12.6.2007 | 16:05
Sól og sumarveður :)
Það er ekki hægt annað en að vera ánægður þessa dagana eins og veðurguðirnir eru nú farnir að stjana við okkur Íslendingana,útlönd hvað ??? maður á nú ekki að þurfa að ferðast til útlanda til að fá á sig fallegan brúnan lit,við förum nú bara að ferðast á veturnar og njótum góða veðursins hér heima á klakanum
En ég hef auðvitað i nógu að snúast,við hjúin erum búin að taka garðin í gegn,slá hann,raka,snirta og henda en við eigum eftir að taka aspirnar,en það gerum við bara í haust þá sögum við þær niður og borum gat í sárið og eitrum,þá drepast ræturnar,þær eru örugglega orðnar stórar,aspirnar hjá okkur eru 4 og eru alveg í einni röð,ég er mest hrædd um að ræturnar fari að fara undir húsið og í rörin og skemmi,þær eru orðnar svo stórar og gamlar
svo stækka ég bara og stækka,ég veit bara ekki hvernig þetta endar en ég á nú að eiga í næsta mánuði,þannig að þetta er alveg að taka enda og gaman verður að fá litla krílið í fangið og fara beint í megrun,ég ætla að byrja á því að fá mér bara gúrku og gulrót eftir fæðingu hehehe.... og heilan helling af vatni..... en ég þarf nú bráðum að fara drífa mig upp á loft og finna einhver föt og ungbarnadót,taka ungbarnabílstólinn og þrífa hann,svo förum við Hallgrímur í sónar í næstu viku og það verður gaman að sjá litla krílið okkar,en auðvitað er komin svolítill kvíði í mig fyrir fæðingunni sem er auðvitað alltaf,á þetta eftir að verða erfið fæðing,verður allt í lagi með litla krílið og svo framvegis,það er svo margt sem maður er að velta sér upp úr þegar að það er svona stutt eftir,maður er kvíðin og spenntur..... allt í einum graut en við verðum bara að bíta á jaxlinn og vona það besta,annað er í guðshöndum,en við Gunnar erum mjög dugleg að fara í sund og stundum bíðum við eftir að Arna er búin á leikskólanum og tökum hana með og að vera í pottinum er bara æðislegt og gerir mjög gott fyrir bakið á mér,svo eru það auðvitað heimilisverkin sem er alltaf í nógu að snúast,lika þegar að hún Arna er dugleg að valsa á milli rúma og pissa undir en við erum að fara til Andreu barnlæknis á morgun út af þessu hægðarvandamáli hjá henni,núna er hún búin að minnka að kúka í sig,en er farin að pissa í sig í staðin,en hún er nú samt að safna ennþá og ég er farin að láta hana sita bara á koppnum þangað til að hún kúkar,sem virkar bara vel....
við fórum í síðustu viku suður til að skoða litlu prinsessuna þeirra Magga og Auðar,hún er bara yndisleg og er alveg eins og pabbi sinn en er samt dökkhærð eins og mamma sín,mjög falleg ung dama,en ég komst að því að Arna kemur til með að verða alveg rosalega afbryðisöm og ég sá líka það að ég upplifði Örnu svo stóra maður má ekki gleyma því að hún er bara 3 ára,svo að það var gott að ég rak mig á það og geri þá bara betur þegar að okkar kríli kemur í heiminn,en ég þarf að fara í þvottinn og sækja Örnu svo á leikskólann.... hafið það gott í góða veðrinu.... knússss..
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Iss elskan mín auðvitað á þetta bara eftir að ganga eins og í sögu Allavegana verður allt gleymt og grafið þegar að þú færð litla engilinn þinn í hendurnar. Gangi ykkur vel þarna fyrir norðan
knús og kossar
SiggaTóta
Sigríður Þóra, 13.6.2007 kl. 00:21
Hæ dúllan mín. Frábært að allt skuli ganga svona vel. Ég veit að þetta mun allt ganga súper vel hjá þér. Annars þarftu bráðum að fara að standa við gluggann því við munum á næstunni koma við í smá kaffi þ.e.a.s. þann 10 júlí sennilega. Erum þá á leið til Akureyrar að spóka okkur með Systu og famelí. Kveðja og knús úr borginni.
The suburbian, 13.6.2007 kl. 12:32
Takk fyrir kaffið í dag.....
Kv. RAGGA
Ragga F 13.6.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.