11 dagar í krílið :)

Já tíminn líður og allt að fara að skella á og sem betur fer,ég er farin að hlakka til að sjá tærnar aftur og að getað rakað mig aftur Tounge þið vitið konur..... öðruvísi en eftir minni hahaha......  en ef ég verð heppinn þá förum við vestur eftir viku til að eiga,við förum 25 júlí og verðum við í samfloti með Berglindi og Kristjáni,sem betur fer ef það þarf að taka á móti einhversstaðar á leiðinni,Berglind ætlar að vera tilbúin með soðið vatn og handklæði og vera diggur aðstoðarmaður Hallgríms Grin en við vonum að þess þurfi nú ekki,ég vil fá mín deyfilyf með fæðingunni takk fyrir hehehe....

Gunnar min fór vestur í gær með flugi og var því mjööög spenntur og orðin allt í einu svoooo stór,einn með flugi og ekki við með....  mamma byrjaði á því að gefa honum bland í poka og svo fékk hann jakka frá mömmu og Guðrúnu og var komin á fótboltavöllinn eftir kvöldmat,og fullt af stjani,í dag hringdi ég svo í hann,en hann var í Hamraborg með Laufey frænku að kaupa ís og mátti alls ekki vera að því að tala við mig og ætlar að gista þar í kvöld,maður bara spyr sig...er ég ekki til lengur eða hvað ?????  en það er gott að honum leiðist ekki,en að vera bara með eitt barn utandyra og eitt barn innandyra er bara mjööög lítil vinna myndi ég segja hehehehe...... Wink 

en ég verð bara að vera dugleg að gera allt klárt á meðan,klára þvo þvottinn og gera allt barnadúlleríið tilbúið,og taka svo buxur úr skápnum sem maður er ekki búin að komast í í nokkra mánuði,manni finnst maður vera svooo grannur þegar að maður er bún að eiga heheheh.... verða svo svektur yfir því að hafa ekki komist í buxurnar alveg strax hehehe... þið kannist kannski við þetta,er það ekki ???? 

En Edda mín !!! ég er alveg að koma vestur,en vertu ekki of viss um að það verði brúðkaup hjá mér alveg strax,kannski ekki fyrr en eftir 9 ár hehehehe......  þú átt kannski eftir að fara í mörg önnur brúðkaup áður en mitt verður haldið,en ég lofa þér því að þú færð að vera með í ráðum,og þá verður það djamm brúðkaup í anda okkar frænka Grin en ég knúsa þig vel og lengi þegar að ég hitti þig næst...... og þá kannski fæ ég að heyra um og  að sjá myndir úr þínu brúðkaupi...luuuv....

En  Magga mín varð 30 ára 15 júlí og var okkur vinkonunum boðið í afmæli um kvöldið og við skemmtum okkur alveg rosalega vel,til hamingju með daginn mín kæra og takk fyrir frábært kvöld Wizard     Einnig átti Olga vinkona afmæli þann 13 júlí,komst ekki í afmælistertuna en ég á það bara inni hehehe.... til hamingju með 29 + hin árin Wizard og þau voru svo að flytja inn í nýja húsið sitt á laugardaginn,til hamingju með það,hlakka til að sjá það....

svo á að skíra prinsessuna hans Magga Þórs og Auðar á laugardaginn 21 júlí í Reykjavík,en því miður kemst ég ekki,en mig hlakkar svooo mikið til að vita hvað hún á að heita.....

en þetta er komið nóg í bili og kveð því í bili og ég læt vita hér á blogginu mínu um leið og ég er búin að eiga,eða  Guðrún Ásta gerir það fyrir mig,þessi elska,ég er farin að sakna hennar svo mikið..... Dóran kveður.....luuuv....

Guðrún mín í stuði :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku dúlla ... við skulum vona þín vegna að þið komist vestur, en ef eitthvað ævintýri mun gerast á leiðinni þá vænti ég þess að heyra sögur af því líka, ásamt myndum (ekki neinar ógeðslegar samt!!!)

Hlakka til að heyra af gleðifjölgunarfrétt þegar þar að kemur. Kærar kveðjur, knús og kossar til þín. Gangi þér vel.

Ps. : Ekki raka þig - konur eru flottari órakaðar ... ! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 18.7.2007 kl. 18:47

2 identicon

Góða ferð og gangi þér nú vel Dóra mín að koma þessu barni í heiminn...vona þín vegna að þú náir vestur í tæka tíð, efast þó ekki um að frænka mín myndi standa sig í ljósmóðurhlutverkinu ef til þess kæmi..bestu kveðjur, Systa

Systa 19.7.2007 kl. 20:15

3 identicon

Jæja, Dóra mín. Gangi þér vel fyrir vestan og hafið það gott þar ;o) K. Linda

Linda 21.7.2007 kl. 11:36

4 identicon

Gangi þér vel

Freyja 22.7.2007 kl. 23:47

5 identicon

Gangi þér vel Dóra mín, knús og kossar.Kveðja Hafrún og co

Hafrún 25.7.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband