Árshátíðin búin og komin heim.....

svoo fín.......

Þetta var mjög skemmtileg helgi og heilsan rétt komin í lag aftur,en við fórum semsagt suður aðfaranótt föstudagsins vegna veðursins,ætlaði sko ekki að missa af árshátíðinni vegna veðurs,því ég slapp nú við hlaupabóluna hjá Örnu minni,en hún er nú ekki komin enn Wink við fórum á papaball á pleyers í kópavogi á föstudagskvöldinu og við skemmtum okkur alveg þrusuvel þar,ég var að vísu ofurölfi og heilsan eftir því á laugardeginum Shocking alveg hrikaleg.......    en við hjúin örkuðum nú samt í nýju Ikea og þar var margt skemmtilegt að sjá,þar á meðal sá ég draumaeldhúsinnréttinguna,hún er bara geggjuð,við versluðum ekki neitt þar í þetta skiptið,en við völdum okkur jólagjöfina frá mömmu,svo var byrjaði árshátíðin klukkan 19:00 og fengum fordrykk og Simmi og Jói sáu svo um skemmtiatriðin,sem voru bara mjög vel heppnuð og við hlógum mikið og hátt og dátt,en við vorum svolítið erfið í gang það kvöldið,enda ekki skrítið Sick við fengum dádýr í matinn sem var alveg rosalega gott og bráðnaði upp í munninum á manni,en samt mjög sérstakt kjöt,það voru ekki allir að fýla það..... klukkan 23:00 kom hljómsveitin Von og hélt uppi fjörinu til klukkan 3:00 og þeir voru alveg þrusu góðir,sem sagt mjög vel heppnuð helgi og allir sáttir,fyrir utan smá högg sem við hjúin fengum eftir ballið á laugardagskvöldinu Police sem leiddi til þess að það þurfti að kalla til Lögreglunnar,en enginn slasaðist við þessi átök,en þetta er of langt og of mikið drama til að ég nenni að útskýra þetta allt hér,en núna ætla ég að búa til albúm með nýjum myndum frá árshátíðinni.

En á sunnudeginum fórum við til Vigdísar og náðum í börnin og vorum þar í smástund,fórum svo í heimsókn til Magga Þórs frænda og Auðar kærustu hans og kíktum á litla sæta heimilið þeirra,og fengum þar köku og fleyra gott með kaffinu,á meðan að Hallgrímur svaf bara og uppgefinn eftir allt djammið,hann er kannski bara orðin gamall kallinn ???? Cool og hættur að þola allt þetta djamm hehehehe.... það er annað með mig 7 árum yngri og þoli örlítið meira en hann...Tounge en takk fyrir okkur, þetta er held ég komið nóg í bili,bless þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra

takk fyrir kveðjurnar :) já frábært að það var góður endir á árshátíðarkvöldinu og enginn haf slasast.

hlakka til að hitta þig þegar að þú kemur suður næst,,,,í jólagjafa innkaupin hehe

kveðja

Sigga Tóta

Sigríður Þóra, 16.11.2006 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Í kaffi hjá Dóru...

Höfundur

Dóra Maggý

Dóra Maggý

Hér tala ég um allt milli himins og jarðar,ég á 4 börn og ég tala svolítið um þau líka,einnig eru áhugamálin mín (fyrir utan börnin ) komin í geymslu í bili en þau eru,ferðalög,góðar bækur, hafa gaman í góðra vina hópi,versla og fl. og fl. velkomin og njótið að lesa um mig og mín áhugamál

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 071
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 030
  • Apríl 09 mamamía partý,k. 40 ára,snjókarl og fl 007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband