Komin heim....

Berglind,Gugga og Sigga Tóta.
Hæ hæ kæru vinir,jú ég er komin heim úr borginni,og við skemmtum okkur alveg rosalega vel,farið var með krakkana að gefa öndunum,þeim finnst þetta alltaf jafn gaman :) nema að mávarnir voru svolítið að trufla okkur,þeir eru ekkert smá frekir,enda ekkert æti handa þeim,nema í tjörninni,hvað verður gert í því,veit enginn ???? og fórum einnig með þau í bíó,og sáum myndina, cars mjög skemmtileg mynd,mæli með henni,Arna mín gat setið kjurr og horft,það segir allt sem segja þarf :) Gunnari fannst hún geggjuð :) en við náðum að versla allt sem við ætluðum að kaupa og náðum að heimsækja flesta,kem næst til þeirra sem ég náði ekki að hitta :) við vinkonurnar(Gugga,Sigga Tóta og Berglind) hittums á kaffihúsi,en ekki á kaffi París,við vorum víst aðeins of seinar :(  þetta var mjög skemmtilegt kvöld,við rifjuðum upp gömlu viltu dagana okkar og hvað allt væri nú breitt orðið hjá okkur í dag,áður fyrr voru það strákarnir og djammið en núna eru það fjölskyldan og jú ef einhverjar vörur væru nú kannski færðar í aðra hillu næst þegar að við kæmum í bónus,og pirra okkur á því... mmm..... sorglegt,finnst ykkur það ekki ????? en gaman líka þegar að vel gengur hjá og með börnin okkar :) en elsku vinkonur, takk fyrir æðislegt kvöld,vonandi gerum við þetta fljótlega aftur,kannski við höfum þetta bara alltaf fyrir reglu,í hvert skipti sem ég kem í bæinn :) hvernig líst ykkur á það ?  og elsku Gugga mín,fyrirgefðu mér það að ég minntist ekki á það hér á blogginu,að ég ætlaði að reyna að fá þig með á kaffihús,en það kom aldrei neitt annað til greina :)  En í dag fékk ég í fyrsta skiptið heimsendan launaseðil dóttur minnar, sem var mjög skrítin tilfinning,en mjög góð :) ágætis tekjur fyrir að verða 14 ára ungling.  Ég hef auðvitað ekkert farið á brettið,notaði daginn bara úti við og við þvottavélina í dag :) en á morgun ætla ég að reyna að vakna snemma og fara á brettið,því að við förum á Hofsós á morgun og ætlum að horfa á Hallgrím keppa í fótbolta með vinnunni sinni og auðvitað mala öll hin liðin,annars getur hann labbað heim :) ha ha ha.....   og eftir keppni verður grillveisla og margt fleyra,langur dagur :)  en núna ætla ég að kveðja og fara að horfa á imbann með kallinum :) kv. svitadruslan bráðum.... knús í krús...... P.S. Vigdís mín,takk æðislega fyrir gistinguna og frábærar stundir :) þú ert æði gæði.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra

já takk sömuleiðis fyrir skemmtilega kvöldstund :)

já mér líst bara vel á að gera þetta að reglu þegar að þú kemur í bæinn,,þá getum við fárast yfir hillubreytingum og annað slíkt með reglulegu millibili hahahahaha

kveðja

Sigga Tóta

Sigríður Þóra, 24.6.2006 kl. 10:46

2 identicon

Takk sömuleiðis elsku Dóra mín og þakka ykkur öllum fyrir komuna ALLTAF JAFN GAMAN AÐ FÁ YKKUR Í HEIMSÓKN c",) Bestu kveðjur Þín mágkona Vigdís
P.s. þurfti litli bróðir að labba heim frá Hofsósi ?

Vigdís Blöndal 25.6.2006 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband