Dagur 10.

Hæ hæ kæru vinir,og takk fyrir frábæran stuðning,ég sá það að það fer eitthvað fyrir brjóstið á fólki að ég kalla mig druslu,þannig að hér eftir kalla ég mig dívu Ullandi það er kannski bara fallegra........  en viktin í morgun fór hvorki upp né niður,send bara í stað,sem er gott,maður má ekki fara of hratt niður,en ég gerði alveg hræðileg mistök í kvöld,ég þurfti að fara á hjólinu í vinnuna í dag og var búin að taka til grænmetið og átti eftir að setja afgangana síðan í gær ofan í pokann,en úps.... gleymdi því heim,en var með grænmetið Glottandi en jæja,ég pantaði mér þá bara hamborgara,franskar og koktelsósu,og borðaði auka grænmetið með,allt í lagi gott mál...en svooo kom það,ég sá 2 súkkulaðikex á borðinu og það greyp mig eitthvað æði í sykur,og ég var búin að borða þau áður en ég var búin að hugsa það til enda Öskrandidjö.....   ég er með svoo mikinn móral yfir þessu Gráta þannig að ég verð bara að taka aukadag í þessum áfanga,það er nokkuð ljóst,og lengur ef með þarf,en það er svo sem í lagi,þetta er ekkert að drepa mig,enda verður þetta svona svipað hjá mér rest of my life,maður hættir aldrei að vera kolvetnisfíkill,en maður getur stjórnað þessu nokkuð vel sjálfur fyrir lífstíð,þannig að þetta verði ekki vandamál áfram,vegna þess að þetta er ekki megrunarkúr Tala af sér 

en annars er bara allt við sama,nema í morgun þegar að ég ætlaði að keyra börnunum í skólann og vorum komin á síðustu mínúturnar,þá fór bíllinn bara ekki í gang Öskrandi og á endanum þurfti ég að senda börnin á hjólunum í skólann og orðin of sein,greyin.... hundleiðinlegt.... en svona er þetta bara,en kallinn kemur heim á eftir,þannig að ég býst við að hann verði komin í lag fyrir hádegi á morgun Koss en ég held að þetta sé komið hjá mér í bili.... kv.móralsdífan....    P.S. mig kvíður svooo mikið fyrir að stíga á viktina í fyrramálið....  Fýldur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra

takk fyrir síðast hhehehe

ég gleymdi að segja þér áðan að ég er búin að taka daginn í dag á AB mjólk,skyr.is og harðfisk hahaha það gekk alveg þolanlega en var soldið mikið svöng,,,en passaði samt að borða ekki yfir mig í kv.matnum.

vonandi gengur dagurinn á morgun betur svona svengdarlega séð.

kveðja

Sigga tóta

Sigríður Þóra, 29.9.2006 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband