21.7.2006 | 00:58
Pabbi minn er komin :)
Hæ hæ kæru vinir,já það er satt,ég á víst pabba eins og allir,en ég sé hann bara miklu sjaldnar en gengur og gerist þeir sem hafa þekkt mig í mörg herrans ár,finnast mjög skrítið að heyra mig tala um pabba minn,því að öll mín æskuár,þá var eins og ég væri eingetinn og kynntist honum ekki fyrr en árið 1996,og komst að því þá,að ég ætti bróðir sem heitir Ögmundur,jú þetta er allt mjög skrítið en gaman að fá tækifæri til að kynnast hinum helmingnum og föðurfjölskyldunni í Noregi,erum að fara að hitta hann í 3ja sinn eftir ca. 9 daga,ohh ég get bara ekki beðið hef ekki hitt hann núna í 5 ár,og pabbi og Berit konan hans,hafa aldrei hitt hana Örnu mína,en Gunnar var eins og hálfs árs,Guðrún Ásta var 9 ára,og hvað mig varðar,jú þá var ég ca. 15 kg. léttari,djö.. hann fær sjokk kallinn hehehe... en sona er þetta bara,stefnum á að fara til þeirra næst sumar,strax eftir skóla en til að geta það,þá verðum við að hætta að reykja,og það verður gert.
En svona til að segja ykkur,þá er ég byrjuð á brettinu mínu góða aftur og er búin að fara ca. 10 km.á 2 dögum,og held áfram strax klukkan eitt á morgun,skelli júróvision á og hækka vel og svittna svo um munar,því um helgina ætlum við að baka og baka,til að eiga í frystir,gera garðinn flottann og þrífa heimilið vel,og gera allt klárt,vegna þess að Herman bróðir hans pabba og konan hans Lív og dóttir þeirra Ranveig,koma með þeim til okkar,og þau hef ég aldrei hitt,bara talað við hann í síma og fengið löng jólakort frá þeim á hverju ári síðan 1996 en allavega þá verður þetta annasöm helgi og spenningurinn alveg magnaður hahaha..... Gunnar minn,er búin að æfa sig og æfa að segja morfar í staðinn fyrir afi og mormor í staðinn fyrir amma hann er algjör gullmoli þessi drengur minn,honum er mikið í mun að gleðja þau með þessu,vel upp alið ha..... svo kemur hún Guðrún mín norður á föstudaginn eftir vinnuna sína fyrir vestan,til að hitta þau,þá verðum við öll hér,og Hallgrímur minn ætlar að fá sér smá frí á meðan,og fá sér eitthvað sterkt með tengdapabba á kvöldin kannski hann byðji kallinn um hönd dótturinnar,nei,maður spyr sig??? hehehhehe.... ætli það en ég er að spá í að láta þetta gott heita í kvöld og heyrumst kannski á morgun,ef ekki þá bara þegar að ég fæ lausan tíma til þess,kv.pabbastelpa...
P.S. Sigga mín,alltaf tekst þér að koma mér á óvart, og gaman að fá að sjá Hönnu Björg svona myndarlega,þetta var mjög óvænt og skemmtilegt kvöld með ykkur mæðgum,takk fyrir komuna,komið fljótlega aftur,ég á alltaf til kaffi,mundu bara að hringja næst í heimasímann hehehehe.... sjáumst
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Njóttu þess að hafa pabba gamla hjá þér mín kæra.
Gaua 22.7.2006 kl. 21:05
hahahaha já ég ætla að muna eftir að hringja í heimasímann svo að það sé nú ekki eins augljóst að ég sé á svæðinu hahahaha.
takk bara fyrir okkur dúlla og njóttu þess að hafa pabba þinn í heimsókn,,þetta með að fara á hnén er nú eki svo galin hugmynd, haha
kveðja
sigga tóta
Sigríður Þóra, 22.7.2006 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.