Dagur 2.

Þessi dagur er búin að ganga mjög vel líka,nema ég er svolítið í erfiðleikum með síðdegið,er orðin svöng og veit ekki hvað ég á að narta í,fram að því er ég búin að fá mér harðfisk og langar ekki í meira,og einnig búin að fá mér skyr.is drykkinn,og örlítið af túnfisksalati og króm töflu og alveg helling af vatni,en svona á milli klukkan 4 og 7 er ég í vandræðum með,langar í eitthvað en næ nú samt að hugsa um eitthvað annað Glottandi þannig að það reddast alveg,þetta verður örugglega bara auðveldara og auðveldara,þegar að maður er farin að venjast þessu. Ég ætla alls ekki að gera þetta í einhverjum hvelli,hvert hálfa kg. er frábært,svo lengi sem viktin fer niður þá verð ég ánægð,sama hversu langan tíma þetta tekur Hlæjandi en í morgun fór ég á viktina og 900 gr. eru farin á einum sólarhryng Ullandi sem er auðvitað alveg frábært,en svo getur verið að viktin verði eins í nokkra daga,kemur bara í ljós,en ég ætla ekki að hoppa húrra neitt strax yfir þessu,tek þessu bara með jafnaðargeði Óákveðinn mig langar að segja ykkur það að það sem maður lærir af þessu, er að finna rétta skammtinn í hvert skipti,þetta er svolítið moí að finna út hvað passar saman og hvað ekki,það verður að vera jafn skammtur af kolvetni og próteini í kvöldmatnum,má ekki fá sér meira af kolvetnisfæðunni,nema að maður fái sér líka meira af hinu,og þó að það megi fá rjóma,mayonnais,bacon og egg,þá ætla ég alls ekki að lifa á því,en kannski eitthvað af þessu einhverntímann,því ég held að ,of mikið af svona fitandi fæðu,er örugglega alls ekki gott fyrir hjartað og æðakerfið,sama hvað þeir segja í bókinni góðu Óákveðinn mér finnst gott að geta haldið mig bara við þetta ferska,það hlýtur að gera meira fyrir mann en hitt....   en jæja, ég hef þetta ekki lengra í kvöld,kem með meira annað kvöld,kv. sátta druslan.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra

já þetta er frábært plan hjá þér og vonandi gengur þetta elsku dúllan mín,,,ég er alltaf AÐ fara að byrja en kem mér ekki að því,,,það er nú eitthvað annað en þú, mér finnst þú ekkert smá dugleg

kveðja

sigga

letidrusla hehehehe

Sigríður Þóra, 21.9.2006 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband