25.7.2007 | 01:40
4 dagar í krílið :)
Já hér er allt komið í ferðatöskur og ég er búin að gera næstum allt klárt fyrir vesturferð sem er eftir nokkra klukkutíma,kallinn minn að koma heim og er þá komin heim í frí í 2 mánuði jesssss..... æði !!!! þannig að ég held að ég blogga ekki meira fyrr en eftir fæðingu,jiii.... það er alveg að koma að þessu og ég er orðin frekar stressuð yfir þessu öllu saman,svo þrammar maður hér fram og til baka til að athuga hvort maður sé nú að gleyma einhverju.. aftur að aftur ég er alveg viss um að ég gleymi einhverju heima en þá verður bara að hafa það......
En hún litla frænka ( dóttir Magga Þórs og Auðar) búin að fá það fallega nafn Rósa María Franklín, Rósa er semsagt búin að fá nöfnu,til hamingju með þetta öllsömul
Í morgun kom Ragga mín í kaffi og sátum við úti á palli úti í garðinum og horfðum á ungana okkar leika saman og sleiktum sólina í leiðinni,alveg yndislegt....
Í gær koma hún Gaua mín í kaffi með sængurgjöf og góðgæti,sem við reyndar áttum ekki lengi hehe... en hún færði litla krílinu peysu og buxur,takk fyrir það Gaua mín og var hún hjá mér allt síðdegið,alveg yndislegt takk fyrir daginn .....
Í kvöld var okkur Örnu svo boðið í mat til Kristínar vinkonu í lasanja,og við vorum þar til klukkan að verða 21:00 það var svooo gaman hjá púkunum að við gátum bara ekki skemmt það strax takk fyrir okkur......
þetta eru fréttir handa ykkur kæru vinir og við bloggumst eftir fæðingu..... Dóran kveður að sinni og farið vel með ykkur...... knússss.......
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ pæ
Takk fyrir kíkið
Vonandi gengur allt vel í fæðingunni og hér mun ég fylgjast með gangi mála
Kossar og knús vestur á firði (ég hlýt að eiga eitthvað skyldfólk eftir þarna) :)
Ásgerður 25.7.2007 kl. 01:43
Ég vona að allt gangi vel í fæðingunni. Kossar og knús að norðan!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 25.7.2007 kl. 01:47
Gangi ykkur vel á leiðinni til Ísó...
kv Ragga
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 25.7.2007 kl. 20:20
Gangi þér vel elsku dúllan mín og sjáumst fyrir Westan á morgun.
The suburbian, 26.7.2007 kl. 15:04
Já gangi þér vel Dóra mín, vonandi á allt eftir að ganga vel hjá. Hafið það gott fyrir vestan. Kv. úr Reykjavíkinni
Linda 27.7.2007 kl. 09:30
Gangi ykkur vel
magga v 28.7.2007 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.