Alveg andlaus....

Hæ hæ kæru vinir,já ég hef bara ekki nent að skrifa nokkurn skapaðan hlut,SORRÝ....  ég hef bara haft í nógu að snúast með unglinginn á heimilinu,því hún er með unglingaveikina á háu stigi og ýmislegt búið að ganga á,sem ég kannski nefni ekki akkúrat hér,en ég er búin að vera að bregðast við henni á viðeigand hátt og eftir bestu getu og þurft að gefa mér góðan tíma með henni.   Svo er nú skólinn byrjaður og nóg að gera í sambandi við hann,kaupa skóladót og föt,nýta sér þar af leiðandi útsölurnar :) og allir mjög glaðir með það...  við fórum til Akureyris með tengdamömmu(Dísu Dóru) sem kom og var hjá okkur í nokkra daga,og kauptum allt skóladótið þar og ég bauð að sjálfsögðu tengdó upp á köku og kaffi,áður en  heim var haldið.

Fórum svo í jeppaferð upp á fjall með hana og litlu snúlluna mína á Laugardeginum og skemmtum okkur alveg konunglega,þar sem litlan mín fékk að hlaupa um eins og henni sýndist og fékk góða útrás ásamt mömmu sinni sem söng hástöfum fyrir hana og kindurnar ha ha ha.....  þar sem ég var einhvernstaðar í óbyggðum þá lét ég bara allt gossa og fékk góðan hausverk á eftir,en á leiðinni til baka,þá sáum við hjón ekki svo langt frá oó... og hafa þau örugglega heyrt í mér gólið he he...æjæj... ég var ekki sátt við þetta.... :( leið  hálf asnalega á eftir,en hvað um það,fórum svo á kántrýhátið í Nasville (Skagaströnd) þar sem hellingur var um að vera,við Gunnar ætluðum að skella okkur í veltibílinn,en vorum aðeins of sein,því að hann var á leiðinni á Krókinn,en svo vorum við bara í rauninni að eltast við hana Örnu mína,þar sem hún  getur aldrei verið kjurr,þá er ekki hægt að dúllast með hana í rólegheitum neinsstaðar,ég er reyndar orðin vön því og geri ráð fyri því allstaðar ha ha ha....  en ég hef bara ekki komið mér ennþá að því að byrja aftur í megruninni,en við fjölskyldan erum að fara vestur um helgina,og ætlum að hitta allt liðið og fá okkur í glas með honum Magga Þór mínum :) hlakka mikið til,en ég er að fara að sækja hana Örnu mína er orðin of sein,sjáumst vonandi fljótlega aftur,kv. Dóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra

ahhhh loksins heyrðist frá þér dúllan mín,,mahr var barasta farin að halda að það væri eitthvað að hahahahahaha

æji gangi þér vel með unglingaveikina þína,,,,mín er alveg að farast nefnilega líka þessa dagana svo að ég er sko alveg að skilja hvað þú ert að ganga í gegnum hahahahahaha

kveðja

Sigga tóta

Sigríður Þóra, 28.8.2006 kl. 21:54

2 identicon

Ohhhh ég rétt missi af þér! En hey núna erum við eiginlega bara örstutt frá hvorri annarri svo að kannski hittumst við miklu oftar fyrir vikið.
Kveðja G

Gaua 29.8.2006 kl. 08:06

3 identicon

hæhæ Dóra, þá er bara að slá 2 flugur í einu höggi og draga unglinginn út að labba með þér... ræða málin og koma blóðrásinni af stað.
kv. Karen

Karen 2.9.2006 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband