Ýmist í ökkla eða eyra.....

Það er búið að vera í nógu að snúast þessa dagana,mamma er búin að vera hér hjá okkur í rúma viku og við höfum haft nóg að gera,gerðum tæpar 50 fiskibollur namminamm.... sem eru nú bara í frystir og býða uns nokkrir kjammar koma og éta þær Cool sem verður örugglega ekki langt í,en við erum búnar að versla og versla og hún er gjörsamlega búin að gera börnin alveg hringlandi vitlaus,kaupir allt fyrir þau sem þeim langar í... næstum því Tounge en hún fór í kvöld frá okkur og hennar er sárt saknað,takk fyrir frábæra daga með þér Smile knús....

En á þriðjudaginn s.l. fórum við Hallgrímur með litlu prinsessuna okkar í segulómun,þar sem hún var svæfð og sett í þetta rosa tæki og hausinn skannaður,hún stóð sig eins og hetja og var alveg rosalega góð og yndisleg,en mamman átti hins vegar mjööög bátt með sig þegar að skottan var svæfð,það kemur einhver ónota tilfinning í mann,ég var næstum farin að gráta Crying þegar að hún lagðist í svefninn,enda er ég ólétt og er kannski extra viðkvæm fyrir svona löguðu núna,en út úr þessu kom bara allt í þessu fína með höfuðið,engar bólgur eða nokkuð annað,hjúkkk !!!!! mikill léttir,enda var rófan mín litla búin að finna aðra leið upp í kojuna,en við bara tókum hana í sundur og bjuggum bara til eitt rúm úr þessari koju,þá var mikill léttir á heimilinu og ALDREI AFTUR KOJUR !!!!   en  allt er gott sem endar vel,segi ég nú bara Smile og Örnu gengur vel með gleraugun og leppinn.

En á morgun fer Hallgrímur minn í Ólafíu og Óliver og ætlar að kaupa barnavagninn sem mig er búið að langa í síðan í desember,hann er á svo góðu tilboði núna og ég þori ekki að bíða lengur ég ætlaði auðvitað ekki að gera þetta fyrr en eftir fæðingu,en ég bara get ekki beðið lengur,ég tek hann bara ekkert úr kassanum fyrr en að ég er búin að eiga,og hana nú,en nóg með það,ég er að spá í að koma mér í háttinn og segi bara góða nótt kæru vinir Smile  knús.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað er gott að vita að það er allt í lagi með Örnu litlu, nú getið þið ásamt öllum öðrum farið að anda léttar

Kossar og knús...Magga V. 

Magga V 30.3.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: The suburbian

Ég samgleðst ykkur innilega með litlu dömuna. Ég er sammála með kojurnar, þetta eru stórhættulegar græjur. Mér er alltaf illa við þær þegar við förum í bústað, grísunum finnst ekkert skemmtilegra en að hamast í þessu og við foreldrarnir erum alltaf á nálum. Kveðja.

The suburbian, 30.3.2007 kl. 14:29

3 identicon

Gott að vita að allt var í lagi með dömuna..  En er sammála þér að ´það er erfitt að þegar að þau sofna... maður .. já fær tár í augun...

Burtu með allar kojur...

kv Freyja

Freyja 31.3.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband