26.9.2006 | 22:10
Dagur 8.
Núna er viktin farin að standa á sér,og ég léttist ekki nema um 100 gr. þannig að 1 kg. og 900 gr. er þá farin frá byrjun,sem ég ætti auðvitað að vera ánægð með á ekki nema viku,en auðvitað vill maður alltaf meira en maður verður að vera raunsær,er það ekki???? ekki væri betra að missa fullt á alltof stuttum tíma og fá allt til baka og kannski miklu meira en það...... nei takk,ég vel að fara hægar og vera ánægð með allt sem fer niður en ókey sumir trúa ekki á það sem ég er að gera,en það er allt í lagi,ég er ekki að gera neinum öðrum þetta nema sjálfri mér og ef þetta virkar fyrir mig,þá er þetta bara gott mál,en ég endurtek,að þetta er ekki kolvetniskúr,ég fæ alltaf kolvetni í kvöldmatnum,enda er þetta bara strangt í þessar 2 vikur,og mér líður mjög vel og þetta hjálpar mér, kannski hentar þetta ekki öllum en þetta hentar mér,hvað sem hver vill trúa ...... Jæja svo kláraði ég kommóðuna mína í dag og hún er komin aftur á sinn stað,jú ég er mjög ánægð með hana sjálf,en hún er alls ekki alveg 100 % vel gerð,en hún er svo miklu flottari en hún var,þá er björnin unninn,er það ekki ???? en það er bara alls ekkert meira að gerast þessa dagana,ég er að reyna að taka bleyjuna af Örnu minni,það gengur svona og svona,suma dagana vill hún alveg pissa í koppinn og suma dagana má eg ekki taka bleyju af,en þetta kemur bara þegar að hún verður tilbúin en ég er að spá í að kveðja núna og glápa á imbann,kv. ánægða druslan.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.