BREYTING !!!!!!

'Eg hef ákveðið að halda þessari síðu áfram bara fyrir pælingar og annað sem ég er að gera dags daglega,en ekki fyrir átak,sem ég tek mér fyrir hendur.   Það eru bara ekki allir sem nenna að lesa alltaf um daglegar íþróttir mínar,mataræðiði og allt sem því tengist,sumum langar bara til að lesa um eitthvað annað en átak,þá er vandamálið hér með leyst,þeir sem vilja fylgjast með átakinu mínu,geta farið inn á dálkann hér til vinstri,og undir síður,þar er ég með kílóatapið mitt, sem heitir Átakið mitt,svo er önnur þarna sem heitir átakið =dagbókin mín, þar mun ég blogga eins og ég hef gert hér,nema bara um átakið,og einnig verður hægt að koma með comment þar,þá bara um átakið, og hér um lífið fyrir utan átakið Hlæjandi og einnig mun ég hrósa vinkonum mínum sem eru í átaki á átaksblogginu mínu,en ekki hér......   þannig að hér erum við bara að bulla og hafa gaman af lífinu og fjölskyldunni okkar Ullandi 

En Ragga vinkona kom til mín í dag,og við fórum auðvitað að ræða kílóatap,ég sagði henni það að ég hafi verið að kíkja í bók sem heitir,þú ert það sem þú borðar,og að mér líki hún ekki,því að maður má bara borða grænmeti,fræ,og allskonar baunir,það er sko ekki fyrir mig,og hentar bara sumum,því að þetta mataræði er frekar ýkt,en þá sagði Ragga við mig,en hefurðu spáð í það að við erum líka það sem við hugsum ????  ég hugsaði með mér,jááá... auðvitað og við ræddum um það að við erum alltaf svooo dugleg í að brjóta okkur niður fyrir framan spegilinn,svo líður okkur alltaf svo illa með okkur og komum líka þannig fram við okkur,vegna þess að við förum að hætta að bera virðingu fyrir okkur,og getum ekki ætlast til þess að aðrir geri það,er það nokkuð ????  þannig að ég ákvað það í dag,að nú yrði breyting á,ég ætla að fara að venja mig á það að segja mér í speglinum á morgnana og þegar að ég er búin í sturtu,að ég líti vel út og að þetta verði góður dagur,og ætla að koma vel fram við þig góða mín,því að þú átt það skilið,  ég ætla allavega að reyna,þó auðvitað að stundum líður okkur ekki alltof vel,þá kannski brýtur maður sig niður,en svoleiðis er bara lífið,þá verður maður bara að hrósa sér betur næst, vitið þið það að heilinn í okkur er alveg magnað fyrirbæri,við getum notað hann til svo margra hluta Tala af sér hann ræður við svo margt,spáið í það að maður er voðalega góður við sig og fer í átak,og lítur svo í spegilinn og segir sér að maður sé svo ljótur og ómögulegur og feitur og fl. og ætlast svo til að dagurinn gangi vel ??? hmm..... við erum stundum svoooo skrítinn.   En ég segi fyrir mig að það verður alls ekki auðvelt að snúa við blaðinu,segja eitthvað fallegt við sig í speglinum,í staðinn fyrir að brjóta sjálfan sig niður í hvert skiptið,en ég ætla að prófa þetta og vona að ég fari þá kannski að bera svo mikla virðingu fyrir líkama mínum að ég vilji ekki bjóða honum meira upp á sígaretturnar... hver veit ?? Hissa 

En ég er komin með hausverk af of miklum pælingum í kvöld,en ekkert stress og bless,kv. pælingardívan mikla.....   P.S.  er að fara að skrifa í átaks--dagbókina mína fyrir daginn í dag.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Þetta er bara málið

Kveðja Ragga....ofurheili....eða eitthvað....SmileyCentral.com

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 5.10.2006 kl. 23:26

2 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

mundu að þú ert DÍVA....

SmileyCentral.com

KNÚS RAGGA

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 5.10.2006 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband