27.10.2006 | 22:42
mamma orðin tölvunörd :)
Já nú verður maður að fara að vanda sig,fyrst mamma er farin að lesa bloggið mitt hún er farin að hringja í mig og spyrja,hvaaa, á ekkert að koma með nýtt blogg ???? ég sjálf : ha jú jú mamma mín,það kemur í kvöld ég lofa
hahahhahaah.... hún er bara æði gæði hún mamma mín,ekki langt síðan að hún fékk sér adsl tengingu,og ég að hjálpa henni að komast inn á netið og á mitt blogg auðvitað,og núna rekur hún bara á eftir manni,hún verður fljót að verða háð tölvunni,eins og ég t.d. ég var heillengi að ákveða mig hvort mig langaði í tölvu,fannst þetta bara tóm bölvuð vitleysa, jú svo kom sá tími að blessuð talvan kom, og ég sagði við alla í fjölskyldunni að ég verð örugglega lang minnst í henni eða aldrei,því að ég ætlaði sko ekki að vera upptekin af einhverjari tölvu
en ég er lang mest í tölvunni,og gæti ekki hugsað mér að vera án hennar,þannig að ég held að mamma verði fljót að vera alkjör tölvunörd eins og hún ég
en mamma til hamingju með það að vera komin í þennan elskulega tölvuheim
Annars er ég bara búin að vera eiga við minn elskulega ungling,og reyna að fá hana til að hjálpa við húsverkin,ég fékk hana að vísu til að ryksuga,á meðan að ég var að þurka af hún féllst á það með látum auðvitað,og gerði það með þungri brún,en hún gerði það þó,hvað er þetta með unglinga í dag,nenna þau ekki lengur að hreyfa sig ???? sko þau meiga ekki byrja að vinna of snemma,og ekki allt sumarið,svo byður maður þau um hjálp,nei... þá þarf maður að borga þeim fyrir, ég man eftir því að ég og Gugga vinkona fórum alltaf á fimmtudögum til Rósu frænku og hjálpuðum henni að þrífa og settum Smokie á fóninn og höfðum bara gaman af
en í dag vilja unglingarnir helst vera bara í tölvunni og nenna engu öðru,jú eða í símanum,já og bæði í einu,þetta er alls ekki eðlilegt,er að verða brjáluð á þessum ósköpum,en ég veit að ég á langt í land ennþá
jæja ég er búin að blaðra frá mér allt vit,nenni þessu ekki lengur,bless þangað til næst,kv. tölvunördinn.
P.S. Elsku Gunna mín,til hamingju með afmælið í dag njóttu dagsins...
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.