3.3.2008 | 00:05
Lög og reglur !!
Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir afmæliskveðjurnar og þeim sem kíktu á mig og hringdu,ég fékk svo mikið í afmælisgjöf að maður mætti halda að ég hafi átt stórafmæli,takk æðislega fyrir mig !!!
En jú ég kíkti heim á Ísafjörð sem var alveg frábær ferð í alla staði,nema það að ég á ungling sem var hér á meðan og þurfti ég nú að stýra henni blessaðari í gegnum síma mest allan tímann,Svo annað sem ég ekki skil með þessi blessuðu lög,það er búið að hækka lögaldurinn upp í 18 ára aldur sem er bara frábært,þau mega ekki kaupa sígarettur fyrr en 18 ára,við ráðum yfir þeim fram að 18 ára (sem er frábært ) en samt mega þau fara á 16 ára böll,þar sem þeim er sko vel boðið í glas og ballið er til 3 um nóttina og eru ekki að skila sér heim fyrr en einhverntímann og einhverntímann,mér finnst þetta stangast svooo á við núverandi lög,mig langar að fá svör við þessu,af hverju eru 16 ára böll ennþá til staðar þrátt fyrir núverandi lög ????
En mig langar að vekja athygli á því að Gugga vinkona er komin með blogg !!!!! jibbbííí... loksins loksins,ég er búin að vera að tönglast á þessu við hana í þónokkurn tíma og loksins lét hún undan... endilega kíkið á hana,hún er bloggvinur minn velkomin í bloggheiminn Gugga mín !!! Kristín vinkona er búin að færa sig á blog.is og er hún einnig bloggvinur minn,kíkið á hana líka !!!! velkomin dúllan mín
jæja nú ætla ég að hætta í bili og hafið það reglulega gott kæru vinir !!! kv. Dóran
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Dóra mín, gangi þér vel með unglinginn. Ég man sko eftir þessum aldri, var meira að segja orðin ólétt hehe
Linda litla, 3.3.2008 kl. 22:55
Ó my god!!! Já það kom að þessu. Ætli þetta hafi ekki verið svipað með mann sjálfan.. Það er svona að eiga ungling. Mikið er ég fegin að vera bara í bleyjuskiptum á fyrsta barni..hehehe.
Þín Elísabet
Elísabet Stephensen 4.3.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.