30.10.2006 | 23:36
Á bak við tjöldin.....
Já,það má nú með sanni segja að ég er ekki sú allra þolinmóðasta,ég verð bara alveg vitlaus ef hlutirnir ganga ekki strax upp,eins og með þessa síðu,mér gengur stundum svo illa að koma síðunni í það horf eins og ég vil hafa hana,sko ég og tækni eitthvað,smella stundum ekki saman,og ég gef mér oft ekki nógu góðan tíma,heldur gefst ég bara upp og hringi í Siggu mína,og segi HJÁLP !!!! og hún bjargar alltaf málunum fyrir mig...TAKK FYRIR HJÁLPINA SIGGA MÍN,NÚNA ER SÍÐAN EINS OG ÉG VIL HAFA HANA,TAKK,TAKK !!!!
En annars er helgin bara búin að vera róleg,og ég er bara nýkomin úr vinnunni,en vikan verður ekki jafn róleg hjá mér,börnin mín,Guðrún og Gunnar eiga afmæli núna 1 og 2 Nóvember,og þá verður maður að skella sér í bakstur,og veislu,það verður nú samt ekki nein veisla fyrir Guðrúnu,hún fer bara með vinum sínum út að borða á sinn afmælisdag ( 1 Nóv.) en fyrir Gunnar ( 2 Nóv.) verður afmælið haldið á Ólafshúsi og það verður pizzaveisla þar, og ég ætla að baka eina afmælisköku með,svona til að blása á kertin og verð svo með smá kaffi hér heima á miðvikudagskvöldinu fyrir tengdó,þau nenna ekki að vera með í látunum,skil það mjög vel,ég myndi líka sleppa að vera með ef ég gæti það... hehehehe.... djók
Svo ætla ég að halda áfram að safna gömlum myndum af okkur vinkonunum og vinunum og hafa sér albúm fyrir þær,ég er komin með nokkrar,en mig vantar fleyri,ef einhver á,viltu þá senda mér þær,ég á til dæmis engar myndir af mér á unglingsárunum,en ég á slatta af öðrum, vill einhver leita ????? plíssss..... en allavega þá á ég eftir að blogga á átakið-dagbókinni minni,best að gera það snöggvast,sjáumst,kv. Dóra.
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.