Miðvikudagurinn 22 nóvember.
Ég vaknaði í morgun með alveg þvílíka orku og henti mér á brettið mitt góða og var í 51 mín. og fór 6,0 km. gerði svo allt það venjulega á eftir,alveg yndislegt að byrja daginn á þessu
Mér gengur mjög vel á herbalife mataræðinu og ég er aldrei svöng,og ég er bara léttari á mér allann daginn og allt kvöldið og ég er alls ekki sloj af orkuleysi,vegna þess að ég er að fá alla þá næringu sem ég þarf yfir daginn,og ekki kemur það að sök,að mér finnst þetta æðislega gott á bragðið,og ég er ekki að byrja að nota vöruna núna í fyrsta sinn,ég hef átt vöruna til í dágóðan tíma,og hef oft fengið mér sjeikinn í morgunmat,ég er ekki að segja þetta vegna þess að ég er byrjuð að selja vöruna núna en ég mun auðvitað tala svo miklu meira um herbalife vöruna núna hahaha.... en ég ætla að reyna að vakna á sama tíma í fyrramálið til að púla og púla.... og svitna og svitna...... bæjó,kv. Dívan mikla....
Þriðjudagurinn 21 Nóvember.
Hæ hæ,ég er sko ekki hætt en vegna veikinda barna minna og árshátíðar,vinnu og herbalife stússi,er bara búið að vera mjööög mikið að gera,en ég fór á fætur klukkan 07:20 með börnunum og kom þeim í skólann,var svo komin á brettið mitt góða klukkan 08:00,og var í 50 mín. og fór 5,8 km. gerði svo armbeyjur,gólfæfingar,lóðir á efri hlutann og slatta af magaæfingum.... æðislega gott að hreyfa sig loksins...aftur
En jú ég er að fara að selja herbalife vörurnar og er að fara að sækja herbalife skóla til Reykjavíkur um næstu helgi,gaman,gaman.... hlakka rosalega mikið til,og við erum orðin 3rjú saman í þessu og kemur Þorgerður með mér suður í skólann með 3 mán. gamlan son sinn, ég dáist að dugnaðinum í henni,en við förum á föstudaginn og byrjum á supervisirskólanum á föstudaginn kl. 19:00 og við erum að deyja úr spenningi,en hennar heittelskaði(Ægir sem er 3 aðilinn) og minn heittelskaði verða heima með restina af börnunum heima,eftir helgina ætlum við að halda kynningarfund hér heima hjá mér og leyfa fólki að smakka og prófa húðvörurnar okkar og mynda svo heilsuklúbb með fyrstu kúnnunum,sem við munum svo halda einu sinni í viku og mæla og vikta okkur og skiptast á upplýsingum og við komum svo með ferskar fréttir í það og það skiptið,en annars er ég bara spennt og verð að koma mér í háttinn og hlakka til næsta dags,ætla að reyna að púla í fyrramálið,bless í bili,kv. Dívan mikla.....
Fimmtudagurinn 16 Nóvember.
Jæja loksins loksins !!!! ég vaknaði klukkan 07:30 í morgun og kom krökkunum í skólann og fór á brettið mitt góða og var í 51 mín. og fór 5,8 km. vá !! hvað ég var dugleg,gerði armbeyjur (1x12,1x10 og 1x8 ),magaæfingar,gólfæfingar og teygði vel á eftir ekkert smá gott að byrja aftur eftir allt sukkið á hótel sögu og saumaklúbbinn í gær,fór reyndar í smástund í gær,en ekkert til að hoppa húrra yfir en ég er semsagt komin aftur á skrið og er byrjuð á herbalife,og er líka að fara að selja það,þannig að ef þið viljið upplýsingar,já eða kaupa það,endilega látið mig vita um ykkur í gestabókinni minni hér á bloggsiðunni minni,svo ætla ég að hafa heilsuklúbb sem ég mun vera með hér heima hjá mér,einu sinni í viku,þar munum við skiptast á góðum upplýsingum og vikta og mæla okkur og auðvitað að hafa gaman af þessu og lífinu í sameiningu endilega hafið samband við mig ef einhver ykkar vill vera með, í síma 8676810 eða heimasímann minn 5875079.
Ég verð bæði með næringardótið og húðvörur,en ég er að spá í að hætta núna og ætla að reyna að vakna hress í fyrramálið og púla vel,svo er vinnuhelgi framundan í lauginni,verð því ekki mikið að blogga þessa helgina,en strax á mánudaginn,þangað til þá.. bless,kv. Dívan mikla....
LAUGARDAGURINN 28 OKTÓBER.
Ég fór auðvitað á brettið í dag í 46 mín. og fór 5,3 km. gerði svo armbeyjur 1x12, 1x10 og 1x8, gerði svo lóðaæfingar fyrir efri hlutann,gólfæfingar og að lokum magaæfingar,teygði svo vel á eftir.
Eftir sturtuna fór ég í buxurnar sem ég var í á fermingu dóttur minnar,og ég get klætt mig úr þeim án þess að hneppa frá,og þær poka á rassinum, jesssss..... gvuð, hvað ég er happý
Svo er ég að spá í að hafa nammidagana alltaf frá klukkan 18:00 á laugardögum og til klukkan 18:00 á sunnudögum,ég hafði þetta alltaf svona,þegar að ég var hjá einkaþjálfaranum í 3 mán. og það gekk vel þannig,long,long time a go.....
En núna er ég að fara að sleppa mér í namminu og kveð ykkur að sinni,kv. Dívan mikla....
Föstudagurinn 27 Október.
Ég fór auðvitað á brettið í dag í 47 mín. og fór 5,3 km. og gerði þetta vanalega á eftir,svo tók ég íbúðina í gegn og þreif bílskúrinn líka,en það gerir Hallgrímur alltaf,nema í dag,ég er svooo orkumikil að ég veit ekki hvað ég á af mér að gera,það er eins og að ég geti bara ekki stoppað en ég gerði cm. mælinguna í dag,og ég er mjög ánægð með hana,en ég er að setja mælingarnar inn í átakið mitt síðuna,þið getið séð það þar,en rassinn var eitthvað vitlaust mældur fyrst,en ég er að laga það,svo er það viktin á morgun,ég stalst aðeins á hana í morgun,þá sýndi hún mér það,að ég er búin að missa þá í allt frá byrjun 4 kg. sem er bara þokkalega gott þannig að það er bara allt að gerast þessa dagana, FRÁBÆRT.... loksins,ég var farin að efast um þetta allt,eins og þið vitið,en þetta er komið nógg í dag, bæjó,kv. Dívan mikla..
Fimmtudagurinn 26 Október.
Jú kæru vinir,mér tókst að vakna og komast í stuð á brettið klukkann hálf níu í morgun,ég var í 45 mín. og fór 4,5 km. jibbííí... gerði allt það vanarlega,nema að ég bætti aðeins við armbeyjurnar og ég er farin að finna fyrir vöðvunum í handleggjunum og í maganum og á bakinu,já og bara allsstaðar,sem ég hef ekki fundið fyrir lengi, eftir hádegið fór ég aftur á brettið og var þá í 40 mín. og fór 4,2 km. og gerði svo bara góðar teyjur á eftir....... samtals eru þetta í dag = 85 mín. og 8,7 km.
það er nú bara nokkuð gott,en ég verð að monta mig örlítið,fyrsta skiptið í dag sá ég árangur af því sem ég geri á næstum hverjum degi,og var orðin frekar óþolinmóð yfir,ég komst í tvennar buxur í dag,sem ég kom varla upp um mig fyrir ca. einum og hálfum mánuði síðan... húrrrrra !!!! þetta kvatti mig svooo mikið að þið trúið því ekki,það er ástæðan fyrir því að ég fór tvisvar á brettið í dag ég var svooo ógislega ánægð að þið trúið því ekki,ég var farin að halda að þetta væri vonlaust og öll þessi vinna til einskis,en það var og er það alls ekki,ég ætla að mæla cm. á morgun,það verður gaman að sjá þann árangur,og svo verður það viktin á laugardaginn hlakka ekki eins mikið til að sjá hana
En hún Arna mín er með niðurgang og hita,var bara heima í dag og hún verður líka heima á morgun,því ætla ég að gera helgarþrifin á morgun,ætla að reyna að fara á brettið í fyrramálið,ef ekki þá fer ég bara á laugardaginn í staðinn,en þangað til næst,bless,kv. Dívan mikla..
Miðvikudagurinn 25 Október.
Hjá mér gengur þetta bara vel,allavega með hreyfinguna og mataræðið,en það kemur í ljós á laugardaginn hvað viktin segir... hmmmmm ????? svo er herbalife sjeikinn minn á leiðinni frá Danmörku,get ekki beðið, I just love him.... en ég fór á mitt elskulega bretti í dag og var í 45 mín. og fór 5,0 km. og gerði armbeyrjurnar, magaæfingarnar,gólfæfingarnar,lóðirnar og teygði auðvitað vel á eftir,fór svo í ljós eftir kvöldmat.. jessss..... ógislega næs.... ætla að vera brún og sæt á árshátíðinni--- 10 Nov. remember !!! ætla,ætla ætla....... get ætla skal....eða bara, gæs hehehe.....
ég ætla svo að reyna að vakna snemma í fyrramálið til að fara á brettið---- sjáum til með það.......
en annars er vinnudagur hjá mér á morgun,kem aftur annaðkvöld eða á föstudaginn,síja.... kv.Dívan mikla...
Þriðjudagurinn 24 Október.
Ég er aldeilis búin að vera dugleg í dag í morgun þegar að krakkarnir voru farin í skólann,fó ég auðvitað aftur upp í rúm,eins og vanarlega,en ég var svo glaðvakandi og orkumikil og Arna sofandi,þannig að ég fór á brettið í 41 mín. og fór 4,5 km. gerði magaæfingar,armbeyjur,gólfæfingar og lóðin á efri hlutann teygði vel á eftir. Eftir hádegi fór ég aftur á brettið í 50 mín og fór 5,7 km. og teygði svo vel á eftir,og ég er með svo mikla strengi út um allt núna,hvernig verð ég á morgun??
Í restina í seinna hlaupinu fór helv... mp3 spilarinn að hætta að virka,en ég kann ekkert á þetta,þannig að þegar að Guðrún kom heim,sagði hún mér það að batteríin væru búin,rosalega er batteríið lélegt,dugar rétt nokkur skipti,þeir í skagfirðingabúð sögðu mér að þetta batterí ætti að duga lengi ???? ég er sko ekki sátt við þessa endingu
En samtals í dag hef ég verið á brettinu í 91 mín. og farið 10,7 km. Jibbbíííí !!!!
Ég ætla að reyna að gera þetta 2-3svar í viku,sko að fara 2svar á dag,ég var líka miklu orkumeiri í dag,búin að setja í 3 vélar og sópa gólfin,ganga frá öllum fötunum og fl. og fl. hvar endar þetta allt saman ??? kannski ég græði það að viktin fari nú að fara niður.
'E er búin að passa mataræðið vel og farin að borða oftar og lítið í einu,bæta við epli á morgnana,ég er búin með herbalife sjeikinn minn,og hef ekki efni á öðrum skammt,svo borðaði ég í kaffinu,2 spelt hrökkkex með osti 17 %, og búin að drekka helling af vatni eins og á hverjum degi,en ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag,veriði sæl,kv. Dívar mikla.
_____________________________________________________________________________
Flokkur: Bloggar | 5.10.2006 | 16:45 (breytt 23.11.2006 kl. 01:00) | Facebook
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar