9.9.2006 | 00:18
Elsku talvan mín.....
Hæ hæ kæru vinir,ég hef verið netlaus í dágóðan tíma,en hún er komin aftur jibbííí !!!! ég var alveg að verða vitlaus að vera svona án hennar,en allt er gott sem enda vel og ég er komin aftur en ég og mín fjölskylda fórum vestur á Ísó um síðustu helgi til hennar elsku múttu minnar,og allra hinna, fórum í afmæli til hans litla frænda Magnúsar Freyrs,sem varð 1 árs gamall þann 1 september, og snæddum okkur á ljúffengum kökum hjá Laufey og Tobbu,namminammmm... takk fyrir okkur Já við hittum auðvitað alla þá sem okkur langaði til að hitta,og fórum til Rósu og Guðbjarts og fengum okkur í glas með þeim,og Magga Þór og Auði kærustuni hans,og enduðum svo á langa manga,hittum þar fullt af fólki og mikið drukkið og mikið spjallað,enda var líðan okkar eftir því á Sunnudaginn ojojoj..... en byrjaði á því að fá mér hamraborgahamborgara um leið og ég vaknaði nammi,uppáldsborgarinn minn. Við enduðum svo á Sauðárkróki um miðnætti,og allt þetta venjulega byrjaði aftur Jú,á mánudeginum byrjaði ég svo á því skipta út óhollu í hollt og byrjaði að hreyfa mig,en samt ekki mikið,ég ætla bara að gera þetta í rólegheitunum núna,en ekki á hnefanum,eins og svo oft áður og springa svo og enginn árangur,búin að fá nóg af því..... og líka búin að fá nóg af því,að þurfa að kaupa mér stór föt og þurfa alltaf að hafa áhyggjur af rassgatinu og að fitan velli ekki upp úr buxnastrengnum,hafa allar buxur víðar að ofan,vera í stórum bol og svo framvegis,og geta ekki klætt mig eins og mig langar til,finna sér einhverjar kellingabuxur,sem engum 34 ára gamalli konu langar til að ganga í,og hana nú,mér skal takast þetta núna,ég keypti mér flottar gallabuxur,en númeri minni en ég þarf,og ég skal komast fljótlega í þær ég skal,ég skal,og ég skal...... takk fyrir að lesa þetta væl,en ég þurfti þess,þið eruð sko vinir mínir,sem nennið að klára niður þetta vælblogg,thengs... en núna þessa helgina er ég að vinna,þannig að ég skrifa ykkur meira á mánudaginn, sjáumst kæru vinir,kv.megrunardruslan
En mig langar til að segja ykkur frá því ,að litla hetjan okkar allra Íslendinga hún Bryndís Eva,fallega prinsessan,sem ég er búin að fylgjast með í dágóðan tíma,kvaddi þennan heim þann 6 september s.l. ég á eftir að sakna hennar mikið, og foreldra hennar sem eru búin að standa sig eins og hetjur,og eru svo frábærir foreldrar og svo ung og þroskuð,þau hafa kennt mér svo margt um að virða það sem maður á og hefur,takk fyrir að leyfa okkur að vera með og læra af ykkur,gangi ykkur sem allra allra best í framtíðinni,og guð veri með ykkur í sorginni,megi hún Bryndís Eva hvíla í friði og ró.
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram Dóra...... við komum þér í pæjubuxurnar áður en þú veist af..... manst bara að hugsa alltaf til mín þegar það þér er svindl efst í huga.....
heilsupúkinn í Dk :)
Karen 10.9.2006 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.