Dagur 9.

Ég var heldur betur ánægð þegar að ég leit á viktina mína góðu í morgun Hlæjandi hún sýndi mér 400 gr. niður í viðbót,þannig að þá er ég búin að missa 2 kg. og 300 gr. í allt,mjög gott á 9 dögum Tala af sér jibbíííí.... ég er nú búin að hjóla með Örnu á leikskólann og fara í og úr vinnuni á hjólinu, en ég hef ekki ennþá byrjað á brettinu mínu góða.  Ég fór í það að þrífa heimilið í dag,það er vinnudagur á morgun og svo fríhelgi,þannig að mig langar að eiga bara alveg frí,og nota kannski helgina í eitthvað skemmtilegt og fara í göngutúra og brenna örlítið í leiðinni,maður er orðin svo gráðugur í að missa meira og meira og er farin að dreyma sig granna á nýjan leikHlæjandi gott mál,er það ekki ????   í kvöldmatinn hafði ég hakk,spaghettí og salat,og fékk mér eitt epli í restina. En í dag kom smá tímabil sem mig langaði svoooo mikið í súkkulaðisnúð,ég var alveg að kálast,en ég beit á jaxlinn,lokaði augunum og fékk mér skyr.is drykkinn í staðinn,þá hvarf það aftur,fjúkk....sem betur fer,ég fer nú ekki að láta svona lagað skemma þetta fyrir mér í þetta skiptið,það hefur alltaf fellt mig í hin skiptin á undan,en ég hafði það af í þetta skiptið,húrra fyrir mér !!!! en annars er lítið annað að frétta,ég heyrði í Berglindi frænku í dag og var hún hin hressasta og henni hlakkar mjög mikið til að byrja á þessum lífsstíl,ég veit að þetta á eftir að ganga vel hjá þér Berglind mín,og vertu velkomin í hóp kolvetnisfíklana Tala af sér    Og elsku Almar Már minn,(sonur Berglindar) til hamingju með 12 ára afmælisdaginn Brosandi en jæja ég er að spá í að hætta núna og byrja á dekurkvöldinu okkar Guðrúnar Ástu,við ætlum að kveikja á kertum og setja lit á augabrúnirnar og horfa á stelpumynd Ullandi hehehe...bara æðislegt mæðgnakvöld, ég kveð að sinni,kv. dekurdruslan....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ
Þú ert nú ekkert smá dugleg sjálf, væri sko gaman að hitta þig þegar þú kemur í bæinn...hættu svo að kalla þig druslu..þú ert sko enignn drusla og ættir ´frekar að kalla þig "DÍVU"
luv, Systa

Systa 28.9.2006 kl. 11:48

2 identicon

Frábært frábært frábært hjá þér elsku kellingin mín, þú ert sko algjör diva, og verður komin í nýju buxurnar áður en þú veist af :)
kv. frá danaveldi

Karen 28.9.2006 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband