12.6.2006 | 23:18
Hæ hæ á nýja blogginu.. :)
Hæ hæ kæru vinir,mér líður bara mjög vel með þetta blogg,Sigga Tóta hjálpaði mér alveg fullt með að koma henni af stað og gera hana svolítið huggulegri en hin var :) takk fyrir það Sigga mín :) en ég hef ekki staðið mig neitt mjög vel á brettinu um helgina og var að vinna í dag,en ég byrja á fullu aftur á morgun,ég þori ekki einu sinni að stíga á viktina :( en geri það bara á föstudaginn,vona að ég verði ekki fyrir miklum vonbrygðum. En ég fékk alveg rosalega óvænta heimsókn um helgina,fyrst komu Sigga Tóta,Elísabet og Inga Hanna í heimsókn á föstudagskvöldinu,og mér brá ekkert smá og ógislega gaman að fá þær,en svo á Laugardagskvöldinu komu Sigga Tóta og Gugga Gabríelsd. og ég hafði ekki hugmynd um hana hér um slóðir,og var ekkert smá hissa,þær segja að svipurinn á mér hafi verið óborganlegur og ætla að lifa á honum lengi,segja þær,en eins og ég segi gjarnan,gott að ég gat skemmt ykkur kæru vinkonur :) ég gleymi þessu seint elskurnar og takk fyrir að kíkja á mig. En ég og Gunnar minn fórum til þeirra í bústaðinn í gærkvöldi,það var mjög gaman og Gunnar og Almar(sonur Guggu) fóru í pottinn og skemmtu sér mjög vel og náðu mjög vel saman :) þetta var í fyrsta skiptið sem að þeir hittust og við komum ekki heim fyrr en klukkan hálf eitt,það var svoooo gaman hjá okkur og takk æðislega fyrir okkur,jæja,þetta er komið gott í bili og knús í krús.... :)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jeij! Mikið er ég fegin að þú fluttir. Blog.central sýgur feitan gölt
Gausla 13.6.2006 kl. 01:13
Hæ elskan
ég er komin með blogg
ofurgellan.bloggar.is
kveðja Ragga
ragga 13.6.2006 kl. 11:24
Hæ elskan
ég er komin með blogg
ofurgellan.bloggar.is
kveðja Ragga
ragga 13.6.2006 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.