Dagur 16.

 ég og unglingurinn minn.

Ég er alveg að verða vitlaus á þessari vikt,ég hef ekkert lést í viku,það hefur flogið um hugann minn að gefast bara upp á þessu,ég gerði mistök í einn dag og það er eins og ég þurfi að logsvíða fyrir það,ég bara spyr,hvenær er komin tími til að missa eitthvað ???? já ég er svolítið pirruð yfir þessu núna,en ég veit líka það að ég er byrjuð að byggja upp vöðvana með núna,og þetta er kannski eðlilegt,og ég veit það,en er samt farin að langa að sjá helv.... viktina hreyfast Gráta  en Berglind mín,ég hef bara ekki spáð í þennan hluta of the programmet,að halda kílóatap lista yfir þetta,en þetta fer í vinnslu,en ég er svolítið nervus að sýna öllum þungann minn Óákveðinn ég hugsa málið....

en ég labbaði og skokkaði í 26 mín. í dag og fór 3.1 km. tók 1x10 og 1x8 armbeyjur og fullt af magaæfingum og teygði svo vel á eftir,   en vitið þið það,að kona á mínum aldri á að geta tekið 45 armbeyjur, en ég er greinilega ekki í góðu formi,ég hef reyndar aldrei verið góð í þessu, en stendur til batnaðar,ef ég held svona áfram,hver veit eftir svona 2 mánuði ef ég verð dugleg að halda þessu áfram og bæta reglulega við fleyrum Tala af sér

en á morgun ætla ég að fara að kaupa mér mp3 spilara jibbbíííí !!!!  þá byrjar fyrst fjörið fyrir alvöru,komast í minn eigin heim og strita og púla og útiloka allt annað á meðan..geggjað,verð bara að vera dugleg að setja öll mín stuðlög  saman í pakka....   en þessir unglingar eru svooo frábærir,ég hef aldrei átt mp3 spilara og var að spyrja unglinginn minn,hvernig ég færi eiginlega að því að hlaða lögum inn á hann ??? nú tekur bara af netinu, og ég aftur,verður maður ekki að eiga lögin til í tölvunni ??? jú downlotar þeim bara,ekkert mál,svo spurði ég aftur,en get ég tekið upp af diskunum sem ég á ????  Guðrún Ásta varð svooo hneiksluð,veistu það ekki,ertu alveg ga ga.. auðvitað getur þú það og snéri sér að vinkonu sinni,ohhh hún er svoo stjúpid Hissa  hahaha... ég segi nú bara ekki annað en omg......  maður verður að passa, að hverju maður spyr ????? 

en ég er að spá í það að fara að sofa, var að koma úr kaffiboði hjá Möggu vinkonu,og er orðin frekar þreytt,eftir alla kaffidrykkjuna,en ég kem aftur á morgun,alveg örugglega með sömu sorgarsöguna af helv.... viktinni Skömmustulegur en sjáumst,kv. óþolinmóða dívan....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra

Það er sko alveg bannað að gefast upp Dóra þó að á móti blási í einhverja daga. PEPP PEPP PEPP

já ég er búin að gera svona kílóatap lista og fyrst að ég get það þá getur þú það og hana nú

baráttu kveðjur

Sigga

Sigríður Þóra, 5.10.2006 kl. 09:37

2 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Skamm Díva

Hættu að vikta þig í einhvern tíma

þetta kom líka fyrir hjá mér og þú veist hvað árangri ég hef náð

farðu að mæla ummálin og miða við föt

og haltu þínu striki

Love

Ragga F

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 5.10.2006 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband