Jólaskap já jólaskap !!!!

já ég er að detta í jólaskapið góða og er að byrja jólaþrifunum en gengur samt hægt (mig vantar svooo fleyri klst. ) ég er búin með fataskápana og er að reyna að fá tíma í eldhússkápana,um helgina ætla ég að klæða börnin upp og reyna að taka mynd af þeim í jólakortin,svo á ég eftir alla glugga og glerskápana.. omg... hvernig á ég að fara að þessu ??? ég á svo eftir að skreyta allt og fara suður til að kaupa jólagjafirnar,pakka þeim öllum inn og senda bæði út til Noregs og á 2 staði á landinu og jólin eru bara að koma W00t eða manni finnst það þegar að maður sest fyrir framan imbann og allar þessar jólaauglýsingar komnar á stjá og maður fer bara ósjálfrátt á flug og hugsar óneiei !! og ég á eftir að gera þetta og þetta og þetta.....  en matseðillinn er ákveðinn og þá er að byrja á þrifunum fyrir alvöru,en jólin koma og ég breytist í lítla jólabarnið eins og vanarlega,ég elska þennan tíma.. jólaundirbúninginn og jólin sjálf Tounge ég er ekkert minna spennt en börnin sjálf hahaha..  en þið ??

en annars er allt gott að frétta héðan og unglingurinn fór nú eitthvað að skammast sín og fór að hjálpa til hér Grin kom með blað heim frá sála og sagði að nú gætum við skipulagt það hvenær hún getur hjálpað til og hvernig og við hvað... frábært segi ég nú bara.. en stendur hún við það ? hummmm.....  enívei.. vo er hún komin á sjálfstyrkingarnámskeið sem er alveg æðislegt fyrir hana,þetta er námskeið fyrir unglinga sem hafa brotna sjálfsmynd og þar er þeim kennt að þykja vænt um sig og kennt að mála sig,klæða sig,hreyfa sig og að borða rétt og næringuna sjálfa..... ÆÐISLEGT !!!! þetta er fyrsta námskeiðið hér og fengu 6 stelpur að vera með  alveg frítt og þetta eru 13 skipti í allt, það verður gaman að sjá hvort eitthvað breytist hjá henni og líka það að hún máli sig nú rétt, hún málar sig alltof mikið í kringum augun og það er að gera mig brjálaða og pabba hennnar Shocking jæja ég er að spá í að koma mér í háttinn og safna orku fyrir helgina... góða nótt,kv. Dóran í jólaskapinu :) Adrían minn, 3 og hálfs mánaða krútt :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Æðislegt, frábært að hún vill fara á sjálfstyrkinganámskeið. Vonandi kemur henni til með að ganga rosa vel á því. Bestu kveðjur norður til þín elsku Dóra. Kv. Linda

Linda litla, 23.11.2007 kl. 00:34

2 identicon

Bestu kveðjur til dótturinnar, gott mál fyrir hana.

Og jólakveðjur og knús til þín, dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 24.11.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: The suburbian

Elsku Dóra, þetta er alveg frábært, hrós hand Guddu frænku. Í sambandi við jólahaldið þá bara taktu einn dag í einu, eitt herbergi eða eina stofu á dag ...eða viku.....þú veist...ekkkert stress, jólin koma samt! Ég er einmitt í þessum pakka, hvort hjólin komi nokkuð af því að ég er svo upptekin, en þau koma samt.... það segir mamma allavegana

The suburbian, 25.11.2007 kl. 01:22

4 identicon

Elsku Dóra mín...  mín ráðlegging er sú...  henntu skrauti yfir ryk,,, slökkt ljós og seríur gera kraftaverk á þrif...  svo er bara að slaka á njóta þess að vera með litla manninn.   þú fær svo tvöfalda orku á næsta ári til þess að gera allt sem að þér finnst nauðsinnleg að gera fyrir jól...   Ég þríf ekki fyrir jólin...  ég tek til fyrir jólin og þríf á vorinn...  heheh skilurðu...  hvernig á maður að hafa tíma í allt jóla dæmið og  gera svo allt hitt sem að maður gerir hvort sem er alla hinadagana líka...  nóbb..  bara sleppa þessu og skreita... hehe  svo þarf maður hvort sem er að þrífa eftir jólin...  súkkulaði upp um alla veggi....

fer að koma  Mundu bara að slaka á  það er ekkert leiðinlegra en sofandi mamma á aðfangadagskvöld... 

Freyja 25.11.2007 kl. 13:39

5 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Nákvæmlega, ég er sko sammála Freyju ég tek til fyrir jólin

slakaðu bara á og njóttu jólanna...Það kíkir enginn í skápana hjá þér

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 26.11.2007 kl. 14:54

6 identicon

Elsku Dóra jólin koma og fara allt er gaman ekkert stress vertu hress dúlli dúll, er í góðu skapi hugsa til þín dúlli dúll hæ hó jólin koma ekkert stress

GSM 

Gunna Sigga 27.11.2007 kl. 10:39

7 identicon

Af hverju ertu að flýta þér ? hefur þú spurt þig að því ?

taktu því rólega skvís, og þrífðu bara í rólegheitunum, láttu krakkanna þrífa hjá sér og taktu eitt herb/glugga í einu ef þú endilega vilt þrífa þá....mér hefur nú alltaf fundist þurfa mikið frekar að þrífa eftir jólin, límband hér og þar og allskonar rusl sem kemur eftir jólin.

Ég tek t.d fullt af hlutum í burtu meðan jólaskrautið er uppi, skipti bara svo það verði ekki alltof tómlegt þegar jólaskrautið er farið..en þá er líka svo gott að þrífa eftir jólin...hálf tómt bara hehhheheehehhe

Endilega vertu í bandi ( ef þú getur, veit hvernig tíminn flýgur þegar maður kemur til RVK ) þegar þú kíkir suður....

Hilsen norður...

Harpa Hall

Harpa Hall 27.11.2007 kl. 20:36

8 identicon

Já Dóra mín...það er sko eins gott fyrir þig að vera búin að þrífa alla glugga og skápa og allt sem þú getur pússað og bónað...ég á sko eftir að koma með hvítu hanskana og svoleiðis klifra inn í skápana hjá þér í leit að ryki...og svo mun ég sleikja hjá þér rúðurnar til að athuga hvort að það sé ekki örugglega jólahæft hjá þér...hahahaha...Góða besta, settu bara jóladisk í spilarann og hentu upp nokkrum seríum og málaðu á piparkökur með börnunum þínum...það skaðar þau sko ekki að hafa smávegis ryk í desember..og það er svo miklu betra að eiga piparkökuminningarnar með mömmu þegar maður er sjálfur kominn með heimili og lítur til baka

Kossar og knús elskan mín...ég fer að láta sjá mig í kaffi

magga v 28.11.2007 kl. 17:11

9 identicon

Hvaða hvaða Dóra mín við erum nú ekki eins og systurnar´frá skálavík sem voru með þvílíka fullkomnun yfir jólahaldi .Hnallþórur ,konfekt ,Smákökur sem virtist alltaf vera endalaust til af .Heitt súkkulaði með rjóma svo það freyddi út um eyru og munn,að maður stóð á blístri og gat sig ekki hreyft og aukakílóin byrjuðu að hlaðast utan á mann hí hí .Ég man t.d alltaf eftir að amma var þreytt og alltaf að reyna að þóknast öllum gestum yfir jólin .En nú spyr ég bara fyrir hvern ?Jésubarnið Guð eða kellinguna í næsta húsi Ég hefði frekar viljað að amma hefði haft meiri tíma til að hvíla sig um jólin kúra fram á dag með konfekt rauðvín og góða bók.Það ætla ég sko að gera þannig að það verður Ekkert Extraþrifið á mínu heimiliKnús og kram  frænka  þín Edda

Edda Björk 28.11.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband