24.10.2006 | 16:20
Óheppnin eltir mig......
Já og með sanni sagt,þá gengur allt á afturfótunum hjá mér,ég er farin að halda það að ég sé fædd undir óheillstjörnu,sko ég má bara ekki koma við neinn einasta hlut án þess að hann eyðileggist.
Mp3 spilarinn minn er hættur að virka,ekki búin að eiga hann lengi ,var búin að plana að fara út í kvöld með Röggu,á kaffihús eða í heimsókn til Möggu,nei nei.. þá var Guðrún beðin að passa annarsstaðar í kvöld,ég gat auðvitað ekki sagt nei við því,vegna þess að þá fær hún aukapening,Arna mín fór í bað í gærkveldi,og hún gjörsamlega gekk fram af mér,hún hvolfdi 2var sinnnum úr fullri fötu á gólfið og allt gjörsamlega á floti,skvetti líka svo mikið að ég þurfti að taka baðinnréttinguna og þurrka af henni allri missti glas á gólfið í morgun með þeim afleiðingum að það kom stór sprunga á það og auðvitað beint í ruslið,viktin vill ekki niður hjá mér, ég er skítblaunk og fl. og fl. hvenær endar þetta og hvað er til ráða ???? getur einhver sagt mér það ?????
En ég vona bara að ég vinni í lottó fljótlega,þá gleymi ég þessu öllu strax !!!! LOFA...... en ég ætla að fara að skrifa í átaksbloggið mitt,sjáumst,kv. óheillastjarnan..
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi,greyjið mitt!!! Ætlar þetta engann enda að taka hjá þér? En eins og ég sagði við þig í gær að þá gæti þetta verið verra,þetta gæti verið að koma fyrir mig:)Hahahaha...Nei nei elskan mín,bara smá djókur. Það kemur fyrir alla að ganga í gegn um ömurleg tímabil og þetta er eitt af þeim! Vertu bara fegin að fá ekki ljótuna í leiðinni!! Ég er búin að þjást af henni í m´nuð núna!
Kveðja Magga:)
Magga v. 24.10.2006 kl. 18:30
eða mig....he he he
takk fyrir kaffið í gær
og haltu áfram að vera svona dugleg á brettinu
knús
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 25.10.2006 kl. 11:35
Hæ skvís. Hurðu það er sko hrekkjavaka um þessar mundir. Þetta er bara einhver að gera þér grikk að handan......úúúúúú....:o)Þú verður að fara með galdraþulu og skyrpa út um alla glugga á húsinu...:o)...nei, nei, bara djók. Löv, Berglind.
The suburbian, 25.10.2006 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.