26.9.2006 | 00:56
Dagur 7.
Þessi dagur gekk bara alveg ágætlega fyrir sig,nema að viktin stóð bara í stað í morgun,það er samt betra en að sjá hana fara upp ég veit alveg upp á mig sökina,við Hallgrímur fórum á kaffihús í gærkveldi,og fengum okkur stóran kranabjór í staðin fyrir kaffi,sem ég átti auðvitað ekki að gera,en ég er ekki í kappi við tímann og ég er ekki offitusjúklingur,eða vonandi ekki þannig að þetta þarf ekkert að gerast í hvelli,heldur er ég bara að gera þetta í rólegheitum,ég held að það sé varanlegra,kannski verð ég eitt ár að þessu,og það er í lagi,svo lengi sem að þetta komi bara ekki aftur,já eða þeim mun meira en nóg með það,ég fór á alveg mjög hallærislegt kaffihús(ef kaffihús mætti kalla) í gær,það var allt uppljómað,ekkert rómó,og lokað klukkan hálf ellefu,sem mér finnst alveg rosalega hallærislegt í svona stóru bæjarfélagi,það væri bara fínt að hafa opið til klukkan eitt á sunnudagkvöldum og á fimmtudagskvöldum,og hafa þá kannski trúbódor eða bara góða músik á eða eitthvað (á fimmtudagskvöldum) þá myndi fólk alveg örugglega gera þetta oftar hér í bæ,koma með smá stemmingu hvernig væri það gott fólk ????? en í gæðamáltíðina mína í kvöldmatnum fékk ég mér soðinn fisk með kartöflum,smjöri og salati,mjög hollur og góður matur,og ég er bara alls ekkert svöng,ekki á daginn og ekki á kvöldinog tyggjóleysið er að verða allt í lagi,ég fæ mér bara harðfisk ef mig langar að smjatta á einhverju á daginn,hann má ég borða eins og mig lystir á daginn,en ég er ekki komin lengra með kommóðuna mína,ég hef haft nóg annað að gera,fer í það að pússa á morgun...lofa.... en ég ætla að láta mynd fylgja með í þessu bloggi af börnunum mínum,sem eru svooo dugleg að styðja mig í þessu átaki,þau eru nefnilega alveg meðvirk ha ha ha... þau eru svooo að passa matinn hjá henni mömmu sinni sem er alveg frábært og þess vegna ætla ég að setja eina mynd af bestustu börnunum með í kvöld,takk takk fyrir stuðninginn elsku dúllurnar mínar kveð að sinni... þakkláta druslan....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.