19.9.2006 | 22:59
Dagur 1.
Hæ hæ,kæru vinir,þá er fyrsti dagurinn senn á enda og er hann búin að ganga vel,og ég er búin að lesa meira og fræðast um,afhverju við þessir kolvetnisfíklar erum öðruvísi en annað fólk,og af hverju við erum að vinna öðruvísi úr kolvetninu en aðrir. Flestir eða þeir sem eru alltaf grannir eru að vinna úr kolvetninu jafnt og þétt,eftir hvert skipti,en við hin,erum að framleiða of mikið insúlín,sem gerir það að verkum að okkur finnst kolvetnisríkur matur og sætindi miklu betri en aðrir,og kunnum ekki að stoppa,insúlínið lætur í geymslu hjá fitufrumunum,þannig að við eigum alltaf nóg til að aukaforða,sem ekki hverfur nema til skorts kemur,sem gerir okkur það,að við erum lengur að grennast og jafnvel gefumst upp,vegna þess að aukaforðin er svo mikill að við erum í þó nokkurn tíma,að fá okkar insolínlosun á hverjum degi,þó svo að við séum bara að borða hollt og við gefumst upp áður en að þessi forði klárast og við bara fitnum meira og skiljum ekkert í þessu,allt þetta endurtekur sig alltaf aftur og aftur,núna er ég að læra að koma jafnvægi á líkamann og þarf að taka strangt á því í 2 vikur,sem sagt enginn sykur og ekkert kolvetni á daginn,en megum svo borða venjulegan mat á kvöldin með kolvetninu,en samt bara á innan við klukkutíma,og ekkert á kvöldin,og svo tek ég króm,sem hjálpar til við meltinguna og koma jafnvægi á insúlínið,eins og doktorarnir í bókinni segja,að þetta er alls ekki mér að kenna,heldur þarf ég að læra að skilja minn líkama rétt og meðhöndla hann rétt Mér finnst þessi bók mjög athyglisverð,og ekki er hægt annað en að prófa þetta og sjá svo bara til hvað gerist,þetta er svo sem ekkert verra en allar hinar tilraunirnar,ein í viðbót skiptir engu,en allavega þá kveð ég bara í bili,kv. kolvetnisdruslan.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.