Óvænt heimsókn :)

Ég fékk sko heldur betur óvænta heimsókn í dag og aftur tókst Siggu að koma mér á óvart hehehe... reyndar var Sævar líka og það var svoo gaman að sjá þau,en mér tókst nú ekki að njóta þeirra eins og ég hefði viljað,Arna fór gjörsamlega á limmingunni og Adrían þurfti endilega að taka magakasst...... omg ég var alveg að flippa á þessu,langaði svo mikið til að fá mér kaffi í ró og næði með þeim en mér tókst það ekki,þau færðu mér þennan æðislega fallega blómvönd sem ég þó fæ að njóta.. takk æðislega fyrir mig Grin en heimsókn þeirra fékk mig þó til að taka endanlega þá ákvörðun að ég er búin að fresta ferð minni suður,ég einfaldlega treysti mér ekki að vera ein með Örnu og Adrían í heimsókn hjá vinum og vandamönnum.. sorrý.... hún Arna mín er svoo erfið að ég bara get þetta ekki og Adrían er svo mikið á brjósti ennþá að þetta gengur bara ekki upp,hvorki ég né þið mynduð njóta þess,Hallgrímur er að fara í lazer aðgerð á augunum og verður hálf blindur fyrsta daginn og má ekkert reyna á sig næstu dagana á eftir,þannig að ég yrði í raununni bara ein með þau,það er bara of erfitt og líka það að eftir að ég flutti úr bænum þá er ég ferkar hrædd orðin við að keyra í Reykjavík,ég er svo háð öðrum með að keyra mér..... nenni ekki að hanga bara heima hjá Vigdísi allann daginn og hún í vinnunni... sorrý Woundering 

En ein vinkona mín minnti mig á um daginn þegar að ég var að nefna hvað þetta er allt svoo erfitt núna,að maður hafi bara engann tíma í neitt,en þá sagði hún, en Dóra þetta gengur allt yfir vertu bara róleg þetta kemur allt saman.... og ég bara hjúkkkk.... takk fyrir að minna mig á að þetta er bara tímabil...... enívei.. ég þarf að fara að taka úr vélinni á og setja í þurrkarann og brjóta saman á meðan að Adrían sefur.. góða nótt elskurnar...... knússss..... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The suburbian

Æ það var leiðó að þú komir ekki suður  en ég skil þig mjög vel. Ég vildi óska að þið byggjuð aðeins nær svo maður gæti komið og verið innan handar þegar dagarnir eru erfiðir og ekki virðast nógu margar klukkustundir í sólarhringnum. En það er alveg rétt að tíminn líður þótt auðveldara sé að segja það en upplifa  pepp, pepp darling.

The suburbian, 10.9.2007 kl. 12:20

2 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

iss áður en þú veist af verður Gudda gift frú, Gunnar fluttur að heiman og Arna verður gelgja....hehe og við komnar í raðhús á grafarbakkanum....

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 10.9.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: Sigríður Þóra

hehehe já alltaf gaman að koma í heimsókn til þín dúllan mín og njóttu bara blómanna á meðan að þau standa :)

já allt líður þetta hjá og áður en við vitum af verðum við orðnar gamlar og sitjum og rifjum upp þegar börnin voru lítil,,,þá verður maður nú búinn að gleyma þessum stundum og man bara eftir þeim góðu og skemmtilegu sem standa alltaf upp úr :) hafðu það bara sem best og ég hlakka til að sjá þig aftur,,,hver veit hver ver verður á undan að heimsækja hvern hahahahaha

Sigríður Þóra, 10.9.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband