8.7.2006 | 01:38
Búin að flytja mömmu c",)
Hæ hæ kæru vinir,það er komið alltof langt síðan að ég skrifaði síðast,það er bara búið að vera brjálað að gera. Ég var að vinna alla síðustu helgi í sundlauginni,og það var bara klikkað að gera,vegna þess að það var landsmót hestamanna,venjulega eru 70-120 manns á dag,en um helgina voru 406 á föstudaginn og 550 manns á laugardaginn og enginn pása frá klukkan 10 um morguninn til klukkan 18:30,sem betur fer vorum við 4 á vakt,annars væruð þið búin að koma á jarðarförina mína :( Mánudagsmorguninn lögðum við af stað vestur og vorum komin klukkan 17:00 á áfangastað og við fórum beint í það að sækja lyklana af flutningabílnum og koma Örnu í pössun til Andreu,dóttir Gauu vinkonu,en Gaua ætlaði að passa fyrir mig,en ákvað að vera lengur í sveitinni hjá mömmu sinni og pabba,þannig að hún reddaði mér dóttur sinni,sem betur fer og mæðgur, takk æðislega fyrir það :) ég veit ekki hvernig við hefðum getað þetta öðruvísi. En við vorum að flytja til klukkan 22:30,og daginn eftir þrifum við mamma hina íbúðina og Rósa og Tobba komu svo að hjálpa okkur að raða upp,þetta gekk alveg rosalega vel :) það er alltaf gott að eiga góða að :) segi ég alltaf..... en svo var bara klárað það mesta,Hallgrímur að setja upp hillur og ljós fyrir mömmu,lögðum svo af stað norður á miðvikud.kvöld kl.20:00 og vorum komin kl.02:00 um nóttina,svo var ég að vinna daginn eftir(fimmtud.kvöldið) og hálfgerð slökun bara í dag :) þannig að ég er bara búin að vera alveg á fullu í viku :) og ekkert komist á brettið,en ég er sko með strengi fyrir því,um allan líkaman :) ég reyndar fór á trampólín,í smá stund og gat varla gengið eftir það... ógislega skrítið....hmmm..... það er sagt að það sé rosalega góð líkamsrækt að vera á því,5 mín. á dag, dóttir mín ætlar að kaupa sér trampólín,ég fæ kannski að fara á það öðru hvoru ????? hver veit....hmmmm...... Guðrún mín,er það ekki ??? en ég verð að koma mér af stað á brettið á morgun og ekkert hángs meira,mamma gaf mér 2 lóð,þannig að ég ætti að getað tekið á því,almennilega :) og Berglind frænka var að fá sér svona bretti,frábært hjá henni,núna verðum við bara að vera duglegar saman,en samt í sitthvoru landshorninu hehehe..... við förum létt með það,bæði í tölvusambandi og símsambandi hahahhaah..... ættum að getað fylgst með hvoru annarri ???? en þetta er komið nóg í bili,knús og kossar til ykkar,kv.svitadruslan :)
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var nú ekkert mín kæra.
Gaufríður 8.7.2006 kl. 14:20
hæ hæ elsku besta vinkona mín. fyrigefðu seinaganginn í mér en hér kemur svarið við spurningunni þinni. já er svarið , mér fynnst þetta mjög góð hugmynd og styð hana 100%.
lovja.Gugga
Gugga 11.7.2006 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.