15.5.2008 | 00:04
Allt að gerast !!!!
Jæja þá er vesturferðin á nemendmótið að skella á og fðringurinn kominn á fullt og ég er búin að fara suður og kaupa mér föt enda langt síðan að ég gerði það,við Berglind fórum í zik zak og verslaði ég feitt þar og komin á hausinn hehehehe..... og kemst ekki á mótið... hehe... NOT !!! en ferðin suður var nú kannski ekki beint skemmtiferð,þurfti aðeins að koma Guðrúnu minni á bugl og gisti hún þar um helgina,þetta þunglyndi hjá unglingum er víst frekar algengt nú á dögum,enda ekki skrítið,það er svo margt opið fyrir þau í dag en það var fyrir um 20 árum síðan og erfiðara að vera uppalandinn í dag en þá,ég man allavega ekki eftir þunglyndi á mínum unglingsárum en þau eru það svo mörg í dag,mér leyfist að segja sc. annar hver unglingur,þau eru bara ekki að höndla allann þennan hraða og allt þetta sem er í boði,allir verða að eiga tölvu,flott föt,síma og fl. annars ertu bara ekki með og mér finnst líka ekki margir taka þátt í útivistarreglunum,ég hef reynt að fylgja þeim eftir en það er mjög erfitt þegar að hinir vinirnir mega vera lengur,en ég hef samt haldið þeim,sem gerir það að verkum að ég er semsagt sú "vonda" en svona er þetta nú bara....
en hvað um það þá er ég að pakka og klára að þvo,svo að ég verði nú ekki fatalaus þarna fyrir vestan,það borgar sig nú ekki,og við Berglind,Kristján og strákarnir verðum í samfloti vestur á föstudaginn og við verðum að vera komin c.a. 4,þannig að ég geti nú fengið mér kaffi með mömmu og farið í ríkið og haft mig til fyrir kvöldið,þvílíkur spenningur í gangi,búin að gera handa mér 2 diska af minni tónlist sem ég get svo hlustað á eins hátt og ég vil og sungið með hástöfum,já það verður ekki leiðinlegt í mínum bíl á leiðinni hehehe..... en núna verð ég að klára þvottinn og svo fer ég í litun og plokkun í fyrramálið,þÁ ER MAÐUR KLÁR Í SLAGINN !! kem svo með fréttir af mótinu eftir helgi og kannski einhverjar myndir góða helgi,kv. Dóra vesturfari
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá... þetta verður geggjað hjá þér. Ég er akveg að finna fyrir spenningnum með þér. Kræst... hva þú átt eftir að skemmta þér.
Hvernig er þetta annars með myndina ?? Á maður ekkert að fá að sjá þig með nýju klippinguna ?
Skemmtu þér út í eitt Dóra mín og njóttu þess að vera til.
Linda litla, 15.5.2008 kl. 00:55
Góða skemmtun og skál!!!!!
Kristín Guðbjörg Snæland, 15.5.2008 kl. 13:05
Skemmtu þér brjálæðislega vel um helgina og njóttu þess nú að vera ein með sjálfri þér og hinum púkunum.
Guðbjörg , 15.5.2008 kl. 21:33
Hlakka til að sjá þig hikk
mikið rosalega verður gaman hjá okkur hikk
og keyrðu varlega hikk
kveðja Heiða
hikk
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:24
Sammála síðasta rðæðumanni hikk,
Hlakka til að sjá ykkur á morgun kl: 18.00, Guðbjörg rosalega hefði verið gaman að sjá þig líka hér á morgun:O)
en kanski sjáumst við á næsta móti eftir 5 ár.
kveðja Hanna M.
Hanna Mjöll 15.5.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.