31.7.2007 | 00:46
2 dagar framyfir :(
Jæja þá er ég komin framyfir og orðin frekar þreytt og úrvinda,langar að klára þetta strax,langar svooo mikið í verkina og allt þetta vonda,þá er maður tilbúin í slaginn.
Ég fór í mæðraskoðun í dag og skoðaði fæðingastofuna sem ég átti elsta afkvæmið fyrir 15 árum síðan,og lítið hefur breyst nema þá kannski nýtt fæðingarrúm og svona eitt og annað og annað skipulag,og allt er svo flott og hlýlegt og heimilislegt.
Ég fer í langa göngutúra á hverjum degi og vona að allt fari nú af stað en ekkert gengur,en ég vona að ég þurfi ekki að bíða lengi en á heimilinu eru veðmál í gangi,Hallgrímur og Guðrún segja á morgun og mamma og Gunnar segja þann fyrsta ágúst,en ég segi þann þriðja ágúst,hvað haldið þið ????
en ég er orðin svooo þreytt núna og ætla að koma mér í bælið og safna kröftum ef eitthvað gerist í nótt,hafið það gott og farið vel með ykkur..... knús og kossar frá mér til ykkar luuuv.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætla að vera leiðinlegust og segja 5 ágúst, rakst hér inn fyrir algera tilviljun. Gangi þér vel, sama hvaða dag það gerist !
Ragnheiður , 31.7.2007 kl. 01:27
Hæ, hæ elsku Dóra mín.
Vonandi ferðu nú að klára þetta ég held nú að barnið komi nú ekki fyrr en 2.ágúst ég ætla að skjóta á þá dagssetningu. Ægir bað mín þann 28.júlí á kaffihúsi rosalega rómantískt svo við erum komin með hringa.
Kveðja Þorgerður baunafari.
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 31.7.2007 kl. 08:28
Elsku besta Dóra Maggý.
Ég sendi þér gífurlega sterkar "push ýta push ýta koma svo ... !!" kveðjur héðan frá Akureyri. Gangi þér sem allra allra best.
Kossar og knús - og ótrúlega mikið af því!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 31.7.2007 kl. 08:33
Hæ honní.
Hugsa til þín á hverjum degi.
Kveðja frá Akureyri/Sauðárkrók
Gaua 31.7.2007 kl. 11:31
Úfffff...... greyjið mitt, er ekekrt að ske hjá þér ennþá. Kannski vill barnið bara koma í heiminn á króknum ??
Ég held að það komi í heiminn á laugardaginn 4 ágúst. þegar ég sit í flugvélinni til Spánar. Flughræðslan verður svo mikil hjá mér að þú færð hríðar
Linda 31.7.2007 kl. 15:03
Hey sweets
Ég er að hugsa um að skjóta á 3.ágúst... mér fyndist það fallegur afmælisdagur :)
Annars bið ég bara að heilsa á Ísafjörðinn og hlakka til að fá þig/ykkur í heimsókn til mín hingað til Danmerkur ;)
Kossar, knús og rembingskveðjur
Ásgerður 31.7.2007 kl. 18:02
Þú færð örugglega hríðir um miðnætti nk.Og verður enga stund að þessu verður alveg sólgin í hafragrautinn í fyrramálið Ég kem svo og kíki á (s......)
Gangi ykkur vel knús Edda .
Edda frænka 1.8.2007 kl. 17:34
Égheld að barnið komi laugardag eða sunnudag, ætla að fara að finna þig.
Gunna Sigga 2.8.2007 kl. 11:09
hugsa til þín á hverjum degi. :)
Freyja 2.8.2007 kl. 11:37
Elsku kellingin mín....það er svo leiðinlegt að bíða...en ég ætla að vera með og giska á 5 ágúst...gangi ykkur vel...hugurinn er mikið hjá ykkur...bíð spennt eins og flestir...
kossar af króknum....magga v
magga v 2.8.2007 kl. 13:27
gefðu mér bara lítið kríli í afmælisgjöf....hahaha
krílið kemur 6 ágúst....
Ragga Fanney 3.8.2007 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.