16.11.2006 | 23:19
Hlaupabóla nr. 2
Þegar að ég sótti Örnu mína á leikskólann í dag,þá sögðu þær mér það að það væru komnar nokkrar bólur á dömuna,og bara nýbúnar að finna þær,og jú jú það myndast fleyri og fleyri bólur á litla skinnið mitt og ég á vinnuhelgi þegar að Gunnar fékk hlaupabóluna fyrir akkúrat 2 vikum síðan,þá átti ég líka vinnuhelgi,þannig að Hallgrímur lendir meira með þeim veikum en ég ég vil helst vera heima þegar að börnin mín eru veik,örugglega bara móðureðlið,en þetta eru nú ekki langir vinnudagar,þannig að ég get annast þau líka eftir vinnu líður miklu betur með það......
En annnars er ekkert sérstakt að frétta,nema jú í gær fór ég á foreldrafundi barna minna,Guðrúnu gengur svona og svona vel,eingöngu vegna þess að hún á erfitt með sig í blessuðu unglingaveikinni sinni,hún er mikið að urra á kennarana og auðvitað mig,og þykist vita allt betur en allir aðrir,og allir eru hundleiðinlegir að hennar sögn veit hreinlega ekki hvort eða hvenær þetta endar...... kannski nokkur ár til viðbótar... o m g...... komið bara upp á geðdeild landspítalans að heimsækja mig eftir einhvern x tíma hehehe.....
En hjá Gunnari gekk þetta bara vel,á reyndar erfitt með lesturinn og lítil framför,en gengur vel með stærðfræðina,en hann vandar sig meira við hlutina en að flýta sér,gott mál,hraðinn kemur svo bara hægt og bítandi,hann er reyndar ekki komin með unglingaveikina hehehe... þó það nú væri.. ég vona bara að hann fái vægari unglingaveiki en hún Guðrún mín..... svona mín vegna hehehe...
en ég kveð að sinni og er að fara að sauma fyrir saumsprettu fyrir hana Guddu mína,kem aftur eftir helgi,knús og kossar.......
Um bloggið
Í kaffi hjá Dóru...
Færsluflokkar
Tenglar
tenglar tengdir átakinu
áhugavert
Fólk
Aðrir bloggarar
Börnin Mín og fleyri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já þessi unglingaveiki getur verið svolítið þrálát hahahaha ég er búin að vera að tala um það hérna heima hjá mér að þegar fíflunum fer að fjölga í kringum þig þá sé nú kanski tími til kominn að skoða hvort að ekki sé bara eitthvað að hjá sjálfum sér hahahahaha en nei auðvitað er ekkert að þar þú veist..... en allavegana gangi þér vel með þetta og við kanski fáum að deila herbergi á geðdeild;)
lov
Sigga
Sigríður Þóra, 17.11.2006 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.