24 klst og + .... takk !!!

það er svo mikið þarfaþing hér á þessu heimili að fá nokkrar klukkustundir í viðbót í sólarhringinn til að getað bloggað.... að það hálfa væri hellingur, þið verðið bara að vera þolinmóð og fyrir rest kem ég með eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt eða kvartanlegt eða fróðlegt eða kannski bara eitthvað jólalegt hahaha....  en ég bara svo upptekinn að því skemmtilega þessa dagana að ala upp blessuð börnin mín og ég er lika að reyna að njóta þeirra alveg í botn,halda aðeins í við unglinginn á heimilinu sem langar svoo mikið til að verða fullorðin helst í gær Angry og er orðin fokvond út í mig fyrir það að reyna tala um fyrir henni,þetta er alveg ótrúleg reynsla að ala upp ungling og mikið vandverk fyrir höndum en ég reyni bara eftir bestu getu að gefast ekki upp á mínum skoðunum og vera þá bara þessi vonda í smá tíma enn,ég er með breytt bak og þoli það alveg en það veit hún ekki hehehe....  það fer mikill tími í unglinginn á öðruvísi hátt en hin og ég er alltaf að velta fyrir mér þegar að eitt mál er afgreytt þá hvað tekur næst við,hverju á ég von á næst og þakka svo fyrir hvert einasta kvöld sem hún er ekki búin að finna upp á einhverju nýju til að rífast yfir eða að setja út á mig á einhvern hátt fyrir því sem henni mislíkar og fær ekki að ráða,í kvöld erum við verstu foreldrar í heimi og hún vill helst fá aðra foreldra,því að grasið er alltaf grænna hinum megin við... þið skiljið..Wink omg,  hvað er til ráða ???  ég er svo mikið að reyna að vera vinur hennar og standa henni við hlið í öllum hennar málum sem upp koma á skynsaman hátt hverju sinni,en henni mislíkar það alltaf vegna þess að hún heldur alltaf að hún sé orðin svo fullorðin og að hún viti gjörsamlega bara allt miklu betur en ég og það er allt ömugulegt sem ég segi því það hentar henni ekki.. ég er einfaldlega bara ömurleg mamma... að hennar hálfu og það er bara allt í lagi en ég ætla alls ekki að gefast upp og hún er að bíða eftir því,en ég er stærri feitari og frekari en hún.. ennþá allavega !!!!! ég varð bara að koma þessu frá mér.. úffff... já þetta er mikið átak en þetta líður hjá en gaman verður að sjá hver uppskeran verður af þessu öllu saman....

ég er svo að spá í að skella mér með kallinum á árshátíð fyrsta des.n.k. ef Adrían leyfir Tounge  ég á eftir að tala við tengdó um pössun og mun ég gera það fljótlega og mig hlakkar svo mikið til að komast út aðeins og hitta fólk,þó að ég fari heim á miðnætti, bara hlaða aðeins batteríin þá er maður góður fyrir jólin, hef ekki miklar áhyggjur af hinum,það er aðallega sá yngsti sem getur haft áhrif á þetta allt saman,en þetta kemur í ljós fljótlega.....  en annars er ég bara góð og ég vona að þið séum það líka. kveð í bili... unglingamamman W00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Elsku Dóra mín, það er sko ekkert lítið mál að ala upp ungling. Ég er sko ekki búin að gleyma því  en vittu til, þegar hún er komin yfir það versta þá verður þú besta vinkona hennar og´svo þegar hún flytur að heiman, þá getur hún ekki einu sinni verið án þín og er hringjandi mörgum sinnum á dag og alltaf inni á gafli hjá þér  

Þetta líður hjá hjá og verður bara skemmtilegt að rifja upp síðar, þú kemst sko alveg í gegnum þetta. Ég get lofað þér því, en alla vega gangi þér vel að ala upp börnin og þó sérstaklega að takast á við unglingavandamálin. Farðu bara og líttu í spegil og segðu "ÉG GET ÞETTA, ÉG GET ÞETTA"  hehehehehehehe, hafið það gott elskurnar. Kveðja úr Reykjavík frá fyrrverandi unglingamömmu og tilvonandi ömmu. Linda.

Linda litla, 19.11.2007 kl. 02:41

2 identicon

Púfff! Er þjáningasystir þín. Bæði hvað varðar unglinginn, tímaskort og allt það. Er þar að auki búin að eignast tengdason og litla barnið mitt er byrjað að sofa hjá buhuhuhuhuhuhuhu.

Gaua 20.11.2007 kl. 11:35

3 identicon

Holy moses... og ég á tvær dætur

Ég hef einmitt heyrt að það sé sko ekkert mál að vera með unglings stráka en að stelpurnar séu liggur við andsetnar

Ég á sem sagt mikið verk fyrir höndum...guð hjálpi mér...og þér og öllum sem eiga gelgju stelpur

magga v 20.11.2007 kl. 13:16

4 identicon

Kræstur stelpur ég fæ bara svona kvíðahroll niður bakið !!! Mín er nefnilega á pregelgju dauðans suma daga, aðra daga er hún bara litla stelpan hennar mömmu sinnar...en jú þroskast og rífur kjaft ( eins og mamma sín hehe he ) aðra daga...

En vertu dugleg Dóra Maggý, við munum alveg báðar hvernig þetta var, ég man það amk og veit að þú gerir það líka, maður taldi sig vita allt mikið betur en allir aðrir...minnir nú að pabbi hafi einu sinni sagt að fyrst ég get ekki hlustað á þau ( ma og pa ) þá get ég bara hlaupið á vegginn sjálf án aðvörunar frá þeim. Sem og ég gerði en iss piss var viss um að ég vissi samt alveg hvernig átti að leysa öll þessi hálf fullorðinslegu mál...var cool og mátti aldrei tapa kúlinu þú veist hvað ég á við ;o)

Gangi þér roooooooooooosssalega vel skvís...

Hilsen úr Reykjavíkinni..

Harpa Hall 20.11.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband