Fór öfugt framúr í morgun :(

flottust.

Það er allt bókstaflega búið að ganga á afturfótunum í dag,ég byrjaði daginn á því að missa uppáhaldsa augnskuggann minn í gólfið og brjóta hann,svo missti í kaffið í gólfið,og gat ekki með nokkru móti haldið á einhverju án þess að missa það,eða næstum því... ekki nóg með það,þá náði frk. Arna að brjóta fyrir mér borðskraut,sem mér þótti mjög vænt um,og það er sko ekki allt búið ennSkömmustulegur svo reykjum við hjúin út í bílskúr,og þar er bíllinn geymdur,nema að ég fékk mér eina sígó,og setti helv.... pakkann á stuðarann,stuttu síðar fór Hallgrímur að skila videóspólunum sem við tókum í gær,nú auðvitað keyrði hann bara af stað og pakkinn með Öskrandi eftir að við föttuðum hvað orðið hafði af pakkanum,fór Hallgrímur af stað og labbaði þangað til að hann fann hann,sem var örlítið í burtu,nei nei,þá var búið að keyra yfir pakkann og kveikjarann og allt ónýtt,þurfti þá að strunsa út í búð rétt fyrir lokun og kaupa nýjan,eins og þetta er nú ódýrt eða hitt þó heldur Öskrandi þetta er sko ekki búið ennþá,nú ég á mér uppáhalds könnu með nafninu mínu á,þurfti ég ekki endilega að missa hann í vaskinn og haldið af.... sko hvers á ég að gjalda ??? Fýldur ég held að ég ætti bara að fara að sofa í hausinn á mér og það í hvelli,áður en eitthvað annað skemmist..... eða hvað haldið þið ??? vill einhver fá mig í heimsókn í kvöld?? he he he.... ég get örugglega  hjálpað eitthvað til Óákveðinn

en annars er bara ekkert annað að frétta af mér, allavega ekki í bili,vona bara að dagurinn á morgun verði eitthvað betri,jæja ég er þá farin burt frá tölvunni áður en ég skemmi hana líka Saklaus bless bless kv. Hrakfallabálkurinn mikli.....      P.S. Elsku Ægir okkar,til hamingju með afmælið í dag,og njóttu dagsins :)   ( Ægir er systursonur Hallgríms)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahaha:)
Þú ert að grínast með þennan dag hjá þér! Sorrý að ég sé að hlæja að þessu en ég sé þig alveg í anda:) Það getur ekki versnað held ég þannig að hafðu engar áhyggjur af morgundeginum,þetta hlítur að hafa verið ársskammtur af óheppni tekinn á mettíma:)

Magga 22.10.2006 kl. 23:49

2 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Ha ha ha

þú ert nú meiri hrakfallabálkurinn

knús

Ragga

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 23.10.2006 kl. 09:38

3 identicon

Æj rassadúllan mín. Vona að dagurinn í dag hafi verið skárri.

Gaua 23.10.2006 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband