á rosalega erfitt með að venjast þessum sið,og líka að krakkarnir mínir missi af þeim siði,en svona er þetta bara.......
En núna er ég loksins búin að fá símtal frá lækninum okkar varðandi Örnu,og hann er bún að vera kanna afleiðingar svona falla og kanna hvort þetta geti átt sér stað og er búin að tala við einhverja taugasérfæðinga og augnsérfræðinga og þeir telja að augntaugar og sem aðrar taugar geti skemmst eða skaddast við svona högg,þannig að núna er önnur bið eftir öðrum lækni til að fá tíma í ómskoðun á höfðinu á henni,hún verður sem sagt svæfð á meðan að hún er inni í tækinu, en við álítum að þetta sé kannað til öryggis auðvitað,líka upp á það að hún þarf að fara í augnaðgerð,og ég vil ekki að hún sé framkvæmd fyrr en ég er alveg viss um að það sé málið,því að þetta augnferli er alveg stórfurðulegt,og það sem meira er,að hún er líka farin að missa jafnvægið og þær á leikskólanum hennar eru líka búnar taka eftir þessum svakalegu breytingum á stuttum tíma,þannig að ég er ekki móðursjúk,sem væri eiginlega gott í þetta skiptið....
núna er ég að fara með Gunnar niðrí íþróttahús og slá köttinn úr tunnunni og fleyra fjör..... svona til gamans þá fékk ég hárkolluna hennar Guðrúnar lánaða og geislasverðið hans Gunnars og tók mynd af mér,og þið sjáið útkomuna hér á myndinnni sem fylgir hehehehe.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já maður á nú að venjast því börnin klæði sig upp á bollu degi en þar sem maður er nú kominn í burtu þá verður maður bara að venjast öðrum siðum ;)
en svona annars þá fer það þér bara nokkuð vel að vera með svona rautt sítt hár hehehehehe
Sigríður Þóra, 21.2.2007 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.