23.2.2008 | 12:42
Kellan orðin 36 ára :)
Jæja þá er eitt ár í viðbót og maður eldist víst,en það er allt í lagi og ég stefni að því að verða bara unglegri og grennri á þessu ári og auðvitað að vera líka ungur í anda,ég held að það sé aðal leyndarmálið við að halda sér góðum á líkama og sál ég ætla að hafa kaffi og góðgæti með ef einhver vill koma og skemmta sér með afmælisbarninu í dag og fagna aldrinum með mér hey hey !!! svo er það imbinn í kvöld og horfa á laugardagslöginn með heitum rétti og syngja með og hafa hátt og gaman !!!! hahaha..... ég vill endilega fá lagið sey hey hey hó lagið út.því að þetta er að mínu mati eina lagið sem getur komist eitthvað áleiðis,því að það er svo rosalega grípandi.. ég mæli með að þið kjósið það líka,rosalega langar mig að vera meðal vinkvennanna minna í kvöld með mikið af öli og mikinn háfaða og gaman,en kannski bara næst stelpur !!!!! við stefnum að því..... love you all en núna ætla ég að koma mér í sturtuna og setja góðan ilm á mig og fara í eitthvað viðeigandi..... hafið það reglulega gott kæru vinir.....
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún á afmæli í dag....
Til hamingju með 20 + 16 ára afmælið gella.....
kossaklessuknús......
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 23.2.2008 kl. 13:48
Hæ dúllan mín og til hamingju með daginn. Fyrirgefðu að ég er ekki búin að hringja í þig en ég ætla að reyna það á morgun. Vonandi hefur þú haft það gott í dag og skemmtir þér geðveikt. Vildi óska að við værum í júróvisjónpartýi núna stöllurnar en á þessu heimili er bara flensa í gangi, ógislega mikill bömmer. Knús og ammæliskveðjur frá öllum hér
The suburbian, 23.2.2008 kl. 23:59
Til hamingju með daginn Dóra mín.
Því miður varð þér ekki að ósk þinni með vinningslagið, en það gengur bara betur næst, þegar þú verður með vinkonum þínum á svona júrókvöldi.
Hafðu það gott vinkona og farðu vel með þig.
Linda litla, 24.2.2008 kl. 10:45
TIL HAMINGJU SKVÍS ;O)
Með daginn í gær, flottur dagur og flott gella.......
Harpa Hall 24.2.2008 kl. 21:59
Til hamingju með afmælið á laugardaginn Dóra mín...hafðu alltaf sem best...aldrei að vita nema ég laumi mér aftur á Krókinn (eftir páska) á skíði og þá kíki ég aftur á þig ...luv, Systa
Systa 25.2.2008 kl. 22:27
Til Hamingju með daginn um daginn Dóra mín.
ég er alltaf á leiðinni :)
Freyja Rós.. 26.2.2008 kl. 22:49
Mikið gasalega er ég ánægð að hey hey ho ho ho komst ekki áfram þetta hefði verið eins og Sylvía Nótt dæmið en betra að það var ekki helvítis hænuhanskaungarnir.
Gunna Sigga 27.2.2008 kl. 08:58
Elsku Dóran mín til hamingju með afmælið á laugardaginn.
Ég er sammála þér með lagið, ég hefði viljað hey hey út en Friðrik og Regína áttu nú samt líka nokkuð gott lag,, það næst besta að mínu mati svo að ég er bara nokkuð sátt :o)
hlakka til að sjá þig, hvenær sem það nú verður :o)
Sigríður Þóra, 27.2.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.