28.5.2007 | 00:12
Ég er orðin "föðursystir" :)
Það gerðist í dag 27 maí að Maggi Þór og Auður eignuðust litla prinsessu, 16 merkur og 50 cm. eftir langa og erfiða fæðingu,hún fæddist klukkan 17:45 í dag. Elsku Maggi og Auður,innilega til hamingju með litlu prinsessuna ykkar,hlakka rosalega mikið til að sjá litlu frænku gangi ykkur vel !!
En ég hef bara verið mjööög upptekin af börnum og heimilinu þessar vikurnar,prófin eru nú að klárast og skólaslitin verða á föstudaginn 1 júní. Þá fer nú að koma smá ró á þetta allt,og í dag vann í minn síðasta dag í sundlauginni og er komin í barnseigarfrí jibbbbíííí !!!! og við Hallgrímur höfum ákveðið að eiga á Ísafirði í faðmi fjölskyldu minnar í þetta síðasta sinn það eru heil 15 ár síðan að ég átti minn fyrsta erfingja þar, ekkert athugavert við það að eiga sitt síðasta þar líka hehehehe........ vonum bara að það náist og gangi vel En ég ætla bara að hafa þetta stutt núna,og ég kem aftur mjööögggg fljótlega, LOFA !!!!! ég veit að ég er búin að vanrækja bloggið núna í langan tíma,nú er komið nóg vanrækslu sjáumst fljótlega,knússs....... P.S. Elsku Rósa mín,til hamingju með að vera orðin amma,njóttu þess !!!!!
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með litlu frænkuna, elsku besta dúlla.
Saknaðarkveðjur að norðan!!! Knús og kossar!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 28.5.2007 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.