2 Júní !!!!!

Í dag eru komin heil 5 ár síðan að ég fékk þær hræðilegu fréttir að Maggi Freyr okkar væri dáinn,aðeins 22 ára gamall og ég beið lengi eftir því að vakna upp frá martröð eða draumi sem þýddi að hann yrði langlífur,og sennilega bíð ég ennþá eftir því en raunin er nú samt bara þannig að hann er farin fyrir 5 árum síðan,og það er ennþá mjög skrítið og ég velti því stundum fyrir mér,hvað hann væri nú að gera í dag ef hann væri ennþá á lífi,væri hann orðinn pabbi,væri hann ennþá á sjó,já og hvernig ætli hann liti út í dag,ennþá alltaf í ræktinni býst ég við,hann átti nú þegar íbúð og bíl og bjó flott og var auðvitað mjögg flottur strákur og duglegur,já eins og sagt er þá tekur guð það sem hann elskar mest.... alltof fljótt að mínu mati,en einhverveginn get ég ekki ennþá verið glöð á sjómannadaginn eftir þetta einfaldlega vegna þess að hann var sjómaður og dó á sjálfan sjómannadaginn, en ég ætla nú að reyna það á morgun með manninum mínum og krökkunum og byrja á því í fyrramálið að fara í siglingu og horfa svo á það sem boðið er vanarlega upp á á þessum degi,ég er alveg viss um að hann væri bara ánægður með það,og á morgun verður svo haldin minningarathöfn í Ísafjarðakirkju,sem ég hefði verið til í að mæta í, en ég hugsa bara vel til hans í staðinn og kveiki svo á kerti handa honum,en Guðrún mín er komin vestur og ætlar að mæta að sjálfsögðu.  Wink  Hún ætlar líka að vera okkar fulltrúi í fermingunni hjá Fannari Halldór á sunnudaginn,þar sem við bara komumst ekki vegna óléttu minnar og grindargliðnunar,ég treysti mér ekki til að keyra vestur fram og til baka sinnhvor daginn,en svona er lífið það er ekki allt hægt,en bara mínar bestu kveðjur til ykkar...... Heart

En annars var skólinn að klárast þann 1 júní öllum til mikillar gleði,það er sko komin skólaþreyta í alla og komin tími á sumarfrí.. jibbbíííí !!!!! segi ég og tek undir það með börnunum,ég er bara ágætlega sátt við einkunnir barna minna,þó sumir þurfi nú að taka sig á,og ekki ætla ég að nefna neitt nafn hér, tekur það til sín sem það á...... Woundering  en svo veit ég ekki hvernig ég á að geta verið svona í fríi og gera bara ekki neitt,jú ég get svo sem farið í sund daglega og í göngutúra og ég þarf að passa það að hreyfa mig og þjálfa mig upp smá saman,best að ég geri það bara... Tounge  en ég ætla að láta eina mynd fylgja með blogginu í dag af litlu nýfæddu prinessunni þeirra Magga Þórs og Auðar,ég ætla suður á sunnudaginn á ætla að kíkja á litlu dúlluna á mánudaginn,mig hlakka rosalega mikið til að sjá hana og knúsa hana,ég kem ekki til með að fara í neina  aðra heimsókn núna í þetta sinn..... en við sjáumst fljótlega.. knússsss !!!!  Heartfalleg prinessa :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband