4.11.2006 | 17:38
Hlaupabólan mætt..... :(
Einmitt það sem ég sagði,um kvöldið á afmælisdaginn hans Gunnars uppgötvuðum við það að hlaupabólan væri byrjuð á bakinu á Gunnari og er heldur betur komin út um allann líkamann hans,í hársvörðinn,í augun,í eyrun og bara allsstaðar, og ógeðslegur kláði og pirringur,þetta er ömurleg veiki ég vorkenni honum svoooo mikið en það er enginn hiti sem fylgir þessu hjá honum,og er bara nokkuð hress fyrir utan kláðann.
Svo á Arna eftir að fá hlaupabóluna,ég vona það að hún fái hana þá bara núna strax,eða þá bara eftir næstu helgi,svo að ég missi ekki af árshátíðinni 10 nóv.
En annars á hún Berglind frænka afmæli í dag,til hamingju með daginn dúllan mín.... sjáumst vonandi hressar um næstu helgi þegar að ég kem með Gunnar í gistingu til Andra.
En ég er að vinna þessa helgina og er lítið í tölvunni þess á milli,vegna veikinda og kláða hjá syninum,þannig að þangað til næst,bless,kv. Dóra.
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ og takk fyrir kveðjuna. Bara að tjá mig um að það er hægt að fá lyf sem dugar vel við kláða (ólyfseðilskylt) man ekki hvað það heitir (Kalmín, Calmí eða eitthvað) og mig minnir einnig að kartöflumjöl sé mjög gott líka :o)
The suburbian, 4.11.2006 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.