12.3.2007 | 00:00
Loksins !!!!!!
Já ég segi loksins þegar að ég fékk loksins bréfið frá barnalækninum á Akureyri um að Arna ætti að mæta í ómskoðunina,við eigum að mæta með hana 27 mars,þar verður hún svæfð og höfuðið skannað,þetta á að taka allt í allt ca. 3-4 klst. en þá er líka nokkuð þungu fargi af manni létt,vegna þess að maður er alltaf að velta sér upp úr því að ef nú eitthvað meiriháttar væri nú að og svo framvegis,en við fáum nú líklegast að vita það svo fljótlega eftir
og svo er nú ýmislegt búið að ganga á með minn ungling um helgina,því hún er nú bara alveg að flippa út blessunin,ef ég hef verið svona erfið við þig mamma mín og amma mín,þá bið ég hér með afsökunar á því,svo er eins og maður megi bara alls ekki gera neitt og þau mega gjörsamlega vaða yfir okkur fullorðna fólkið eins og ekkert sé,ef maður slær rétt aðeins á munninn og valla það,þá er það komið út í ofbeldi og börnin segja bara við okkur,ég kæri þig fyrir ofbeldi....sko,hvers eigum við foreldrarnir að gjalda ???? það sem áður fyrr var kallaður agi að rasskella og var talið bara nauðsynlegt,en í dag er það kallað ofbeldi,áður fyrr var slegið eða gefið utan undir ef börnin voguðu sér að rífa kjaft við fullorðið fólk og það var kallaður góður agi,en í dag er það kallað ofbeldi,ég meina hvað er að ????? ég er ekki að tala um að kýla megi blessuð börnin eða berja þau,langt frá því,en við getum bara alls ekki setið undir öllu frá þeim,þó að þau séu bara unglingar enda eru börnin svo miklu erfiðari við foreldra sína í dag en þau voru hér áður fyrr,ég man eftir því að ég sagði mömmu og ömmu einu sinni að þegja,og það þýddi það að ég var sleginn utan undir fast,en ég vogaði mér það aldrei eftir þetta að rífa kjaft við mömmu og ömmu,og ég get ekki ennþá sagt mömmu að þegja pæliði í því......
en ég er sem sagt búin með mína helgarvinnu í bili,og við tekur að gera tilbúið fyrir skattaskýsluna,ohhh..... I hate it !!!! best að koma því frá sem fyrst...... en ég ætla að skella mér fyrir framan imbann og njóta friðsins á meðan að allt er í dúnalogni á heimilinu eins og er síja....knús.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Omg hvað ég er fegin að eiga stráka.....nei djók, en vá hvað þetta hlýtur að vera erfitt.....
Kv Ragga
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 13.3.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.