26.10.2006 | 00:44
Mér var bent á að.....
Já þetta óhapp mitt kom til tals hjá okkur Möggu í dag,og hún benti mér á það að blogga alltaf daginn eftir svona daga,vegna þess að fólk (semsagt þið ) gætuð farið að halda að eitthvað alvarlegra hafi komið upp á hjá mér,sem er auðvitað ekkert ósennilegt,maður gæti nú runnið til í hálkunnu,og ég kominn á spítalann,eða eitthvað annað,ég gæti vakið upp efasemdir um það,hvort allt sé bara í lagi... eða ég myndi allavega hugsa það eftir svona daga hjá einhverjum ykkar en ég er auðvitað bara þannig,veit ekki með ykkur,en allavega,þá er ég í lagi,ef einhver vill vita það
en ég er búin að vera busy með minn elskulega ungling,sem er ekki að höndla unglingaveikina,er mjög skapstór,og þá er ekki gott að eiga skapstóra mömmu heldur,þannig að okkur gengur stundum ekki að tala saman í rólegheitunum,en erum góðar vinkonur þess á milli en ég auðvitað og við allar,þekkjum vondu tilfinningu að vera svo ofboðslega týnd á þessum aldri,vita ekki hvort við eigum að vera fullorðin eða börn,og reka okkur svo á það, að þegar að við ætlum sko að vera fullorðin og haga okkur þannig,þá verða forleldrar vitlausir við mann, vegna þess að þau eru auðvitað ekki komin með þroskan til þess, og þegar að maður ætlar bara að vera krakki,þá segja foreldrar það að maður sé nú orðin eldri en þetta ????? hvernig eiga þessum unglingum að líða,ég reyni eins og ég get að setja mig í hennar spor og muna eftir sjálfri mér sem unglingi,til að geta ráðið fram úr öllu þessu með henni á réttann hátt,og vísa henni á rétta braut.... sem sagt ekki brautina sem ég fór hahahah.... jú auðvitað þurfa allir að gera mistök til að læra af þeim,og hún má og hún á að gera mistök,og með mínu leyfi,svo lengi sem hún lærir af því,og hana nú..
það er mín ósk.
En allavega þá er ég búin að vera heppin í dag,ég vann í Núinu í dag,og fékk 2 fyrir 1 á CARPE DIEM, og ég vann líka um daginn á Núinu, 2 fyrir 1 á MEKONG, glæsilegt finnst mér,ég er að spá í að bjóða kallinum út að borða,helgina 10 Nov. er ég ekki næs ??? en ég er að spá í að hætta núna og kveðja ykkur..... good by then,kv. Dóra.
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er einmitt búin að vinna fullt af svona 2 fyrir 1 dæmi meðal annars á carpe diem
en ég er ekert á leiðinni til höfuðborgarinnar þannig að öll þessi heppni hjá mér er öll til einskis
Til hamingju með "buxna árangurinn" he he
og haltu áfram að vera svona dugleg á brettinu...vá...ekkert smá dugnaður í gangi
knús
Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 27.10.2006 kl. 09:37
já það var nú gott að heppnin sé komin aftur og vonandi til að vera hehehe
ekki eins mikil heppni hér á bæ!!!
Sigríður Þóra, 27.10.2006 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.