20.3.2007 | 18:46
Gekk betur en .........
en ég þorði að leyfa mér að vona með hana Örnu mína,í dag var fyrsti dagur hennar á leikskólann með gleraugun og leppinn,og ég var búin að tala og tala um þetta við hana í allann morgun,en ég bjóst samt við látum á leiðinni í leikskólann,en ég setti lepp með blómum á og gleraugun á eftir,hún brosti bara og var mjög hrifin af blómunum og hlakkaði til að sýna krökkunum flotta leppinn sinn og flottu gleraugun sín,alveg hæstánægð með þetta allt,ég hrópaði nú ekki húrra yfir þessu fyrr en ég var búin að fara með hana í leikskólann,jesssss.... þetta tókst án allra átaka,en ég veit ekki hvernig þetta gengur á morgun,ég ætla bara að taka einn dag í einu
Á sunnudaginn fékk ég Systu óvænt í heimsókn,ég er ekki búin að sjá hana í 3 ár,já eða síðan að Berglind og Kristján giftu sig,þetta var mjög skemmtilegt, ég bauð henni að sjálfsögðu upp á heit vínarbrauð og kaffi og svo var mikið spjallað,takk æðislega fyrir innlitið darling !!!!!! vonandi sjáumst við fljótlega aftur
Núna akkúrat í þessu augnabliki eru mamma og Hallgrímur að reyna að leggja af stað hingað norður,því það er bara geggjað veður,en múttan ætlar að vera hjá okkur í um það bil viku,þannig að núna verður farið í það að búa til mömmu fiskibollur nammi nammm..... hlakka til að sjá þig !!
Mér brá nú heldur betur við að lesa fréttablaðið um daginn,þegar að ég las um yngstu foreldra í heimi,sem eru auðvitað frá USA, en þau eru 8 og 9 ára.... HVERNIG ER ÞETTA HÆGT ???? ég bara spyr,líffræðilega séð á þetta ekki að vera hægt,en jú þau geta svo sem verið ÓTRÚLEGA ÞROSKUÐ AF LÍKAMA OG SÁL, ég meina að ég á 7 að verða 8 ára gamlan son og hann veit ekki hvað kynlíf er,hvað þá að fara að stunda það,já og að hann sé orðin kynþroska til að getað búið til börn,já þetta finnst mér alveg ótrúlegt og óhugnalegt,og hvernig með foreldra þeirra,það hlýtur að hafa séð á barninu að hún væri ólétt, og var svo bara allt í lagi að leyfa barninu og að eiga ungabarn,hvað er að fólki,ég bara spyr ????
en ég í mínu sjokki þá ætla ég barasta að koma mér inn í eldhúsið og elda handa okkur góðan mat,en bless þangað til næst, Dóra segir knúúússss
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ:)
Vottafokk dú jú mín??? 8 og 9 ára gamlir foreldrar???? Er ekki alveg í lagi??? Mér varð nú bara hálfóglatt af tilhugsuninni! Og já hvað er að fólki að leifa þessu bara að gerast!!!! En Arna er svo sæt með gleraugun og leppinn,og skil bara vel að hún sé ánægð greyið:)
Kossar og knús....og sé þig fljótlega...Magga V
maggav 20.3.2007 kl. 20:16
Hæ hæ bara að kvitta fyrir mig og sjá skvísuna með gleraugun sín....æðisleg með þessi gleraugu.
Kv Imba
Imba 22.3.2007 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.