Litla trippið og gleraugun :)

Það var heldur betur kátt í höllinni í gær þegar að Hallgrímur kom heim með fyrstu gleraugu prinsessunar,henni fannst þetta nú hálffurðulegt en samt gott að sjá skýrt Woundering og alveg nýtt, skoðaði púsluspilið sitt,fór svo í spegilinn til að skoða sig betur en vanarlega,settist í sófann og horfði á sjónvarpið með bros út að eyrum,og það fyrsta sem hún bað um í morgun þegar að hún vaknaði voru gleraugun... algjört krútt Wink og Gunnar bróðir hjálpar nú vel með þessi mál,henni finnst gott að stiðjast við bróður sinn,við börnin fórum svo labbandi í búðina til að kaupa nammi í poka,og Arna var að sjálfsögðu með gleraugun sín og hún fylgdist með öllu í búðinni (sem hún er ekki vön að gera) en eftir að við komum heim vildi hún fá pásu og tók gleraugun af sér,enda er það ekkert skrítið,það tekur örugglega tíma að venjast þessu Cool 

En annars er allt það sama hér,skeður ekkert nýtt svo sem..... mig langar svo mikið til að skreppa vestur á Ísafjörð (heim) ég er komin með svoooo mikla heimþrá Sick ég er ekki búin að fara vestur í marga marga mánuði,en ég ætla vestur í kringum fyrsta maí til að hjálpa mömmu að flytja já eða Hallgrímur,ég ber nú ekki mikið í mínu ástandi...... ég stjórna þá bara í mínu hásæti,þar er hún Dóra á réttum stað Tounge  hehehehe.........  eða hvað ????

Arna pissaði undir okkur hjúin í nótt,þannig að það eru fleyri verkefni í dag en ég ætlaði mér,þarf að taka rúmfötin úr vélinni og auðvitað að reyna að klára eina af þremur óhreynakörfunum... allavegana,þannig að ég kveð í bili og ég læt mynd af Örnu minni með gleraugun sín í fyrsta sinn fylgja með blogginu í dag.... góða helgi !!!!!   knús....gleraugnasystkinin flottu :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað gleraugun fara henni alveg ótrúlega vel Gott að greyjið sé svona ánægð með þetta,enda kannski skiljanlegt ef hún hefur varla séð neitt áður Hafið það gott og heyri í þér eftir helgi!!!

Kossar og knús...Magga V 

Magga V 17.3.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Hún er ekkert smá dúlla með nýju gleraugun ;-)

Kíki í heimsókn eftir helgi....

knús Ragga

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 17.3.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Sigríður Þóra

æji hvað húner nú mikið krútt með fínu nýju gleraugun sín. loksins getur hún séð heiminn í kringum sig almennilega :))

knús

Sigga Tóta

Sigríður Þóra, 18.3.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband